Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2025 16:50 Sean Dyche á hliðarlínunni í síðasta leik sínum sem knattspyrnustjóri Everton, í tapleik á móti Bournemouth um síðustu helgi. Getty/Robin Jones Enskir miðlar segja að Everton hafi rekið knattspyrnustjórann Sean Dyche. Þetta kemur fram hjá BBC, Sky Sports og The Athletic. Brottreksturinn kemur í kjölfarið á því að nýir eigendur í bandaríska fjárfestingafélaginu Friedkin Group eignuðust enska úrvalsdeildarfélagið fyrir stuttu. Dyche kom á Goodison Park í janúar 2023 og bjargaði liðinu frá falli. Honum tókst það líka í fyrra þrátt fyrir að átta stig hafi verið tekin af félaginu vegna brota á rekstrarreglum. Everton situr nú rétt fyrir ofan fallsæti með sautján stig úr nítján leikjum. Liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki en gert átta jafntefli. Everton hefur spilað í efstu deild frá árinu 1954. Everton náði stigum af stórliðum Arsenal (0-0), Chelsea (0-0) og Manchester City (1-1) en tapaði fyrir bæði Nottingham Forest og Bournemouth á sama tímabili. Dyche er 53 ára gamall og var áður knattspyrnustjóri Burnley frá 2012 til 2022. Athygli vekur að fréttirnar um brottrekstur Dyche fóru í loftið aðeins nokkrum klukkutímum fyrir bikarleik liðsins á Peterborough United sem fram fer í kvöld. Leighton Baines, þjálfari átján ára liðsins og fyrirliðinn Seamus Coleman munu stýra Everton liðinu í kvöld. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira
Brottreksturinn kemur í kjölfarið á því að nýir eigendur í bandaríska fjárfestingafélaginu Friedkin Group eignuðust enska úrvalsdeildarfélagið fyrir stuttu. Dyche kom á Goodison Park í janúar 2023 og bjargaði liðinu frá falli. Honum tókst það líka í fyrra þrátt fyrir að átta stig hafi verið tekin af félaginu vegna brota á rekstrarreglum. Everton situr nú rétt fyrir ofan fallsæti með sautján stig úr nítján leikjum. Liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki en gert átta jafntefli. Everton hefur spilað í efstu deild frá árinu 1954. Everton náði stigum af stórliðum Arsenal (0-0), Chelsea (0-0) og Manchester City (1-1) en tapaði fyrir bæði Nottingham Forest og Bournemouth á sama tímabili. Dyche er 53 ára gamall og var áður knattspyrnustjóri Burnley frá 2012 til 2022. Athygli vekur að fréttirnar um brottrekstur Dyche fóru í loftið aðeins nokkrum klukkutímum fyrir bikarleik liðsins á Peterborough United sem fram fer í kvöld. Leighton Baines, þjálfari átján ára liðsins og fyrirliðinn Seamus Coleman munu stýra Everton liðinu í kvöld. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira