Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Lovísa Arnardóttir skrifar 2. janúar 2025 15:47 Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 8. desember. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Það sýna aflögunargögn frá Veðurstofunni fram og til 30. desember 2024. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar eru auknar líkur á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi í lok janúar. Enn er hraunbreiðan frá síðasta eldgosi talin hættuleg göngufólki. Nýtt hættumat fyrir svæðið hefur verið birt. Veðurstofan segir líkur aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og fór þaðan í kvikuhlaupinu og eldgosinu 20. nóvember. Líkanreikningar sýni að þetta magn sé á bilinu 12 til 15 milljónir rúmmetra. Haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða og undanfarið megi gera ráð fyrir því að rúmmál kviku undir Svartsengi nái 12 milljónum rúmmetra í lok janúar, en í fyrstu vikunni í febrúar verði það orðið um 13.5 milljónir rúmmetra. Svipaður hraði og fyrir síðasta eldgos Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að samkvæmt líkanreikningum sem byggja á nýjustu aflögunargögnum er kvikuinnflæðið nú rúmlega þrír m3/s, sem sé svipaður hraði og fyrir síðasta eldgos. Miðað við þann hraða megi því gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar. Þá segir að líkönin byggi á áætluðu kvikuinnflæði á hverjum tíma og litlar breytingar á því flæði hafi áhrif á matið á mögulegum tímasetningum næsta eldgoss. Í tilkynningu kemur fram að hættumat sem gert var í desember hafi verið uppfært og gildi að óbreyttu til 14. janúar 2025. Helsta breytingin sé á svæði 6 þar sem heildarhætta er nú metin nokkur (gul) en var áður metin töluverð (appelsínugul). Heildarhætta á svæði 6 er nú metin minni vegna þess að hætta á hraunflæði á svæðinu hefur lækkað. Þó er tekið fram að þótt svo að hætta á hraunflæði sé nú minni en áður sé hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki. Nýtt hættumat er í gildi til 14. janúar.Veðurstofan Lítil skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröð Í tilkynningu Veðurstofunnar segir einnig að afar lítil jarðskjálftavirkni hafi verið á Sundhnúksgígaröðinni frá því að síðasta eldgosi lauk 8. desember 2024. Á öðrum nærliggjandi svæðum hafi þó verið nokkur jarðskjálftavirkni, en um 200 jarðskjálftar, þar af tveir yfir M3 að stærð, mældust í hrinu dagana 29. – 31. desember 2024 nærri Eldey á Reykjaneshrygg. Jarðskjálftahrinur nærri Eldey hafa verið algengar undanfarin ár, en hátt í 60 jarðskjálftar yfir M3 að stærð hafa mælst þar síðustu fjögur árin samkvæmt tilkynningunni. „Áfram mælast stöku skjálftar þar en hrinunni er að mestu lokið. Áfram mælast reglulega jarðskjálftar í vestanverðu Fagradalsfjalli. Þar hafa rúmlega 60 smáskjálftar mælst síðasta mánuðinn, flestir á um 6-8 km dýpi,“ segir að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. 2. janúar 2025 08:56 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2024 11:33 Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. 30. desember 2024 12:21 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Veðurstofan segir líkur aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og fór þaðan í kvikuhlaupinu og eldgosinu 20. nóvember. Líkanreikningar sýni að þetta magn sé á bilinu 12 til 15 milljónir rúmmetra. Haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða og undanfarið megi gera ráð fyrir því að rúmmál kviku undir Svartsengi nái 12 milljónum rúmmetra í lok janúar, en í fyrstu vikunni í febrúar verði það orðið um 13.5 milljónir rúmmetra. Svipaður hraði og fyrir síðasta eldgos Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að samkvæmt líkanreikningum sem byggja á nýjustu aflögunargögnum er kvikuinnflæðið nú rúmlega þrír m3/s, sem sé svipaður hraði og fyrir síðasta eldgos. Miðað við þann hraða megi því gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar. Þá segir að líkönin byggi á áætluðu kvikuinnflæði á hverjum tíma og litlar breytingar á því flæði hafi áhrif á matið á mögulegum tímasetningum næsta eldgoss. Í tilkynningu kemur fram að hættumat sem gert var í desember hafi verið uppfært og gildi að óbreyttu til 14. janúar 2025. Helsta breytingin sé á svæði 6 þar sem heildarhætta er nú metin nokkur (gul) en var áður metin töluverð (appelsínugul). Heildarhætta á svæði 6 er nú metin minni vegna þess að hætta á hraunflæði á svæðinu hefur lækkað. Þó er tekið fram að þótt svo að hætta á hraunflæði sé nú minni en áður sé hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki. Nýtt hættumat er í gildi til 14. janúar.Veðurstofan Lítil skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröð Í tilkynningu Veðurstofunnar segir einnig að afar lítil jarðskjálftavirkni hafi verið á Sundhnúksgígaröðinni frá því að síðasta eldgosi lauk 8. desember 2024. Á öðrum nærliggjandi svæðum hafi þó verið nokkur jarðskjálftavirkni, en um 200 jarðskjálftar, þar af tveir yfir M3 að stærð, mældust í hrinu dagana 29. – 31. desember 2024 nærri Eldey á Reykjaneshrygg. Jarðskjálftahrinur nærri Eldey hafa verið algengar undanfarin ár, en hátt í 60 jarðskjálftar yfir M3 að stærð hafa mælst þar síðustu fjögur árin samkvæmt tilkynningunni. „Áfram mælast stöku skjálftar þar en hrinunni er að mestu lokið. Áfram mælast reglulega jarðskjálftar í vestanverðu Fagradalsfjalli. Þar hafa rúmlega 60 smáskjálftar mælst síðasta mánuðinn, flestir á um 6-8 km dýpi,“ segir að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. 2. janúar 2025 08:56 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2024 11:33 Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. 30. desember 2024 12:21 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. 2. janúar 2025 08:56
Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2024 11:33
Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. 30. desember 2024 12:21