Innherji

Annað en 50 punkta lækkun myndi vekja á­hyggjur af óskýr­leika nefndarinnar

Hörður Ægisson skrifar
Útlit er fyrir litla spennu þegar Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, kynnir fyrstu vaxtaákvörðun ársins en mikil samstaða er meðal markaðsaðila og greinenda að vextirnir verði lækkaðir um 50 punkta í annað sinn í röð.
Útlit er fyrir litla spennu þegar Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, kynnir fyrstu vaxtaákvörðun ársins en mikil samstaða er meðal markaðsaðila og greinenda að vextirnir verði lækkaðir um 50 punkta í annað sinn í röð.

Mikill meirihluti markaðsaðila og hagfræðinga telur einboðið að Seðlabankinn lækki vextina á nýjan leik um fimmtíu punkta í vikunni enda myndi önnur ákvörðun „skjóta skökku við“ með hitastigið á raunstýrivöxtunum á nákvæmlega sama stað nú og þegar peningastefnunefndin kom síðast saman í nóvember. Á meðan sumir þátttakendur í könnun Innherja telja hægt að fara rök fyrir stærra skrefi, núna þegar verðbólgan er á undanhaldi og hátt raunvaxtastig mun halda áfram að bíta fast, þá benda aðrir á að það sé enn viðnámsþróttur víða í hagkerfinu og fátt sem „beinlínis hrópi“ á mikla losun aðhalds.


Tengdar fréttir

Skörp hjöðnun verðbólgu greiðir leiðina fyrir aðra stóra vaxtalækkun

Með lækkun verðbólgunnar í janúar, sem var nokkuð á skjön við meðalspá sex greinenda, eru núna yfirgnæfandi líkur á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka meginvexti um fimmtíu punkta í annað sinn í röð þegar ákvörðunin verður kunngjörð í næstu viku. Verðbólguálagið lækkaði skarpt á markaði í dag, einkum á styttri endanum, og þá er hátt raunvaxtastig farið að hægja mjög á hækkunum á húsnæðismarkaði.

Verðbólgumælingin var ekki „jafn upp­ör­vandi“ og lækkunin gaf til kynna

Ef ekki hefði komið til lækkunar húsnæðisliðarins og flugfargjalda umfram spár greinenda þá hefði mælda tólf mánaða verðbólgan hækkað í fimm prósent í janúar, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem óttast „vaxandi tregðu“ í þeirri verðbólgu sem eftir stendur. Þótt nýjasta verðbólgumælingin hafi ekki verið „jafn uppörvandi“ og hjöðnunin gaf til kynna þá ætti hún samt að „innsigla“ aðra fimmtíu punkta vaxtalækkun í næstu viku, meðal annars vegna þess að verðbólguvæntingar eru á hraðri niðurleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×