Fótbolti

Elías skoraði og Stefán lagði upp

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elías Már spilar í Hollandi en Stefán Teitur á Englandi.
Elías Már spilar í Hollandi en Stefán Teitur á Englandi.

Elías Már Ómarsson skoraði mark NAC Breda í 1-1 jafntefli gegn Heracles. Stefán Teitur Þórðarsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp mark Preston í 2-1 tapi á útivelli gegn Blackburn Rovers.

Elías skoraði markið eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Gestirnir jöfnuðu svo í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat.

Þetta var sjöunda mark Elíasar í tuttugu leikjum á tímabilinu. NAC Breda situr í áttunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir 21 umferð.

Á Englandi byrjaði Stefán Teitur á bekknum í kvöld en kom inn á miðjuna þegar 64 mínútur voru liðnar af leiknum. Preston var þá marki undir og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar sem Blackburn skoraði úr.

Þeim tókst hins vegar að minnka muninn í uppbótartíma, Stefán lagði markið upp. Arnór Sigurðsson er enn frá vegna meiðsla og tók ekki þátt í leiknum fyrir Blackburn.

Blackburn er í fimmta sæti deildarinnar og Preston í því fimmtánda, en aðeins átta stigum munar milli liðanna í hinni gríðarjöfnu Championship deild á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×