„Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. desember 2024 11:51 Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sakar Bjarna Benediktsson um fráleita stjórnsýslu. Vísir/Arnar Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fimm ára hvalveiðileyfið sem Bjarni Benediktsson, matvælaráðherra, gaf út í byrjun desember sé með ákvæði um árlega og sjálfkrafa endurnýjun. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í fyrri leyfum og samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu felur það í sér að fimm ára leyfi endurnýjast á hverju ári. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands lýsir útgáfu leyfisins sem fráleitri stjórnsýslu. „Og það alvarlegasta af öllu er sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hafi leyft sér að halda því fram að þetta væri hefðbundin stjórnsýsla, því það er hún aldeilis ekki. Við höfum aldrei áður séð að það sé gefið út ótímabundið leyfi til hvalveiða, eins og þetta leyfi raunverulega er, af því það framlengist sjálfkrafa án þess að það séu nokkur skilyrði um það hvernig sú framlenging á að eiga sér stað,“ segir Katrín. „Við erum með starfstjórn og það er óskrifuð stjórnskipunarvenja í landinu sem segir að það eigi bara að taka nauðsynlegar ákvarðanir í starfsstjórn. Núna er desember og hvalveiðivertíðin hefst í fyrsta lagi í júní sem þýðir að það er enginn sérstakur asi til þess að klára þetta mál. Þvert á móti er starfandi starfshópur sem á að meta það hvort og hvernig þessar veiðar samrýmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og það hefði að sjálfsögðu verið málefnaleg og eðlileg stjórnsýsla að ýta eftir að fá niðurstöðu þar í staðinn fyrir að gefa út ótímabundið leyfi. Þetta heitir á góðri íslensku spilling,“ segir Katrín. Hún telur það hljóta að fara svo að málið komi til kasta Alþingis og vísar í álitamál sem uppi séu um skörun laga um hvalveiðar við lög um dýravelferð. Í áliti fagráðs um velferð dýra frá því í fyrra en segir að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem uppfylla þurfi við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. „Alþingi verður núna að grípa í taumana og afnema þessa heimild til hvalveiða og ég held sem betur fer að það hafi komið upp úr kössunum í þessum kosningum meirihluti fyrir slíkri aðgerð. Nú hafa þau frábæra ástæðu í ljósi þessarar gríðarlega ómálefnalegu stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson ákvað að framkvæma hérna rétt fyrir nokkrum dögum,“ segir Katrín. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fimm ára hvalveiðileyfið sem Bjarni Benediktsson, matvælaráðherra, gaf út í byrjun desember sé með ákvæði um árlega og sjálfkrafa endurnýjun. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í fyrri leyfum og samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu felur það í sér að fimm ára leyfi endurnýjast á hverju ári. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands lýsir útgáfu leyfisins sem fráleitri stjórnsýslu. „Og það alvarlegasta af öllu er sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hafi leyft sér að halda því fram að þetta væri hefðbundin stjórnsýsla, því það er hún aldeilis ekki. Við höfum aldrei áður séð að það sé gefið út ótímabundið leyfi til hvalveiða, eins og þetta leyfi raunverulega er, af því það framlengist sjálfkrafa án þess að það séu nokkur skilyrði um það hvernig sú framlenging á að eiga sér stað,“ segir Katrín. „Við erum með starfstjórn og það er óskrifuð stjórnskipunarvenja í landinu sem segir að það eigi bara að taka nauðsynlegar ákvarðanir í starfsstjórn. Núna er desember og hvalveiðivertíðin hefst í fyrsta lagi í júní sem þýðir að það er enginn sérstakur asi til þess að klára þetta mál. Þvert á móti er starfandi starfshópur sem á að meta það hvort og hvernig þessar veiðar samrýmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og það hefði að sjálfsögðu verið málefnaleg og eðlileg stjórnsýsla að ýta eftir að fá niðurstöðu þar í staðinn fyrir að gefa út ótímabundið leyfi. Þetta heitir á góðri íslensku spilling,“ segir Katrín. Hún telur það hljóta að fara svo að málið komi til kasta Alþingis og vísar í álitamál sem uppi séu um skörun laga um hvalveiðar við lög um dýravelferð. Í áliti fagráðs um velferð dýra frá því í fyrra en segir að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem uppfylla þurfi við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. „Alþingi verður núna að grípa í taumana og afnema þessa heimild til hvalveiða og ég held sem betur fer að það hafi komið upp úr kössunum í þessum kosningum meirihluti fyrir slíkri aðgerð. Nú hafa þau frábæra ástæðu í ljósi þessarar gríðarlega ómálefnalegu stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson ákvað að framkvæma hérna rétt fyrir nokkrum dögum,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Sjá meira