12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2025 21:07 Svona mun nýja vinnsluhúsið fyrir laxinn hjá First Water í Þorlákshöfn líta út en kostnaður við það verður á milli 10 og 12 milljarðar króna. Aðsend Eitt glæsilegasta fiskvinnsluhús, sem mun kosta á milli 10 og 12 milljarða króna verður byggt í Þorlákshöfn í tengslum við landeldi First Whater á laxi. Um 115 starfsmenn munu vinna í húsinu þegar það verður komið í notkun haustið 2026. Fyrirtækið First Water er fremst í flokki í Þorlákshöfn með sitt landeldi í lokuðum kerjum í 50 þúsund tonna landeldisstöð. En við framleiðslu alls fisksins þarf almennilegt og tæknilegt fiskvinnsluhús vegna slátrunar á honum og frágangsins á fiskinum og því tóku fjórar valkyrjur nýverið fyrstu skóflustunguna af nýja húsinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ein af þeim. „Það er bara gaman að fylgjast með þessu. Ég held að við eigum ótrúleg tækifæri í eldi á laxi á landi. Þetta geta orðið hundruð milljarða útflutningsverðmæti og það munar svo sannarlega um það enda er það auðvitað varanlegur útflutningsvöxtur, sem byggir hér undir hagvöxt og góð lífskjör, ekki bara fyrir okkur heldur til næstu kynslóða,“ segir Heiðrún Lind. Valkyrjunar fjórar sem tóku fyrstu skóflustunguna nýverið af nýja vinnsluhúsinu. Heiðrún Lind er lengst til hægri en svo koma þær Valgerður Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri og Sigríður Birna Ingimundardóttir, allt starfsmenn First Water.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja vinnsluhúsið verður allt hið glæsilegasta en þar verður heildargólfflötur þess um 30 þúsund fermetrar en full starfsemi verður í húsinu alla daga ársins og verður allur tæknibúnaður háþróaður og hinn vandaðasti. „Þetta er fyrsta húsið, sem er byggt sérstaklega fyrir laxavinnslur á Íslandi og það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig það kemur út. Við munum í raun og veru séð um að framleiða hérna fyrir 60 þúsund tonn á einni vakt þannig að við gætum í rauninni séð um fyrir fleiri hérna á svæðinu á tveimur vöktum,” segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Hvert fer ykkar lax og hver kaupir? „Að mestu leyti fer þetta til Bretlands og Frakklands eins og er en við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð jafnt skipt, Ameríka og Evrópa.” Og Eggert segir að það sé hvergi eins gott að vera með starfsemi eins og hjá First Water en í Þorlákshöfn. „Hún er frábær því hér er aðstæður frábærar. Þú getur sótt sjó hérna með því að bora niður hraunið og svo er stutt niður á höfn, stutt á flugvöllinn og stutt á alla staði og svo náttúrulega er bæjarfélagið vaxandi þannig að það er gott aðgengi að góðu starfsfólki,” segir Eggert Þór. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn, sem segir allar aðstæður í Þorlákshöfn vera frábærar fyrir fyrirtækið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sjávarútvegur Landeldi Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Fyrirtækið First Water er fremst í flokki í Þorlákshöfn með sitt landeldi í lokuðum kerjum í 50 þúsund tonna landeldisstöð. En við framleiðslu alls fisksins þarf almennilegt og tæknilegt fiskvinnsluhús vegna slátrunar á honum og frágangsins á fiskinum og því tóku fjórar valkyrjur nýverið fyrstu skóflustunguna af nýja húsinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ein af þeim. „Það er bara gaman að fylgjast með þessu. Ég held að við eigum ótrúleg tækifæri í eldi á laxi á landi. Þetta geta orðið hundruð milljarða útflutningsverðmæti og það munar svo sannarlega um það enda er það auðvitað varanlegur útflutningsvöxtur, sem byggir hér undir hagvöxt og góð lífskjör, ekki bara fyrir okkur heldur til næstu kynslóða,“ segir Heiðrún Lind. Valkyrjunar fjórar sem tóku fyrstu skóflustunguna nýverið af nýja vinnsluhúsinu. Heiðrún Lind er lengst til hægri en svo koma þær Valgerður Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri og Sigríður Birna Ingimundardóttir, allt starfsmenn First Water.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja vinnsluhúsið verður allt hið glæsilegasta en þar verður heildargólfflötur þess um 30 þúsund fermetrar en full starfsemi verður í húsinu alla daga ársins og verður allur tæknibúnaður háþróaður og hinn vandaðasti. „Þetta er fyrsta húsið, sem er byggt sérstaklega fyrir laxavinnslur á Íslandi og það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig það kemur út. Við munum í raun og veru séð um að framleiða hérna fyrir 60 þúsund tonn á einni vakt þannig að við gætum í rauninni séð um fyrir fleiri hérna á svæðinu á tveimur vöktum,” segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Hvert fer ykkar lax og hver kaupir? „Að mestu leyti fer þetta til Bretlands og Frakklands eins og er en við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð jafnt skipt, Ameríka og Evrópa.” Og Eggert segir að það sé hvergi eins gott að vera með starfsemi eins og hjá First Water en í Þorlákshöfn. „Hún er frábær því hér er aðstæður frábærar. Þú getur sótt sjó hérna með því að bora niður hraunið og svo er stutt niður á höfn, stutt á flugvöllinn og stutt á alla staði og svo náttúrulega er bæjarfélagið vaxandi þannig að það er gott aðgengi að góðu starfsfólki,” segir Eggert Þór. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn, sem segir allar aðstæður í Þorlákshöfn vera frábærar fyrir fyrirtækið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sjávarútvegur Landeldi Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira