Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. desember 2024 11:01 Hálsmenið er eftir Ásdísi Sveinsdóttur og segir Tolli það hafa mikið tilfinningalegt gildi. Vísir/Samsett Hálsmen sem stolið var af Tolla Morthens í Kaupmannahöfn fyrir nær tveimur áratugum dúkkaði skyndilega upp á antíksölu í Kópavogi. Þegar Tolli varð þess áskynja var menið þó þegar selt og nú leitar hann logandi ljósi að nýjum eiganda þess. Tolli birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði frá þessu. Menið sem um ræðir var gert af Ásdís Sveinsdóttir og var því stolið, að sögn Tolla, þegar hann var með vinnustofu við Grábræðratorg árið 2006. Hann segist hafa haft nokkra vissu um hver bæri ábyrgð á stuldinum en að hann hafi ekkert getað aðhafst. Enginn geti borið þýfi um hálsinn Eftir öll þessi ár segir Tolli að menið hafi birst skyndilega á sölusíðu Antíksölunnar í Kópavogi. Hann hafði samband við eigendur sölunnar en þau voru grunlaus að um illfenginn grip væri að ræða. Menið hefði verið selt fyrir ekki svo löngu en þau vissu ekki hvert. „Því leita ég til ykkar þarna úti ef einhvert ykkar hefur þetta men í sínum fórum án þess að vita að þetta sé þýfi þá biðla ég til viðkomandi að koma þessu til mín og að sjálfsögðu skal ég borga það sem viðkomandi gaf fyrir gripinn því menið hefur fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir mig,“ skrifar Tolli. Hann heitir fullum trúnaði og segist ekki eiga von á því að nokkur geti borið menið eftir að hafa fengið það að vita að þýfi héngi um hálsinn. „Þetta men hefur fyrst og fremst tilfinningagildi. Mér þykir vænt um það og svo stendur þetta fyrir sjálfu sér sem listagripur,“ segir Tolli í samtali við fréttastofu. Engar fréttir borist enn Honum hafa ekki borist neinar fréttir enn af því hvar menið sé niðurkomið en vonast til þess að það komi í leitirnar sem fyrst. Hann lofar því að greiða núverandi eigenda mensins því sem greitt var fyrir menið. „Ég góðfúslega bið viðkomandi sem hefur menið að vera í jólastuði með guði og melda menið til mín,“ segir Tolli. „Og svo við eigum bara gleðileg jól,“ segir hann. Myndlist Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Tolli birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði frá þessu. Menið sem um ræðir var gert af Ásdís Sveinsdóttir og var því stolið, að sögn Tolla, þegar hann var með vinnustofu við Grábræðratorg árið 2006. Hann segist hafa haft nokkra vissu um hver bæri ábyrgð á stuldinum en að hann hafi ekkert getað aðhafst. Enginn geti borið þýfi um hálsinn Eftir öll þessi ár segir Tolli að menið hafi birst skyndilega á sölusíðu Antíksölunnar í Kópavogi. Hann hafði samband við eigendur sölunnar en þau voru grunlaus að um illfenginn grip væri að ræða. Menið hefði verið selt fyrir ekki svo löngu en þau vissu ekki hvert. „Því leita ég til ykkar þarna úti ef einhvert ykkar hefur þetta men í sínum fórum án þess að vita að þetta sé þýfi þá biðla ég til viðkomandi að koma þessu til mín og að sjálfsögðu skal ég borga það sem viðkomandi gaf fyrir gripinn því menið hefur fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir mig,“ skrifar Tolli. Hann heitir fullum trúnaði og segist ekki eiga von á því að nokkur geti borið menið eftir að hafa fengið það að vita að þýfi héngi um hálsinn. „Þetta men hefur fyrst og fremst tilfinningagildi. Mér þykir vænt um það og svo stendur þetta fyrir sjálfu sér sem listagripur,“ segir Tolli í samtali við fréttastofu. Engar fréttir borist enn Honum hafa ekki borist neinar fréttir enn af því hvar menið sé niðurkomið en vonast til þess að það komi í leitirnar sem fyrst. Hann lofar því að greiða núverandi eigenda mensins því sem greitt var fyrir menið. „Ég góðfúslega bið viðkomandi sem hefur menið að vera í jólastuði með guði og melda menið til mín,“ segir Tolli. „Og svo við eigum bara gleðileg jól,“ segir hann.
Myndlist Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira