Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 30. janúar 2025 22:30 Í þeirri kjarabaráttu sem KÍ á við sveitarfélög og ríki í dag og beinist að þvi að fá það opinbera til að uppfylla skilyrði samning virðast margir misskilja boðleiðir. Málið er það að KÍ ber hag kennara, leikskólakennara, tónlistarskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennar og stjórnenda í þessum skólum, fyrir brjósti og svarar fyrirspurnum frá kennurum varðandi þetta verkefni. Sveitarstjórnir og alþingismenn eiga að bera hag íbúa fyrir brjósti og þeim ber að svara fyrirspurnum íbúa um framgang mála í sínu sveitarfélagi og kjördæmi. Þeir sem eru kosnir til að stjórna bera mikla ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á framgangi alls konar mála innan samfélagsins og íbúar eiga að eiga greiðan aðgang að upplýsingum sem snerta íbúa – gegnsæi sem er vinsælt orð í stjórnmálum í dag. Í kjaradeilu KÍ og sveitarfélaga/ríkisins hefur einhver snúið þessu á hvolf. Foreldrar sem eru uggandi yfir stöðu mála leita stöðugt til kennarasambandsins um hvað sé að gerast og hvort það sé rétt eða rangt. Þeir eiga að sjálfsögðu að herja á sina kjörnu fulltrúa og ráðnu bæjar/borgarstjóra um hvað sé í gangi. Það er ekki skylda KÍ að upplýsa foreldra um afstöðu hins opinbera í kjarabaráttunni. Það er skylda KÍ að upplýsa kennara um stöðu mála. Það er skylda hins opinbera að svara sínum íbúum. Íbúar landsins kusu ekki samninganefndir. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga eru millistig sem er tilkomið til að kjörnir fulltrúar geti afsalað sér ábyrgð sem er svo sannarlega þeirra. Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd ríkisins bera ekki ábyrgð á samkomulaginu frá 2016, það gera sveitarstjórnir og ríkisstjórnin. Það er hreint ótrúlegt að tæplega 400 manns sem skipa sveitar, bæjar og borgarstjórnir yfir landið skuli vera sammála um að svíkja samning sem var gerður og fela sig á bak við fólk sem var ekki kosið til að vinna að hagsmunum íbúa. Það er eins og þjálfari sem segir að afgreiðslumaðurinn í sjoppunni beri ábyrgð á tapinu. Sinnum okkar starfi. Við gerum það. Við biðjum ykkur, sveitarstjórnarmenn og ríkisstjórn að gera það líka. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þeirri kjarabaráttu sem KÍ á við sveitarfélög og ríki í dag og beinist að þvi að fá það opinbera til að uppfylla skilyrði samning virðast margir misskilja boðleiðir. Málið er það að KÍ ber hag kennara, leikskólakennara, tónlistarskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennar og stjórnenda í þessum skólum, fyrir brjósti og svarar fyrirspurnum frá kennurum varðandi þetta verkefni. Sveitarstjórnir og alþingismenn eiga að bera hag íbúa fyrir brjósti og þeim ber að svara fyrirspurnum íbúa um framgang mála í sínu sveitarfélagi og kjördæmi. Þeir sem eru kosnir til að stjórna bera mikla ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á framgangi alls konar mála innan samfélagsins og íbúar eiga að eiga greiðan aðgang að upplýsingum sem snerta íbúa – gegnsæi sem er vinsælt orð í stjórnmálum í dag. Í kjaradeilu KÍ og sveitarfélaga/ríkisins hefur einhver snúið þessu á hvolf. Foreldrar sem eru uggandi yfir stöðu mála leita stöðugt til kennarasambandsins um hvað sé að gerast og hvort það sé rétt eða rangt. Þeir eiga að sjálfsögðu að herja á sina kjörnu fulltrúa og ráðnu bæjar/borgarstjóra um hvað sé í gangi. Það er ekki skylda KÍ að upplýsa foreldra um afstöðu hins opinbera í kjarabaráttunni. Það er skylda KÍ að upplýsa kennara um stöðu mála. Það er skylda hins opinbera að svara sínum íbúum. Íbúar landsins kusu ekki samninganefndir. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga eru millistig sem er tilkomið til að kjörnir fulltrúar geti afsalað sér ábyrgð sem er svo sannarlega þeirra. Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd ríkisins bera ekki ábyrgð á samkomulaginu frá 2016, það gera sveitarstjórnir og ríkisstjórnin. Það er hreint ótrúlegt að tæplega 400 manns sem skipa sveitar, bæjar og borgarstjórnir yfir landið skuli vera sammála um að svíkja samning sem var gerður og fela sig á bak við fólk sem var ekki kosið til að vinna að hagsmunum íbúa. Það er eins og þjálfari sem segir að afgreiðslumaðurinn í sjoppunni beri ábyrgð á tapinu. Sinnum okkar starfi. Við gerum það. Við biðjum ykkur, sveitarstjórnarmenn og ríkisstjórn að gera það líka. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun