Ronaldo grínaðist með það að hans eigin sonur sé ekki á því að hann sé sá bestu.
Sonur hans heldur meira upp á franska framherjann Kylian Mbappé en föður sinn.
Ronaldo skoraði tvisvar í síðasta leik Al Nassr og er orðinn markahæsti leikmaður sádi-arabísku deildarinnar.
Hinn ára gamli Mateo Ronaldo hefur séð þá betri ef marka má viðtal við Cristiano Ronaldo í spænska blaðinu La Sexta. ESPN segir frá.
„Mateo er virkilega hrifinn af Mbappé,“ sagði Ronaldo.
„Hann segir stundum við mig: Heyrðu pabbi, Mbappé er betri en þú,“ sagði Ronaldo og hélt áfram:
„Ég svara: Nei ég er betri en hann. Ég hef skorað fleiri mörk,“ sagði Ronaldo.
Ronaldo var átrúnaðargoð Mbappé þegar sá franski var krakki. Hann er nú farinn að spila á Bernabéu þar sem Ronaldo gerði sjálfur garðinn frægan.
Mbappé skoraði þrennu í síðasta deildarleik og er nú næstmarkahæstur í spænsku deildinni með fimmtán mörk, tveimur mörkum á eftir Robert Lewandowski.
Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir Real Madrid en Ronaldo sem skoraði 450 mörk á árunum 2009 til 2018.