Fótbolti

Hólmbert og fé­lagar náðu ekki að vinna fallslaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson hefur ekki náð að skora deildarmark síðan í september.
Hólmbert Aron Friðjónsson hefur ekki náð að skora deildarmark síðan í september. Getty/Oliver Hardt

Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar í Preussen Munster gerðu markalaust jafntefli við Ulm í dag í mikilvægum leik í fallbaráttu þýsku b-deildarinnar í fótbolta.

Preussen Munster var tveimur stigum á undan Ulm fyrir leikinn en hefði dottið niður í fallsæti með tapi. Ulm situr áfram í þriðja neðsta sætinu.

Stig var því mikilvægt í því að halda Ulm fyrir neðan sig í töflunni.

Hólmbert var í byrjunarliði Preussen Munster en var tekin af velli á 77. mínútu.

Hólmbert náði ekki að enda bið sína eftir marki en hann skoraði síðasta í deildinni 22. september síðastliðnum.

Hann lagði mark í leiknum á undan og kom aftur inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn síðan í lok október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×