„Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2025 11:46 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir/Sigurjón Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi. Klukkan tólf á hádegi taka gildi þrjár gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Klukkan tíu í kvöld verða í gildi viðvaranir á öllu landinu, þar af appelsínugular á Suðausturlandi, Breiðafirði og Miðhálendinu. Mikil rigning og asahláka verður á Suðausturlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Víða verður hiti á bilinu fjögur til tíu stig, og gæti jafnvel farið yfir það á Norðurlandi. Víða verður hvöss sunnanátt og eru ferðalangar hvattir til að aka með gát, einkum ef ökutæki taka á sig vind. Rúmlega fimmtíu flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst, flestum eftir hádegi. Þá er einnig gert ráð fyrir að röskun verði á innanlandsflugi. Hafa hamast í niðurföllunum Hjalti Jóhannes Guðmundsson er yfir rekstri og umhirðu hjá Reykjavíkurborg. Hann og hans fólk eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir veðrið sem á leiðinni er. „Og höfum verið að hamast í að moka frá niðurföllum og lágpunktum, og reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma vatninu rétta leið,“ segir Hjalti. Við öllu búin Hressileg hlánun hófst á höfuðborgarsvæðinu í gær sem bregðast hafi þurft við. „Við erum bæði með mannskap og vélar í það, vegna þess að það er það mikill snjór að við þurfum að nota vélar til þess að skafa ofan af þessu og tryggja að niðurföllin séu opin.“ Um helgina verði vel búinn mannskapur á ferð um borgina, að losa þekkt niðurföll og bregðast við ábendingum borgarbúa. „Af því að við búumst við hinu versta en vonum það besta.“ Veður Snjómokstur Færð á vegum Slysavarnir Tengdar fréttir Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00 Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Klukkan tólf á hádegi taka gildi þrjár gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Klukkan tíu í kvöld verða í gildi viðvaranir á öllu landinu, þar af appelsínugular á Suðausturlandi, Breiðafirði og Miðhálendinu. Mikil rigning og asahláka verður á Suðausturlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Víða verður hiti á bilinu fjögur til tíu stig, og gæti jafnvel farið yfir það á Norðurlandi. Víða verður hvöss sunnanátt og eru ferðalangar hvattir til að aka með gát, einkum ef ökutæki taka á sig vind. Rúmlega fimmtíu flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst, flestum eftir hádegi. Þá er einnig gert ráð fyrir að röskun verði á innanlandsflugi. Hafa hamast í niðurföllunum Hjalti Jóhannes Guðmundsson er yfir rekstri og umhirðu hjá Reykjavíkurborg. Hann og hans fólk eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir veðrið sem á leiðinni er. „Og höfum verið að hamast í að moka frá niðurföllum og lágpunktum, og reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma vatninu rétta leið,“ segir Hjalti. Við öllu búin Hressileg hlánun hófst á höfuðborgarsvæðinu í gær sem bregðast hafi þurft við. „Við erum bæði með mannskap og vélar í það, vegna þess að það er það mikill snjór að við þurfum að nota vélar til þess að skafa ofan af þessu og tryggja að niðurföllin séu opin.“ Um helgina verði vel búinn mannskapur á ferð um borgina, að losa þekkt niðurföll og bregðast við ábendingum borgarbúa. „Af því að við búumst við hinu versta en vonum það besta.“
Veður Snjómokstur Færð á vegum Slysavarnir Tengdar fréttir Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00 Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00
Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18