Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar 10. janúar 2025 07:32 Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið. Þessi staða er grafalvarleg, en því miður afar fyrirsjáanleg ef saga kjarabaráttu kennara er skoðuð. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en að síðustu aldamótum sést að verkfallsvopnið hefur verið það eina sem dugað hefur kennurum til að sækja leiðréttingar á kjörum sínum. Markmið okkar kennara og stjórnenda í yfirstandandi viðræðum við viðsemjendur, bæði ríki og sveitarfélög, er að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda milli fólks á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Í sjöundu grein samkomulagsins segir að aðilar skuli vinna að því að jafna launamun milli þessara hópa til að vinna á móti þeirri skerðingu á lífeyrisréttindum sem fyrrnefndi hópurinn þurfti að sæta. Nú, þegar tæp níu ár eru liðin frá undirritun samkomulagsins, er staðan sú að þetta hefur ekki verið uppfyllt nema að litlu leyti. Því hafa kennarar þurft að grípa til þess ráðs að taka málið upp við kjarasamningsborðið, eins og þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu. Hvers vegna gengur ekki betur en raun ber vitni að ganga frá málinu? Svarið við þeirri spurningu er í raun einfalt: Það hefur skort vilja af hálfu hins opinbera til að skilgreina þau viðmið sem þarf til að slík leiðrétting geti orðið, til dæmis við hvaða hóp á almennum markaði skuli miðað, hvaða launahugtak skuli stuðst við og hvaða aðferðafræði skuli beitt við jöfnunina. Kennarar hafa sett fram þó nokkrar tillögur að leiðum sem samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa viðstöðulítið hafnað með mis góðum rökum og lýst því yfir að verkefnið sé óvinnandi; flækjustigið sé svo hátt að sá sem fyndi lausnina hlyti fyrir vikið án efa Nóbelsverðlaun í hagfræði. Þetta þykir okkur, kennurum og stjórnendum í skólum landsins, óboðlegur málflutningur. Til þess að dæmið gangi upp þarf einfaldlega að vera til staðar vilji til að leysa málið í stað þess að drepa því á dreif með sífelldri vísun í meintan ómöguleika verkefnisins. Jafnvel má ganga svo langt að segja að vilji sé allt sem þurfi til að koma skipinu í höfn og landa kjarasamningum fyrir kennarastéttina. Það algera viljaleysi hins opinbera sem einkennt hefur samningaviðræðurnar hingað til er ástæða þess að nú stefnir í verkföll kennara. Það er þó ljós í myrkrinu, skíma sem dugað gæti til þess að koma í veg fyrir þann óhjákvæmilega skaða sem verkföll í skólum víða um land valda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum, ríkisstjórn flokka sem allir lýstu því yfir í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að standa yrði við samkomulagið frá 2016 um jöfnun kjara kennara hvað sem það kostaði. Sjálfur sat ég fund þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, sagði berum orðum að næsta ríkisstjórn yrði að ljúka þessu máli og koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll kennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins og nú Mennta- og barnamálaráðherra, tók í sama streng á fundi í verkfallsmiðstöð kennara Fjölbrautaskólans á Selfossi. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagði í sjónvarpskappræðum daginn fyrir kosningar: „Við styðjum kennara í sínum aðgerðum“. Það er því ljóst að það er vilji ríkisstjórnarinnar að gengið verði frá samningi við kennara og stjórnendur í skólum landsins sem innifelur löngu tímabæra leiðréttingu á launum stéttarinnar og að það verði gert áður en til verkfalla kemur. Með því að beita sér fyrir því gæti ný ríkisstjórn hæglega sýnt að hún sé tilbúin til að standa við þau stóru orð sem látin voru falla í kosningabaráttunni. Það sem meira er um vert er þó það tækifæri sem ríkisstjórnin hefur til að sýna að hún vilji standa með framtíðinni með því að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og á sæti í viðræðunefnd KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið. Þessi staða er grafalvarleg, en því miður afar fyrirsjáanleg ef saga kjarabaráttu kennara er skoðuð. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en að síðustu aldamótum sést að verkfallsvopnið hefur verið það eina sem dugað hefur kennurum til að sækja leiðréttingar á kjörum sínum. Markmið okkar kennara og stjórnenda í yfirstandandi viðræðum við viðsemjendur, bæði ríki og sveitarfélög, er að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda milli fólks á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Í sjöundu grein samkomulagsins segir að aðilar skuli vinna að því að jafna launamun milli þessara hópa til að vinna á móti þeirri skerðingu á lífeyrisréttindum sem fyrrnefndi hópurinn þurfti að sæta. Nú, þegar tæp níu ár eru liðin frá undirritun samkomulagsins, er staðan sú að þetta hefur ekki verið uppfyllt nema að litlu leyti. Því hafa kennarar þurft að grípa til þess ráðs að taka málið upp við kjarasamningsborðið, eins og þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu. Hvers vegna gengur ekki betur en raun ber vitni að ganga frá málinu? Svarið við þeirri spurningu er í raun einfalt: Það hefur skort vilja af hálfu hins opinbera til að skilgreina þau viðmið sem þarf til að slík leiðrétting geti orðið, til dæmis við hvaða hóp á almennum markaði skuli miðað, hvaða launahugtak skuli stuðst við og hvaða aðferðafræði skuli beitt við jöfnunina. Kennarar hafa sett fram þó nokkrar tillögur að leiðum sem samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa viðstöðulítið hafnað með mis góðum rökum og lýst því yfir að verkefnið sé óvinnandi; flækjustigið sé svo hátt að sá sem fyndi lausnina hlyti fyrir vikið án efa Nóbelsverðlaun í hagfræði. Þetta þykir okkur, kennurum og stjórnendum í skólum landsins, óboðlegur málflutningur. Til þess að dæmið gangi upp þarf einfaldlega að vera til staðar vilji til að leysa málið í stað þess að drepa því á dreif með sífelldri vísun í meintan ómöguleika verkefnisins. Jafnvel má ganga svo langt að segja að vilji sé allt sem þurfi til að koma skipinu í höfn og landa kjarasamningum fyrir kennarastéttina. Það algera viljaleysi hins opinbera sem einkennt hefur samningaviðræðurnar hingað til er ástæða þess að nú stefnir í verkföll kennara. Það er þó ljós í myrkrinu, skíma sem dugað gæti til þess að koma í veg fyrir þann óhjákvæmilega skaða sem verkföll í skólum víða um land valda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum, ríkisstjórn flokka sem allir lýstu því yfir í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að standa yrði við samkomulagið frá 2016 um jöfnun kjara kennara hvað sem það kostaði. Sjálfur sat ég fund þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, sagði berum orðum að næsta ríkisstjórn yrði að ljúka þessu máli og koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll kennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins og nú Mennta- og barnamálaráðherra, tók í sama streng á fundi í verkfallsmiðstöð kennara Fjölbrautaskólans á Selfossi. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagði í sjónvarpskappræðum daginn fyrir kosningar: „Við styðjum kennara í sínum aðgerðum“. Það er því ljóst að það er vilji ríkisstjórnarinnar að gengið verði frá samningi við kennara og stjórnendur í skólum landsins sem innifelur löngu tímabæra leiðréttingu á launum stéttarinnar og að það verði gert áður en til verkfalla kemur. Með því að beita sér fyrir því gæti ný ríkisstjórn hæglega sýnt að hún sé tilbúin til að standa við þau stóru orð sem látin voru falla í kosningabaráttunni. Það sem meira er um vert er þó það tækifæri sem ríkisstjórnin hefur til að sýna að hún vilji standa með framtíðinni með því að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og á sæti í viðræðunefnd KÍ.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun