Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 28. janúar 2025 11:01 Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn. Oftast er það raunin, þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórna hugsa stundum meira um svæðisbundin atriði sem þá reka menn til framboðs og beina þeir þá sjónum sínum meira á þau atriði en þau sem eru sameiginleg með öðrum sveitarfélögum. Það er þó engin afsökun fyrir því að taka við embættum og ábyrgðarstöðum að vita ekki hvað fyrri stjórn hefur lofað og byrjað að vinna að. Það er nefnilega þannig að tæplega 400 sveitarstjórnarmenn á Íslandi, dreifðir um allt land, í hverju sveitarfélagi, tóku við samningi sem ríki, sveitarfélög og opinber stéttarfélög gerðu 2016. Þeir sem núna eru við stjórn og í stjórnarandstöðu um allt land vita (eða eiga að vita) um þetta samkomulag. Samkomulag sem hófst með því að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en einhverra hluta vegna var ákveðið að bíða með að bæta þeim lífeyrisskerðinguna með hærri launum þar til síðar, miklu síðar og helst aldrei. Sveitarstjórnarmenn taka við búi fyrri sveitarstjórna, hvort sem þeim líkar það eða ekki, og verða að standa við þau áform. Það þýðir t.d. ekkert að hætta að byggja grunnskóla sem þegar er búið að gera grunnina að eða stoppa veglagningu eða uppbyggingu íbúðarhverfis þegar fyrir liggur að þarna eigi að vera vegur eða næsta hverfi byggðar. Það er nákvæmlega það sama sem gildir um samninga um laun, þegar búið er að semja, byrjað að vinna samkvæmt samningi þá þýðir ekkert að stíga út úr hringnum og segja að þetta hafi aldrei verið á áætlun. Að leggja það í hendur vegaverkamanna, eða byggingarfulltrúa að segja að hverfið rísi annars staðar eða að brúin sem byrjað er að byggja eigi að vera á öðrum stað er ekki góð lexía og er því aldrei gerð, það er aldrei „fokkað“ í hverfum eða mannvirkjum sem eru komin af stað, og því engin ástæða fyrir byggingarfulltrúa eða undirverktaka að koma fram í fréttum. Varðandi laun kennara þá er allt önnur stefna. Það er búið að semja um lífeyrismál og þau mál keyrð í gegn „no matter what“ en þegar seinni hluti samningins er kominn á dagskrá þá er sendur óbreyttur skrifstofumaður, með einhvern titil sem á að semja við kennara.. Semja um hvað??? Það er löngu búið að semja, það á bara eftir að standa við samninginn.Þessir tæplega 400 sveitarstjórnarmenn sem almenningur í landinu kaus til að standa vörð um hagsæld, menningu og menntun í hverju sveitarfélagi lætur sig nú hverfa bak við einhverja persónu sem var alls ekki kosin til að bera hag sveitarfélaga fyrir brjósti. Þessi persóna fer um velli fjölmiðla með vægast sagt misstöndugan sannleika um hvað málið snýst. Lætur líta út fyrir að kennarar vilja ekki semja við sveitarfélögin.. Það er svo rangt. Við erum löngu síðan búin að semja við sveitarfélögin. Ég gæti meira að segja trúað því að samningurinn hafi verið samþykktur áður en hún hóf störf hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Það er svo langt síðan. Spurning um að kynna sér söguna. Við, kennarar, viljum ekkert margar milljónir, eða afturvirka samninga til 2016. Við viljum bara að starfið okkar sé metið að verðleikum og greitt fyrir það þannig. Við viljum ekkert forstjóralaun, þó svo að við séum í mörgum tilfellum að handleika meiri verðmæti en þeir á hverjum degi. Við stefnum ekkert á að verða milljónamæringar, en við viljum gjarnan sleppa því að vinna tvö eða þrjú störf til að vera sæmilegar fyrirvinnur. Við viljum ekki vinna hálft árið og vera í fríi hálft árið. Við viljum bara halda áfram að vinna okkar vinnu sem er sambærileg við öll önnur störf á Íslandi, með 30 daga sumarfrí og frí um helgar. Við viljum bara fá sömu laun og sérfræðingar í öðru en kennslu fá. Það er ekkert rosalega flókið. Við hvetjum því þessa tæplega 400 sveitarstjórnarmenn til að standa upp, standa með okkur, segja samninganefndinni að það eigi að semja. Það vill enginn verkföll, þó þau séu í öðru sveitarfélagi. Við viljum fá stuðning því við erum verðmæti sem þarf að hugsa um og fara vel með, rétt eins og aðra starfsmenn. Við treystum á sveitarstjórnir og heimili og skóla og alla foreldra til að setja pressu á sveitarfélög til að koma í veg fyrir verkföll. Verkföll eru lokaúrræði sem ætti aldrei að þurfa að nýta. Koma svo.. semjið. Bibbi, kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn. Oftast er það raunin, þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórna hugsa stundum meira um svæðisbundin atriði sem þá reka menn til framboðs og beina þeir þá sjónum sínum meira á þau atriði en þau sem eru sameiginleg með öðrum sveitarfélögum. Það er þó engin afsökun fyrir því að taka við embættum og ábyrgðarstöðum að vita ekki hvað fyrri stjórn hefur lofað og byrjað að vinna að. Það er nefnilega þannig að tæplega 400 sveitarstjórnarmenn á Íslandi, dreifðir um allt land, í hverju sveitarfélagi, tóku við samningi sem ríki, sveitarfélög og opinber stéttarfélög gerðu 2016. Þeir sem núna eru við stjórn og í stjórnarandstöðu um allt land vita (eða eiga að vita) um þetta samkomulag. Samkomulag sem hófst með því að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en einhverra hluta vegna var ákveðið að bíða með að bæta þeim lífeyrisskerðinguna með hærri launum þar til síðar, miklu síðar og helst aldrei. Sveitarstjórnarmenn taka við búi fyrri sveitarstjórna, hvort sem þeim líkar það eða ekki, og verða að standa við þau áform. Það þýðir t.d. ekkert að hætta að byggja grunnskóla sem þegar er búið að gera grunnina að eða stoppa veglagningu eða uppbyggingu íbúðarhverfis þegar fyrir liggur að þarna eigi að vera vegur eða næsta hverfi byggðar. Það er nákvæmlega það sama sem gildir um samninga um laun, þegar búið er að semja, byrjað að vinna samkvæmt samningi þá þýðir ekkert að stíga út úr hringnum og segja að þetta hafi aldrei verið á áætlun. Að leggja það í hendur vegaverkamanna, eða byggingarfulltrúa að segja að hverfið rísi annars staðar eða að brúin sem byrjað er að byggja eigi að vera á öðrum stað er ekki góð lexía og er því aldrei gerð, það er aldrei „fokkað“ í hverfum eða mannvirkjum sem eru komin af stað, og því engin ástæða fyrir byggingarfulltrúa eða undirverktaka að koma fram í fréttum. Varðandi laun kennara þá er allt önnur stefna. Það er búið að semja um lífeyrismál og þau mál keyrð í gegn „no matter what“ en þegar seinni hluti samningins er kominn á dagskrá þá er sendur óbreyttur skrifstofumaður, með einhvern titil sem á að semja við kennara.. Semja um hvað??? Það er löngu búið að semja, það á bara eftir að standa við samninginn.Þessir tæplega 400 sveitarstjórnarmenn sem almenningur í landinu kaus til að standa vörð um hagsæld, menningu og menntun í hverju sveitarfélagi lætur sig nú hverfa bak við einhverja persónu sem var alls ekki kosin til að bera hag sveitarfélaga fyrir brjósti. Þessi persóna fer um velli fjölmiðla með vægast sagt misstöndugan sannleika um hvað málið snýst. Lætur líta út fyrir að kennarar vilja ekki semja við sveitarfélögin.. Það er svo rangt. Við erum löngu síðan búin að semja við sveitarfélögin. Ég gæti meira að segja trúað því að samningurinn hafi verið samþykktur áður en hún hóf störf hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Það er svo langt síðan. Spurning um að kynna sér söguna. Við, kennarar, viljum ekkert margar milljónir, eða afturvirka samninga til 2016. Við viljum bara að starfið okkar sé metið að verðleikum og greitt fyrir það þannig. Við viljum ekkert forstjóralaun, þó svo að við séum í mörgum tilfellum að handleika meiri verðmæti en þeir á hverjum degi. Við stefnum ekkert á að verða milljónamæringar, en við viljum gjarnan sleppa því að vinna tvö eða þrjú störf til að vera sæmilegar fyrirvinnur. Við viljum ekki vinna hálft árið og vera í fríi hálft árið. Við viljum bara halda áfram að vinna okkar vinnu sem er sambærileg við öll önnur störf á Íslandi, með 30 daga sumarfrí og frí um helgar. Við viljum bara fá sömu laun og sérfræðingar í öðru en kennslu fá. Það er ekkert rosalega flókið. Við hvetjum því þessa tæplega 400 sveitarstjórnarmenn til að standa upp, standa með okkur, segja samninganefndinni að það eigi að semja. Það vill enginn verkföll, þó þau séu í öðru sveitarfélagi. Við viljum fá stuðning því við erum verðmæti sem þarf að hugsa um og fara vel með, rétt eins og aðra starfsmenn. Við treystum á sveitarstjórnir og heimili og skóla og alla foreldra til að setja pressu á sveitarfélög til að koma í veg fyrir verkföll. Verkföll eru lokaúrræði sem ætti aldrei að þurfa að nýta. Koma svo.. semjið. Bibbi, kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun