Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 30. janúar 2025 08:00 Aldrei aftur. Þessi orð tákna alþjóðlegt loforð um að berjast gegn hatri, ofbeldi og mismunun. Þau tákna að sagan má aldrei aftur endurtaka sig, sagan sem við minnumst nú þegar 80 ár eru liðin frá því sovéskir hermenn frelsuðu eftirlifendur í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz-Birkenau. Þegar ég lærði um hörmungarsögu seinni heimsstyrjaldarinnar sem táningur þá leið mér eins og sagan hefði átt sér stað í fornöld. Líkt og Íslendingasögurnar þá tilheyrði hún fortíðinni og myndi ekki endurtaka sig aftur. Þegar ég eltist áttaði ég mig auðvitað á því hvað sagan var nálæg í tíma en það er ekki fyrr en á nýliðnum árum sem það skall á mér að sagan getur vel endurtekið sig. Kannski er hún jafnvel byrjuð að endurtaka sig. Fólk vaknaði ekki upp einn daginn og þótti það eðlilegt að taka þátt í að útrýma öðru fólki kerfisbundið. Þetta byrjaði smátt og smátt með hatursáróðri til þess að efla þjóðernishyggju. Við tóku pólitískar ákvarðanir sem skertu mannréttindi ákveðins hóps og inn í þetta blandaðist hernaðaruppbygging og alþjóðlegar deilur. Smám saman leiddi þetta allt til stríðsins sem við þekkjum og ætlum aldrei að upplifa aftur. Fjölmörg hafa upplifað það að ganga í gegnum minnisvarða Peter Eisenman sem stendur í Berlín og er tileinkaður fórnarlömbum helfararinnar. Minnisvarðinn samanstendur af um 2.700 gráum steinblokkum, misháum og þær ystu falla í raun ofan í gangstéttina, standa ekki uppúr. Smám saman hækka þær á sama tíma og gengið er ofan í nokkurs konar holu eða öldudal og fjögurra metra steinblokkir allt í kring sem verða virkilega yfirþyrmandi þar til maður gengur aftur upp og blokkirnar minnka. Úr fjarlægð líta steinblokkirnar út fyrir að vera nokkuð áþekkar í stærð. Minnisvarði um fórnarlömb helfararinnar í Berlín.Aðsend Eisenman segir verkið vera hannað til að skapa óþægilegt og ruglingslegt andrúmsloft fyrir þann sem það upplifir og verkið í heild sinni táknar kerfi sem á að vera skipulagt en hefur misst tengsl við mannlega skynsemi. Aðrir hafa lesið meira úr verkinu og túlkað það þannig að þegar gengið er óaðvitandi ofan á steinblokkum sé það samlíking við það hvernig áróðri var laumað inn í samfélagið án þess fólk gerði sér grein fyrir því. Það varð samdauna og fylgdi straumi hversdagsins án þess að veita því sérstaka athygli. Smám saman var hægt að auka áróðurinn þannig að þjóðerniskenndin varð svo skökk að fólk tók þátt í því að útrýma nágrönnum sínum vegna þess að þeir iðkuðu aðra trú, lifðu annars konar lífi eða litu öðruvísi út. Dæmin eru fleiri og nær okkur í tíma. Skipulagður hatursáróður í gegnum fjölmiðla og sérstaklega útvarpsstöðvar var aðdragandi þjóðarmorðanna í Rúanda 1994 þar sem ættbálkur Túta var afmennskaður m.a. með samlíkingu við kakkalakka sem leiddi til þess að ættbálkur Húta myrti tæplega milljón manns á 100 dögum. Við þekkjum líka hryllinginn sem hefur átt sér stað í Palestínu síðustu misseri og dæmin um það hvernig ísraelsk stjórnvöld afmennska fólkið sem þar býr. Í dag hefur fjölmiðlaumhverfið breyst. Okkur berast skilaboð í gegnum ýmsa samfélagsmiðla og hlaðvörp þar sem einn einstaklingur er nánast með heiminn í vasanum. Hver sem er getur nánast sagt hvað sem er. Á meðan standa íslenskir fjölmiðlar illa að vígi. Burðugum fréttamiðlum með ritstýrðum fréttastofum á Íslandi hefur fækkað hratt, starfandi fjölmiðlafólk er nú helmingi færra en fyrir rúmum áratug og hefðbundin tekjumódel fjölmiðla hafa hrunið með innreið samfélagsmiðla í tilveru fólks. Þessi breyting er mælanleg. Ísland hefur hríðfallið niður lista Blaðamanna án landamæra á fjölmiðlafrelsi og situr nú í 18. sæti hans. Við höfum aldrei verið neðar. Á sama tíma sitja nágrannar okkar á hinum Norðurlöndunum í efstu sætunum ár eftir ár. Nú fáum við nánast daglegar fréttir um aðför að réttindum minnihlutahópa frá nýkjörnum forseta Bandaríkjanna sem er búinn að fyrirskipa öllum stofnunum ríkisins að leggja niður stefnur um inngildingu, fjölbreytileika og jafnrétti og stór fyrirtæki eins og Amazon, McDonalds, Walmart og fleiri hafa fylgt í kjölfarið. Hægri hönd forsetans nýtir svo tilefnið á innsetningarathöfn hans til þess að heilsa að nasistasið. Þetta er fólkið sem stjórnar heiminum. Sem betur fer er til fólk eins og biskupinn Mariann Budde sem var nógu hugrökk til þess að nýta prédikun sína í þágu hópa sem nú er sótt að og hvetja forsetann til þess að sýna manngæsku og mannúð. Það verður að draga lærdóm af sögunni og í því samhengi þá er nauðsynlegt að átta sig á því að helförin hófst ekki með innrás Þjóðverja í Pólland 1939 heldur mun fyrr. Við þurfum að vera á varðbergi fyrir áróðri sem er því miður allt í kringum okkur flesta daga. Eins og Peter Eisenman, höfundur minnisvarðans í Berlín sagði: „Í dag getum við aðeins skilið fortíðina í gegnum birtingarmynd hennar í nútímanum”. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Aldrei aftur. Þessi orð tákna alþjóðlegt loforð um að berjast gegn hatri, ofbeldi og mismunun. Þau tákna að sagan má aldrei aftur endurtaka sig, sagan sem við minnumst nú þegar 80 ár eru liðin frá því sovéskir hermenn frelsuðu eftirlifendur í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz-Birkenau. Þegar ég lærði um hörmungarsögu seinni heimsstyrjaldarinnar sem táningur þá leið mér eins og sagan hefði átt sér stað í fornöld. Líkt og Íslendingasögurnar þá tilheyrði hún fortíðinni og myndi ekki endurtaka sig aftur. Þegar ég eltist áttaði ég mig auðvitað á því hvað sagan var nálæg í tíma en það er ekki fyrr en á nýliðnum árum sem það skall á mér að sagan getur vel endurtekið sig. Kannski er hún jafnvel byrjuð að endurtaka sig. Fólk vaknaði ekki upp einn daginn og þótti það eðlilegt að taka þátt í að útrýma öðru fólki kerfisbundið. Þetta byrjaði smátt og smátt með hatursáróðri til þess að efla þjóðernishyggju. Við tóku pólitískar ákvarðanir sem skertu mannréttindi ákveðins hóps og inn í þetta blandaðist hernaðaruppbygging og alþjóðlegar deilur. Smám saman leiddi þetta allt til stríðsins sem við þekkjum og ætlum aldrei að upplifa aftur. Fjölmörg hafa upplifað það að ganga í gegnum minnisvarða Peter Eisenman sem stendur í Berlín og er tileinkaður fórnarlömbum helfararinnar. Minnisvarðinn samanstendur af um 2.700 gráum steinblokkum, misháum og þær ystu falla í raun ofan í gangstéttina, standa ekki uppúr. Smám saman hækka þær á sama tíma og gengið er ofan í nokkurs konar holu eða öldudal og fjögurra metra steinblokkir allt í kring sem verða virkilega yfirþyrmandi þar til maður gengur aftur upp og blokkirnar minnka. Úr fjarlægð líta steinblokkirnar út fyrir að vera nokkuð áþekkar í stærð. Minnisvarði um fórnarlömb helfararinnar í Berlín.Aðsend Eisenman segir verkið vera hannað til að skapa óþægilegt og ruglingslegt andrúmsloft fyrir þann sem það upplifir og verkið í heild sinni táknar kerfi sem á að vera skipulagt en hefur misst tengsl við mannlega skynsemi. Aðrir hafa lesið meira úr verkinu og túlkað það þannig að þegar gengið er óaðvitandi ofan á steinblokkum sé það samlíking við það hvernig áróðri var laumað inn í samfélagið án þess fólk gerði sér grein fyrir því. Það varð samdauna og fylgdi straumi hversdagsins án þess að veita því sérstaka athygli. Smám saman var hægt að auka áróðurinn þannig að þjóðerniskenndin varð svo skökk að fólk tók þátt í því að útrýma nágrönnum sínum vegna þess að þeir iðkuðu aðra trú, lifðu annars konar lífi eða litu öðruvísi út. Dæmin eru fleiri og nær okkur í tíma. Skipulagður hatursáróður í gegnum fjölmiðla og sérstaklega útvarpsstöðvar var aðdragandi þjóðarmorðanna í Rúanda 1994 þar sem ættbálkur Túta var afmennskaður m.a. með samlíkingu við kakkalakka sem leiddi til þess að ættbálkur Húta myrti tæplega milljón manns á 100 dögum. Við þekkjum líka hryllinginn sem hefur átt sér stað í Palestínu síðustu misseri og dæmin um það hvernig ísraelsk stjórnvöld afmennska fólkið sem þar býr. Í dag hefur fjölmiðlaumhverfið breyst. Okkur berast skilaboð í gegnum ýmsa samfélagsmiðla og hlaðvörp þar sem einn einstaklingur er nánast með heiminn í vasanum. Hver sem er getur nánast sagt hvað sem er. Á meðan standa íslenskir fjölmiðlar illa að vígi. Burðugum fréttamiðlum með ritstýrðum fréttastofum á Íslandi hefur fækkað hratt, starfandi fjölmiðlafólk er nú helmingi færra en fyrir rúmum áratug og hefðbundin tekjumódel fjölmiðla hafa hrunið með innreið samfélagsmiðla í tilveru fólks. Þessi breyting er mælanleg. Ísland hefur hríðfallið niður lista Blaðamanna án landamæra á fjölmiðlafrelsi og situr nú í 18. sæti hans. Við höfum aldrei verið neðar. Á sama tíma sitja nágrannar okkar á hinum Norðurlöndunum í efstu sætunum ár eftir ár. Nú fáum við nánast daglegar fréttir um aðför að réttindum minnihlutahópa frá nýkjörnum forseta Bandaríkjanna sem er búinn að fyrirskipa öllum stofnunum ríkisins að leggja niður stefnur um inngildingu, fjölbreytileika og jafnrétti og stór fyrirtæki eins og Amazon, McDonalds, Walmart og fleiri hafa fylgt í kjölfarið. Hægri hönd forsetans nýtir svo tilefnið á innsetningarathöfn hans til þess að heilsa að nasistasið. Þetta er fólkið sem stjórnar heiminum. Sem betur fer er til fólk eins og biskupinn Mariann Budde sem var nógu hugrökk til þess að nýta prédikun sína í þágu hópa sem nú er sótt að og hvetja forsetann til þess að sýna manngæsku og mannúð. Það verður að draga lærdóm af sögunni og í því samhengi þá er nauðsynlegt að átta sig á því að helförin hófst ekki með innrás Þjóðverja í Pólland 1939 heldur mun fyrr. Við þurfum að vera á varðbergi fyrir áróðri sem er því miður allt í kringum okkur flesta daga. Eins og Peter Eisenman, höfundur minnisvarðans í Berlín sagði: „Í dag getum við aðeins skilið fortíðina í gegnum birtingarmynd hennar í nútímanum”. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun