Aukið flóð við Hvítá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2025 11:59 Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti þessa mynd af aðstæðum við Hvítá í gær. Vatnsmagnið sem flæðir er nú meira að sögn lögreglu. mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur suðurlands Flóð vegna klakastíflu í Hvíta við Brúnastaði hefur aukist talsvert síðan í gær að sögn lögreglu og ómögulegt er að segja til um þróunina. Veðurstofa, almannavarnir og lögregla fylgjast grannt með málinu. Í gær varaði Veðurstofan við því að vatn væri tekið að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði vegna klakastíflu sem verið hefur að myndast undanfarna daga. Lögreglan á Suðurlandi fór nú á tólfta tímanum á staðinn til þess að kanna aðstæður. „Við settum dróna á loft til að skoða þetta og bera saman við stöðuna í gærkvöldi,“ sagði Þorsteinn Matthías Kristinsson, aðalvarðstjóri, þegar fréttastofa náði af honum tali við árbakkann. Flóðið er nú talsvert meira en í gær. „Það er talsvert meira vatnsmagn sem fer fram hjá stíflunni við svokallaða flóðgátt við Hvítá, sem rennur svo yfir í Flóaáveitu, eða rennur fram hjá þessari stíflu og aðeins út á tún, og aftur út í Flóáveituna,“ sagði Þorsteinn beðinn um að lýsa aðstæðum. Vatnsborð hækkaði snögglega í gær.mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands benti á að vatnsborð hafi hækkaði um einn og hálfan metra á um tuttugu mínútum í gær og því ljóst að vatnið hafi tekið að flæða nokkuð snögglega. Fólk er beðið um að sýna aðgát á svæðinu en Veðurstofan, almannavarnir og lögregla fylgjast náið með þróuninni. „Þetta hefur í gegnum tíðina eitthvað flætt um hérna en ég þori ekki að spá til um það hvernig þetta þróast. Ef vatnið fer að flæmast hér um tún og annað slíkt, og ræsi og brýr taka ekki við þessu, veit maður ekki hvað gerist,“ segir Þorsteinn. Flóahreppur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Í gær varaði Veðurstofan við því að vatn væri tekið að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði vegna klakastíflu sem verið hefur að myndast undanfarna daga. Lögreglan á Suðurlandi fór nú á tólfta tímanum á staðinn til þess að kanna aðstæður. „Við settum dróna á loft til að skoða þetta og bera saman við stöðuna í gærkvöldi,“ sagði Þorsteinn Matthías Kristinsson, aðalvarðstjóri, þegar fréttastofa náði af honum tali við árbakkann. Flóðið er nú talsvert meira en í gær. „Það er talsvert meira vatnsmagn sem fer fram hjá stíflunni við svokallaða flóðgátt við Hvítá, sem rennur svo yfir í Flóaáveitu, eða rennur fram hjá þessari stíflu og aðeins út á tún, og aftur út í Flóáveituna,“ sagði Þorsteinn beðinn um að lýsa aðstæðum. Vatnsborð hækkaði snögglega í gær.mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands benti á að vatnsborð hafi hækkaði um einn og hálfan metra á um tuttugu mínútum í gær og því ljóst að vatnið hafi tekið að flæða nokkuð snögglega. Fólk er beðið um að sýna aðgát á svæðinu en Veðurstofan, almannavarnir og lögregla fylgjast náið með þróuninni. „Þetta hefur í gegnum tíðina eitthvað flætt um hérna en ég þori ekki að spá til um það hvernig þetta þróast. Ef vatnið fer að flæmast hér um tún og annað slíkt, og ræsi og brýr taka ekki við þessu, veit maður ekki hvað gerist,“ segir Þorsteinn.
Flóahreppur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira