Lífið

Draumurinn lang­þráði kostaði hana hjóna­bandið

Eiður Þór Árnason skrifar
Tónlistarmaðurinn Romeo Santos og Miriam Cruz á sviðinu í Dómeníska lýðveldinu.
Tónlistarmaðurinn Romeo Santos og Miriam Cruz á sviðinu í Dómeníska lýðveldinu. Getty/X

Kona sem kyssti tónlistarmanninn ​​Romeo Santos á tónleikum með bandarísku hljómsveitinni Aventura í Dómeníska lýðveldinu segir að atvikið hafi bundið enda á hjónaband sitt.

Þrátt fyrir það sé hún „ánægð með að hafa gert langþráðan draum að veruleika“ enda ímyndað sér þetta augnablik í fleiri ár.

Myndbönd af atvikinu sýna hvernig aðdáandinn Miriam Cruz stökk upp á tónleikasviðið og heilsaði öllum meðlimum hljómsveitarinnar áður en hún kyssti söngvarann Romeo Santos og uppskar lófaklapp áhorfenda. Sat hún svo áfram með sveitinni uppi á sviði á meðan hún tók með þeim lagið.

Í kjölfarið skrifaði Cruz á samfélagsmiðla: „Ég verð að viðurkenna að þetta afrek kostaði mig mjög mikið: Endalok tíu ára hjónabandsins míns.“ Færslunni var síðar eytt en tónlistarmiðillinn Consequence greinir frá.

Lengi dáðst að Santos

Cruz lýsti því að hún hafi gleymt sér í augnablikinu án þess að íhuga hvaða áhrif þetta kunni að hafa á fjölskyldu sína. Hún upplifi nú djúpa sorg en virði ákvörðun fyrrverandi eiginmanns síns.

Hún fór einnig fögrum orðum um tónlistarmanninn Santos. „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að dást að listamanninum heldur líka um að meta þá frábæru manneskju sem hann er. Ég hef fylgst með honum og dáðst að honum lengi.“

Myndskeið af atvikinu fóru í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.