Vonskuveður framundan Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. janúar 2025 21:02 Haraldur þurfti bæði að halda í húfuna og handriði út af roki. Vonskuveður á öllu landinu er framundan í kortunum að sögn veðurfræðings. Veðrið í dag hafði mikil áhrif á flugumferð. „Það má segja í meginatriðunum að það sé ein eða ein og hálf lægð á dag í kortunum eins langt og má sjá. Þetta verða tómir umhleypingar og þetta eru alvöru vetrarlægðir. Það er stormur í þeim öllum,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Hlý sunnanátt sé á leiðinni sem gæti leitt til úrhellisrigningu. „Á mánudag og miðvikudag verða líklega hressandi gusur með hlýindum, mjög hvössum vindi og úrhellisrigningu. Svona inn á milli að þá dúrar aðeins útsynning og éljagang.“ Versta veðrið verði líklega á Suður- og Vesturlandi. „Það verður ekkert blíðskaparveður neins staðar á landinu,“ segir Haraldur. „Það er kannski betra að vera heima og lesa bók.“ Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fékk að finna fyrir úrhellisrigningu og roki þegar hann ræddi við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umtalsverðar raskanir á flugi Flestum flugferðum í dag var aflýst eftir hádegi. Flugvélarnar hafi því náð til Evrópu en sitja nú þar fastar. „Við náðum að fljúga til hádegis í dag eftir stöðvuðum við flug. Það var orðið það hvasst víða á landinu og komið í rauninni slæm veðurskilyrði yfir landinu sjálfu, í rauninni ófært til þess að vera á flugi þannig að við stoppuðum flug og tökum stöðuna upp úr sama tíma um hádegi á morgun,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Ferðaáætlanir margra röskuðust vegna aflýstra fluga. „Þetta hefur áhrif á gríðarlegan fjölda, þetta eru hátt í tvö þúsund manns sem að verða fyrir áhrifum með einum eða öðrum hætti en þetta er í rauninni besta lausnin til að tryggja að fólk komist á sína áfangastaði frekar en að vera fast hérna í mögulegri gistingu hérna á Íslandi ef að verðrið færi á versta veg,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að flugfélagið hafi ákveðin tæki og tól til að koma fólki á áfangastaði sína með öðrum leiðinum. Samt sem áður getur veðrið haft umtalsverðar raskanir. Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
„Það má segja í meginatriðunum að það sé ein eða ein og hálf lægð á dag í kortunum eins langt og má sjá. Þetta verða tómir umhleypingar og þetta eru alvöru vetrarlægðir. Það er stormur í þeim öllum,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Hlý sunnanátt sé á leiðinni sem gæti leitt til úrhellisrigningu. „Á mánudag og miðvikudag verða líklega hressandi gusur með hlýindum, mjög hvössum vindi og úrhellisrigningu. Svona inn á milli að þá dúrar aðeins útsynning og éljagang.“ Versta veðrið verði líklega á Suður- og Vesturlandi. „Það verður ekkert blíðskaparveður neins staðar á landinu,“ segir Haraldur. „Það er kannski betra að vera heima og lesa bók.“ Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fékk að finna fyrir úrhellisrigningu og roki þegar hann ræddi við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umtalsverðar raskanir á flugi Flestum flugferðum í dag var aflýst eftir hádegi. Flugvélarnar hafi því náð til Evrópu en sitja nú þar fastar. „Við náðum að fljúga til hádegis í dag eftir stöðvuðum við flug. Það var orðið það hvasst víða á landinu og komið í rauninni slæm veðurskilyrði yfir landinu sjálfu, í rauninni ófært til þess að vera á flugi þannig að við stoppuðum flug og tökum stöðuna upp úr sama tíma um hádegi á morgun,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Ferðaáætlanir margra röskuðust vegna aflýstra fluga. „Þetta hefur áhrif á gríðarlegan fjölda, þetta eru hátt í tvö þúsund manns sem að verða fyrir áhrifum með einum eða öðrum hætti en þetta er í rauninni besta lausnin til að tryggja að fólk komist á sína áfangastaði frekar en að vera fast hérna í mögulegri gistingu hérna á Íslandi ef að verðrið færi á versta veg,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að flugfélagið hafi ákveðin tæki og tól til að koma fólki á áfangastaði sína með öðrum leiðinum. Samt sem áður getur veðrið haft umtalsverðar raskanir.
Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira