Félagaskiptavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá því að leiðir muni skilja hjá Gerrard og Al-Ettifaq.
🚨🇸🇦 Steven Gerrard, set to part ways with Al Ettifaq as the Saudi chapter is almost over.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 29, 2025
The mutual agreement is set to be completed. pic.twitter.com/AClMVo96I5
Gerrard skilur við Al Ettifaq í 12. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar. Á síðasta tímabili endaði liðið í 6. sæti af átján liðum.
Hinn 44 ára Gerrard náði góðum árangri með Rangers en illa hefur gengið í síðustu tveimur störfum hans, hjá Aston Villa og Al Ettifaq.
Gerrard hefur stýrt Al Ettifaq í 59 leikjum; 23 þeirra hafa unnist, sextán endað með jafntefli og tuttugu tapast.