Lífið

Bönnuð innan 12 af á­stæðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þröstur Leó og Sveppi fara með hlutverk í myndinni.
Þröstur Leó og Sveppi fara með hlutverk í myndinni.

Guðaveigar er komin í Bíó en myndin ku vera klúr, skemmtileg og öðruvísi. Sverrir Þór Sverrisson og Þröstur Leó Gunnarsson koma við sögu í kvikmyndinni en ásamt þeir fara þeir Hilmir Snæ, Halldór Gylfason, Sigurður Sigurjónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vivian Ólafsdóttir með hlutverk í myndinni.

En leikstjórar myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem komu einnig að myndunum um veiðiferðirnar.

Myndin fjallar um fjóra presta frá Íslandi sem halda til Rioja á Spáni til að finna nýtt messuvín í kirkjur landsins.

„Þetta var svolítið eins og að vera í útskriftarferð með Versló og taka upp bíómynd í leiðinni,“ segir Sveppi í Íslandi í dag um tökuferlið ytra.

„Þegar framleiðendurnir sögðu við mig um hvað myndin fjallar þá sagði ég bara strax já. Að fara til Rioja í mánuð að smakka messuvín fyrir einhverja íslenska bíómynd með Þresti Leó, Hilmi Snæ og Dóra Gylfa. Það er skrýtið að maður hafi komið einhverju í verk.“

„Þeim langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi en veiðiferðirnar og það var eitthvað plan að gera þriðju myndina og svo í millitíðinni skrifuðu þeir þetta handrit og skellt í þessa ferð,“ segir Þröstur Leó en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.