Komust með flugvélinni á ögurstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2024 19:32 Lítill ferfætlingur til vinstri á mynd beið eftir því að komast heim til nýrrar fjölskyldu sinnar á Egilsstöðum í dag. Georg Tumi Jónsson (t.h.) var spenntur að eyða jólunum með ömmu og afa á Egilsstöðum. Vísir/bjarni Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur. Fréttastofa ræddi við farþega sem komust heim fyrir jól, með einu innanlandsvélinni sem tók á loft í dag. Áætlanatöflur á Reykjavíkurflugvelli voru rauðar á að líta í dag; næstum öllu aflýst. Grænlandsflugið var reyndar á áætlun - og farþegar til Egilsstaða komust loks leiðar sinnar í einu innanlandsflugferð dagsins, Flugvélin fór í loftið rétt fyrir fjögur þegar aðstæður bötnuðu um stundarsakir. Eruð þið búin að fá mörg örvæntingarfull símtöl í dag? „Já, það fylgir þessu alltaf. En við höfum staðið vaktina vel og reynum að svara eftir bestu getu,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Komið verður til móts við strandaglópa á morgun ef veður leyfir. „Þá sjáum við fram á að setja upp eitt til tvö, mögulega þrjú, aukaflug, eftir því hver þörfin er. Við reynum að sjá til þess að allir komist heim fyrir jól,“ segir Guðmundur. Þegar fréttamann bar að garði síðdegis var verið að undirbúa Egilsstaðaflugvélina til brottfarar. Ansi hvasst var á flugbrautinni en það hafðist, vélin fór í loftið. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við farþega sem biðu eftir að komast um borð í flugvélina, þau Pálu Geirsdóttur, Sigrúnu Höllu Einarsdóttur, Georg Tuma Jónsson og Ástu, sem var í forsvari fyrir einstaklega krúttlegan farþega úr dýraríkinu, sem átti spennandi ferðalag fyrir höndum. Veður Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09 „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58 Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Áætlanatöflur á Reykjavíkurflugvelli voru rauðar á að líta í dag; næstum öllu aflýst. Grænlandsflugið var reyndar á áætlun - og farþegar til Egilsstaða komust loks leiðar sinnar í einu innanlandsflugferð dagsins, Flugvélin fór í loftið rétt fyrir fjögur þegar aðstæður bötnuðu um stundarsakir. Eruð þið búin að fá mörg örvæntingarfull símtöl í dag? „Já, það fylgir þessu alltaf. En við höfum staðið vaktina vel og reynum að svara eftir bestu getu,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Komið verður til móts við strandaglópa á morgun ef veður leyfir. „Þá sjáum við fram á að setja upp eitt til tvö, mögulega þrjú, aukaflug, eftir því hver þörfin er. Við reynum að sjá til þess að allir komist heim fyrir jól,“ segir Guðmundur. Þegar fréttamann bar að garði síðdegis var verið að undirbúa Egilsstaðaflugvélina til brottfarar. Ansi hvasst var á flugbrautinni en það hafðist, vélin fór í loftið. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við farþega sem biðu eftir að komast um borð í flugvélina, þau Pálu Geirsdóttur, Sigrúnu Höllu Einarsdóttur, Georg Tuma Jónsson og Ástu, sem var í forsvari fyrir einstaklega krúttlegan farþega úr dýraríkinu, sem átti spennandi ferðalag fyrir höndum.
Veður Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09 „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58 Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09
„Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58
Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14