Gunnar mætir Kevin Holland í búrinu í London Aron Guðmundsson skrifar 29. janúar 2025 15:30 Áhugaverður bardagi í vændum milli Gunnars og Kevin Holland Vísir/Getty Gunnar Nelson mun að öllum líkindum mæta Kevin Holland í bardagabúrinu á vegum UFC á O2 leikvanginum London þann 22.mars næstkomandi. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum en Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars staðfestir viðræður kappanna á milli í samtali við Vísi. Kapparnir séu búnir að samþykkja að mætast í bardagabúrinu og er nú beðið eftir því að bæði Gunnar og Kevin Holland riti undir formlegan samning varðandi bardagann. Um stóran bardaga verður að ræða fyrir Gunnar á leikvangi sem er farinn að teljast sem hans heimavöllur í UFC. Á O2 leikvanginum hefur hann oft barist, þar líður honum vel. Kevin Holland er vel þekkt stærð í UFC bardagaheiminum og hefur barist mjög oft undanfarin ár, nú síðast þann 18.janúar síðastliðinn er hann laut í lægra haldi gegn Reinier de Ridder. Holland hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en hann ber þó að varast. Þetta er bardagamaður sem hefur unnið 26 bardaga á sínum bardagaferli, fjórtán þeirra með rothöggi og átta með uppgjafartaki. Bandaríkjamaðurinn Holland er afar litríkur karakter. Hann fagnaði með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eftir sigur á bardagakvöldi UFC í fyrra. Þá sneri hann niður byssumann á veitingastað í Houston hér um árið. Þegar kemur að bardaganum við Holland verða liðin tvö ár frá síðasta bardaga Gunnars, sem átti sér einmitt stað á O2 leikvanginum gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena. Bardagi sem Gunnar kláraði í fyrstu lotu. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu en langt hefur liðið á milli hans bardaga fyrir UFC sambandið upp á síðkastið. Alls státar Gunnar sig af afar myndarlegri tölfræði á atvinnumannaferlinu: 19 sigra og aðeins fimm töp MMA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum en Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars staðfestir viðræður kappanna á milli í samtali við Vísi. Kapparnir séu búnir að samþykkja að mætast í bardagabúrinu og er nú beðið eftir því að bæði Gunnar og Kevin Holland riti undir formlegan samning varðandi bardagann. Um stóran bardaga verður að ræða fyrir Gunnar á leikvangi sem er farinn að teljast sem hans heimavöllur í UFC. Á O2 leikvanginum hefur hann oft barist, þar líður honum vel. Kevin Holland er vel þekkt stærð í UFC bardagaheiminum og hefur barist mjög oft undanfarin ár, nú síðast þann 18.janúar síðastliðinn er hann laut í lægra haldi gegn Reinier de Ridder. Holland hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en hann ber þó að varast. Þetta er bardagamaður sem hefur unnið 26 bardaga á sínum bardagaferli, fjórtán þeirra með rothöggi og átta með uppgjafartaki. Bandaríkjamaðurinn Holland er afar litríkur karakter. Hann fagnaði með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eftir sigur á bardagakvöldi UFC í fyrra. Þá sneri hann niður byssumann á veitingastað í Houston hér um árið. Þegar kemur að bardaganum við Holland verða liðin tvö ár frá síðasta bardaga Gunnars, sem átti sér einmitt stað á O2 leikvanginum gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena. Bardagi sem Gunnar kláraði í fyrstu lotu. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu en langt hefur liðið á milli hans bardaga fyrir UFC sambandið upp á síðkastið. Alls státar Gunnar sig af afar myndarlegri tölfræði á atvinnumannaferlinu: 19 sigra og aðeins fimm töp
MMA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira