Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. febrúar 2025 09:16 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir ferðalanga verða að skoða veðurspá vel áður en þeir leggja af stað í langferðir í dag. Vísir Einar Sveinbjörnsson hjá blika.is og Vegagerðinni segir þetta tíma djúpra vetrarlægða. Íbúar á Norðurlandi, Skagafirði og Eyjafirði, geti átt von á því að það geri talsvert mikinn hvell um kvöldmatarleytið. „Það verður bæði hvasst og sviptivindasamt,“ segir Einar en hann fór yfir veðrið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi siðar í dag um land allt. Um klukkan 16 verða viðvaranir í gildi um land allt og verða í gildi til um miðnættis. Appelsínugul viðvörun er þegar í gildi á Austfjörðum en taka gildi klukkan 12 á Austurlandi, klukkan 16 á Vestfjörðum og klukkan 17 á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Átök í loftunum beggja vegna við okkur Einar segir lægðina fara norður yfir landið og stefna á Grænland og grynnist hratt. Á morgun taki við dimmur éljagangur. Hann segir átök í loftunum beggja vegna við okkur og þrýstiöfgar. „Á sama tíma og við erum með þessa djúpu lægð hér fyrir norðan land er loftþrýstingur að verða mjög hár yfir Skandinavíu,“ segir Einar og að svalt loft úr vestri sæki yfir Atlantshafið. „Og við lendum á þessu átakasvæði,“ segir hann og að það verði sviptingar í bæði vinda og hitastigi. Það verði ekki mjög kalt við þessar aðstæður og það líti út fyrir að þessi átök standi fram að næstu helgi og jafnvel lengur. Hann segir þennan lægðagang ekki óeðlilegan miðað við árstíma en hann geti verið hvimleiður fyrir okkur. Hann segir nokkuð mikið rými fyrir miklar sveiflur í veðri og það þurfi að ganga langt svo það geti talist óeðlilegt. Á síðasta ári hafi þó veðrið verið óeðlilegt að því leytinu til að það hafi verið norðanátt í nánast þrjá mánuði síðari hluta sumars. Gæti dottið í dúnalogn um miðjan mánuð Hann segir sumar spár gera ráð fyrir því að um miðjan febrúarmánuð detti allt í dúnalogn en setur þó þann fyrirvara á að þær spár byggi á mjög veikum forsendum eins og er. Einar segir að þegar kólnar í kjölfar lægðarinnar muni því fylgja nokkur hríð og það sé aldrei gott að vera á ferðinni þegar það fer saman hríð og mikill vindur. „Það er mjög mikilvægt að fólk sem hyggur á langferðir á þessum árstíma. Það er ekki bara stuttur dagurinn, það eru líka sviptingar í veðrinu, og mikilvægt að menn fylgist mjög vel með og viti hvað þeir eru að gera.“ Veður Færð á vegum Bítið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira
„Það verður bæði hvasst og sviptivindasamt,“ segir Einar en hann fór yfir veðrið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi siðar í dag um land allt. Um klukkan 16 verða viðvaranir í gildi um land allt og verða í gildi til um miðnættis. Appelsínugul viðvörun er þegar í gildi á Austfjörðum en taka gildi klukkan 12 á Austurlandi, klukkan 16 á Vestfjörðum og klukkan 17 á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Átök í loftunum beggja vegna við okkur Einar segir lægðina fara norður yfir landið og stefna á Grænland og grynnist hratt. Á morgun taki við dimmur éljagangur. Hann segir átök í loftunum beggja vegna við okkur og þrýstiöfgar. „Á sama tíma og við erum með þessa djúpu lægð hér fyrir norðan land er loftþrýstingur að verða mjög hár yfir Skandinavíu,“ segir Einar og að svalt loft úr vestri sæki yfir Atlantshafið. „Og við lendum á þessu átakasvæði,“ segir hann og að það verði sviptingar í bæði vinda og hitastigi. Það verði ekki mjög kalt við þessar aðstæður og það líti út fyrir að þessi átök standi fram að næstu helgi og jafnvel lengur. Hann segir þennan lægðagang ekki óeðlilegan miðað við árstíma en hann geti verið hvimleiður fyrir okkur. Hann segir nokkuð mikið rými fyrir miklar sveiflur í veðri og það þurfi að ganga langt svo það geti talist óeðlilegt. Á síðasta ári hafi þó veðrið verið óeðlilegt að því leytinu til að það hafi verið norðanátt í nánast þrjá mánuði síðari hluta sumars. Gæti dottið í dúnalogn um miðjan mánuð Hann segir sumar spár gera ráð fyrir því að um miðjan febrúarmánuð detti allt í dúnalogn en setur þó þann fyrirvara á að þær spár byggi á mjög veikum forsendum eins og er. Einar segir að þegar kólnar í kjölfar lægðarinnar muni því fylgja nokkur hríð og það sé aldrei gott að vera á ferðinni þegar það fer saman hríð og mikill vindur. „Það er mjög mikilvægt að fólk sem hyggur á langferðir á þessum árstíma. Það er ekki bara stuttur dagurinn, það eru líka sviptingar í veðrinu, og mikilvægt að menn fylgist mjög vel með og viti hvað þeir eru að gera.“
Veður Færð á vegum Bítið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira