Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2025 15:32 Á myndunum eru Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari til vinstri en hann er stofnandi hátíðarinnar og Pan Thorarensen tónlistarmaður og stofnandi Extreme Chill til hægri. Aðsendar Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina. Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín í tíu ár. Stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari, spilaði í mörg ár með Mezzoforte. „Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna og bóka íslenskan jazz í Þýskalandi til margra ára,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar á Íslandi. „Við höfum gert þetta tvisvar áður á Íslandi, 2015 og 2016,“ segir Pan. Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason og margir fleiri. Loks tækifæri til að halda aftur á Íslandi Nær áratugur er síðan hátíðin var haldin hér síðast. Pan segir Covid til dæmis hafa haft áhrif en í millitíðinni hafi hann og aðrir þó verið að aðstoða skipuleggjendur hátíðarinnar við að finna íslenska listamenn sem hafi spilað á aðalhátíðinni í Berlín. „En okkur langaði alltaf að keyra þetta aftur í gang á Íslandi. Við fengum styrki frá Berlín núna sem gerðu okkur loksins kleift að keyra á þetta aftur,“ segir Pan. Tónleikarnir fara fram í Iðnó.Vísir/Vilhelm Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Þó svo að nafn hátíðarinnar vísi til jazz þá vísi X-ið í nafninu til fleiri tónlistarstefna. Það sé því ýmis konar raftónlist og jafnvel rokk. „Þetta er svona bland og alveg frá jazz og til experimental tónlistar og hip hops og afró. Þetta er bara bland í poka.“ Sitjandi tónleikar Hann segir tónleikana alla sitjandi og fara fram frá um klukkan 20 til 1 um nóttina. „Það verður svona kaffihúsastemning og kósý væb. Það er hægt að kaupa dagspassa og helgarpassa fyrir fram og við hurð,“ segir Pan en miðasala fer fram hér. Pan sjálfur kemur fram á hátíðinni með Þorkeli Atlasyni gítarleikara. „Við verðum með spuna í byrjun kvölds á staðnum. Eitthvað sem við ætlum að henda í gang á staðnum. Mér finnst gaman að vera í svona spuna og sjá hvað gerist. Skapa einhvern hljóðheim. Steinunn eldflaug og við líka, munum tileinka Árna Grétari flutninginn. Þetta verður falleg stund,“ segir Pan. Árni Grétar Jóhannesson tónlistarmaður var náinn vinur Pans. Hann lést á gamlársdag. Tónleikar á Íslandi Tónlist Þýskaland Reykjavík Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín í tíu ár. Stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari, spilaði í mörg ár með Mezzoforte. „Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna og bóka íslenskan jazz í Þýskalandi til margra ára,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar á Íslandi. „Við höfum gert þetta tvisvar áður á Íslandi, 2015 og 2016,“ segir Pan. Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason og margir fleiri. Loks tækifæri til að halda aftur á Íslandi Nær áratugur er síðan hátíðin var haldin hér síðast. Pan segir Covid til dæmis hafa haft áhrif en í millitíðinni hafi hann og aðrir þó verið að aðstoða skipuleggjendur hátíðarinnar við að finna íslenska listamenn sem hafi spilað á aðalhátíðinni í Berlín. „En okkur langaði alltaf að keyra þetta aftur í gang á Íslandi. Við fengum styrki frá Berlín núna sem gerðu okkur loksins kleift að keyra á þetta aftur,“ segir Pan. Tónleikarnir fara fram í Iðnó.Vísir/Vilhelm Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Þó svo að nafn hátíðarinnar vísi til jazz þá vísi X-ið í nafninu til fleiri tónlistarstefna. Það sé því ýmis konar raftónlist og jafnvel rokk. „Þetta er svona bland og alveg frá jazz og til experimental tónlistar og hip hops og afró. Þetta er bara bland í poka.“ Sitjandi tónleikar Hann segir tónleikana alla sitjandi og fara fram frá um klukkan 20 til 1 um nóttina. „Það verður svona kaffihúsastemning og kósý væb. Það er hægt að kaupa dagspassa og helgarpassa fyrir fram og við hurð,“ segir Pan en miðasala fer fram hér. Pan sjálfur kemur fram á hátíðinni með Þorkeli Atlasyni gítarleikara. „Við verðum með spuna í byrjun kvölds á staðnum. Eitthvað sem við ætlum að henda í gang á staðnum. Mér finnst gaman að vera í svona spuna og sjá hvað gerist. Skapa einhvern hljóðheim. Steinunn eldflaug og við líka, munum tileinka Árna Grétari flutninginn. Þetta verður falleg stund,“ segir Pan. Árni Grétar Jóhannesson tónlistarmaður var náinn vinur Pans. Hann lést á gamlársdag.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Þýskaland Reykjavík Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira