Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. desember 2024 12:25 Þær Þórdís Kolbrún, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna hafa áhuga á formennsku í Sjálfstæðisflokknum. vísir/samsett Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem nú er reyndar einungis í formi starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, kom saman á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Sjö ára valdatíð sögulegrar og þverpólitískrar stjórnar er því senn formlega lokið þar sem ný tekur við um helgina. Bjarni segist líta stoltur yfir farinn veg. Fáar ríkisstjórnir hafi mætt fleiri áskorunum sem hafi birst í formi heimsfaraldurs, stríðs í Evrópu og elda á Reykjanesi. „Maður hugsar til þess hvernig sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er eflaust spennt fyrir því að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en síðan gerast bara einhverjir hlutir og maður getur aldrei séð það fyrir fram. En vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn stórum áföllum og gerðust í tíð þessarar ríkisstjórnar - og voru utanaðkomandi, óviðráðanlegar og erfiðar aðstæður.“ Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar fallnir af þingi. Þeirra sem eftir standa bíða störf í stjórnarandstöðu. Ljóst er að breytingar eru því fram undan og hefur því verið velt upp hvort þær muni einnig birtast í forrystu flokkanna. Aðspurður gaf Bjarni ekkert upp um það hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. „Ég ætla að fara í frí núna á næstunni og svo kem ég ferskur inn í nýtt ár. Þá förum við að ræða um það sem er fram undan,“ sagði Bjarni. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir segir að margir muni eflaust íhuga stöðu sína gefi Bjarni ekki kost á sér. Skorað hafi verið á sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fengið hvatningu. Þannig ég mun hugsa það eins og örugglega margir aðrir. Þannig þú hefur íhugað kostinn? Já, ég hef gert það,“ segir Guðrún. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er einnig áhugasöm. „Ég hef verið mjög skýr um það í lanan tíma að ég væri tilbúin til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og í gegnum kynslóðaskipti þegar þar að kemur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að byggja upp trúverðugleika sinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir einnig skorað á sig. „Ég get ekki neitað því að ég hef fengið mikla hvatningu og ég lít á það sem ánægju með mín störf,“ segir Áslaug. „Fyrst og fremst er brýnast að flokkurinn byggi upp trúverðugleika sinn. Að flokkurinn sjái fram á það hvernig hann ætlar að starfa til framtíðar, stækka sig og styrkja. Verða aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn,“ segir Áslaug Arna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem nú er reyndar einungis í formi starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, kom saman á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Sjö ára valdatíð sögulegrar og þverpólitískrar stjórnar er því senn formlega lokið þar sem ný tekur við um helgina. Bjarni segist líta stoltur yfir farinn veg. Fáar ríkisstjórnir hafi mætt fleiri áskorunum sem hafi birst í formi heimsfaraldurs, stríðs í Evrópu og elda á Reykjanesi. „Maður hugsar til þess hvernig sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er eflaust spennt fyrir því að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en síðan gerast bara einhverjir hlutir og maður getur aldrei séð það fyrir fram. En vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn stórum áföllum og gerðust í tíð þessarar ríkisstjórnar - og voru utanaðkomandi, óviðráðanlegar og erfiðar aðstæður.“ Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar fallnir af þingi. Þeirra sem eftir standa bíða störf í stjórnarandstöðu. Ljóst er að breytingar eru því fram undan og hefur því verið velt upp hvort þær muni einnig birtast í forrystu flokkanna. Aðspurður gaf Bjarni ekkert upp um það hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. „Ég ætla að fara í frí núna á næstunni og svo kem ég ferskur inn í nýtt ár. Þá förum við að ræða um það sem er fram undan,“ sagði Bjarni. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir segir að margir muni eflaust íhuga stöðu sína gefi Bjarni ekki kost á sér. Skorað hafi verið á sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fengið hvatningu. Þannig ég mun hugsa það eins og örugglega margir aðrir. Þannig þú hefur íhugað kostinn? Já, ég hef gert það,“ segir Guðrún. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er einnig áhugasöm. „Ég hef verið mjög skýr um það í lanan tíma að ég væri tilbúin til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og í gegnum kynslóðaskipti þegar þar að kemur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að byggja upp trúverðugleika sinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir einnig skorað á sig. „Ég get ekki neitað því að ég hef fengið mikla hvatningu og ég lít á það sem ánægju með mín störf,“ segir Áslaug. „Fyrst og fremst er brýnast að flokkurinn byggi upp trúverðugleika sinn. Að flokkurinn sjái fram á það hvernig hann ætlar að starfa til framtíðar, stækka sig og styrkja. Verða aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn,“ segir Áslaug Arna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira