„Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. desember 2024 11:51 Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sakar Bjarna Benediktsson um fráleita stjórnsýslu. Vísir/Arnar Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fimm ára hvalveiðileyfið sem Bjarni Benediktsson, matvælaráðherra, gaf út í byrjun desember sé með ákvæði um árlega og sjálfkrafa endurnýjun. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í fyrri leyfum og samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu felur það í sér að fimm ára leyfi endurnýjast á hverju ári. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands lýsir útgáfu leyfisins sem fráleitri stjórnsýslu. „Og það alvarlegasta af öllu er sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hafi leyft sér að halda því fram að þetta væri hefðbundin stjórnsýsla, því það er hún aldeilis ekki. Við höfum aldrei áður séð að það sé gefið út ótímabundið leyfi til hvalveiða, eins og þetta leyfi raunverulega er, af því það framlengist sjálfkrafa án þess að það séu nokkur skilyrði um það hvernig sú framlenging á að eiga sér stað,“ segir Katrín. „Við erum með starfstjórn og það er óskrifuð stjórnskipunarvenja í landinu sem segir að það eigi bara að taka nauðsynlegar ákvarðanir í starfsstjórn. Núna er desember og hvalveiðivertíðin hefst í fyrsta lagi í júní sem þýðir að það er enginn sérstakur asi til þess að klára þetta mál. Þvert á móti er starfandi starfshópur sem á að meta það hvort og hvernig þessar veiðar samrýmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og það hefði að sjálfsögðu verið málefnaleg og eðlileg stjórnsýsla að ýta eftir að fá niðurstöðu þar í staðinn fyrir að gefa út ótímabundið leyfi. Þetta heitir á góðri íslensku spilling,“ segir Katrín. Hún telur það hljóta að fara svo að málið komi til kasta Alþingis og vísar í álitamál sem uppi séu um skörun laga um hvalveiðar við lög um dýravelferð. Í áliti fagráðs um velferð dýra frá því í fyrra en segir að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem uppfylla þurfi við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. „Alþingi verður núna að grípa í taumana og afnema þessa heimild til hvalveiða og ég held sem betur fer að það hafi komið upp úr kössunum í þessum kosningum meirihluti fyrir slíkri aðgerð. Nú hafa þau frábæra ástæðu í ljósi þessarar gríðarlega ómálefnalegu stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson ákvað að framkvæma hérna rétt fyrir nokkrum dögum,“ segir Katrín. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fimm ára hvalveiðileyfið sem Bjarni Benediktsson, matvælaráðherra, gaf út í byrjun desember sé með ákvæði um árlega og sjálfkrafa endurnýjun. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í fyrri leyfum og samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu felur það í sér að fimm ára leyfi endurnýjast á hverju ári. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands lýsir útgáfu leyfisins sem fráleitri stjórnsýslu. „Og það alvarlegasta af öllu er sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hafi leyft sér að halda því fram að þetta væri hefðbundin stjórnsýsla, því það er hún aldeilis ekki. Við höfum aldrei áður séð að það sé gefið út ótímabundið leyfi til hvalveiða, eins og þetta leyfi raunverulega er, af því það framlengist sjálfkrafa án þess að það séu nokkur skilyrði um það hvernig sú framlenging á að eiga sér stað,“ segir Katrín. „Við erum með starfstjórn og það er óskrifuð stjórnskipunarvenja í landinu sem segir að það eigi bara að taka nauðsynlegar ákvarðanir í starfsstjórn. Núna er desember og hvalveiðivertíðin hefst í fyrsta lagi í júní sem þýðir að það er enginn sérstakur asi til þess að klára þetta mál. Þvert á móti er starfandi starfshópur sem á að meta það hvort og hvernig þessar veiðar samrýmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og það hefði að sjálfsögðu verið málefnaleg og eðlileg stjórnsýsla að ýta eftir að fá niðurstöðu þar í staðinn fyrir að gefa út ótímabundið leyfi. Þetta heitir á góðri íslensku spilling,“ segir Katrín. Hún telur það hljóta að fara svo að málið komi til kasta Alþingis og vísar í álitamál sem uppi séu um skörun laga um hvalveiðar við lög um dýravelferð. Í áliti fagráðs um velferð dýra frá því í fyrra en segir að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem uppfylla þurfi við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. „Alþingi verður núna að grípa í taumana og afnema þessa heimild til hvalveiða og ég held sem betur fer að það hafi komið upp úr kössunum í þessum kosningum meirihluti fyrir slíkri aðgerð. Nú hafa þau frábæra ástæðu í ljósi þessarar gríðarlega ómálefnalegu stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson ákvað að framkvæma hérna rétt fyrir nokkrum dögum,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira