Atvinnulíf

For­stjórinn sem saumar þjóð­búninginn öll mánu­dags­kvöld

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspóst, situr og saumar þjóðbúninginn með systrum sínum öll mánudagskvöld, undir handleiðslu móður þeirra, Þuríði Erlu Kolbeins og frænku, Hrefnu Kristbergsdóttur kjólameistara. Systurnar fv: Guðríður (Gurrý), Þórhildur og Þórey Inga Helgudætur, Þuríður (í hvítu) og Hrefna.
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspóst, situr og saumar þjóðbúninginn með systrum sínum öll mánudagskvöld, undir handleiðslu móður þeirra, Þuríði Erlu Kolbeins og frænku, Hrefnu Kristbergsdóttur kjólameistara. Systurnar fv: Guðríður (Gurrý), Þórhildur og Þórey Inga Helgudætur, Þuríður (í hvítu) og Hrefna. Vísir/RAX

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, byrjar daginn á því að fá sér kaffi með sínum besta manni. Öll mánudagskvöld situr hún með systrum sínum og saumar íslenska þjóðbúninginn undir handleiðslu móður sinnar og frænku.

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

„Vakna yfirleitt rétt um sjö nema á fimmtudögum.“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

„Ég fæ mér kaffi með mínum besta manni, við spjöllum förum yfir skipulag dagsins, rennum yfir fréttirnar áður en ungu mennirnir okkar eru komnir á ról.“

Hvaða lag frá unglingsárunum kemur þér alltaf í dans- eða sönggírinn?

Rose Garden með Lynn Anderson, það var alltaf spilað með stelpunum og tekin ákveðinn dans og mikið hlegið. 

Þegar ég heyri þetta lag þá streyma minningarnar um dans og gleði okkar vinkvennanna og ekki laust við að maður brosi út um annað.“

Þórhildur segir fínt að skipuleggja sig með sama hætti og best er að borða snúð: Byrja á skorpunni (því erfiðasta) og enda á miðjunni sem er best. Að vinna í þjóðbúningunum á mánudagskvöldum segir hún frábæra leið til að skapa góðar minningar með móður sinni og systrum. Vísir/RAX

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

Fyrir utan vinnutengd verkefni þá er ég í áhugaverðu verkefni með móður minni og systrum. 

Við sitjum öll mánudagskvöld og saumum íslenska þjóðbúninginn undir handleiðslu mömmu og frænku okkar. 

Mamma hefur áður saumað nokkra búninga og á sjálf búning. 

Frábær leið til þess að eiga góðar stundir með mömmu og systrum skipulega einu sinni í viku og skapa um leið góðar minningar.“

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?

„Byrja morgnana á að gera það sem mér finnst erfiðast og klára það fljótt þá er bara það skemmtilega eftir. Þetta er í raun bara eins og að borða snúð, byrja á skorpunni og enda á miðjunni sem er best.“

Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?

„Ég er yfirleitt farin að sofa klukkan 22.00, næ sjaldnast fréttunum. Finnst það best.“


Tengdar fréttir

„Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“

Bjarni Gaukur Sigurðsson framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Blikk er greinilega ólíkindartól sem fer sínar eigin leiðir. Því Bjarni segir að ef hann væri ofurhetja í teiknimynd, væri hann án efa Svarta kvikindið. Bjarni segir það ákveðna áskorun að fylgja ekki eftir óskrifuðum reglum samfélagsins.

„Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“

Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku.

„Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“

Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann.

Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti

Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×