Enski boltinn

Barton á­kærður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn umdeildi Joey Barton.
Hinn umdeildi Joey Barton. getty/Ioannis Alexopoulos

Joey Barton, fyrrverandi leikmaður Manchester City, Newcastle United og fleiri liða, hefur verið ákærður fyrir að senda tveimur einstaklingum ljót skilaboð á samfélagsmiðlum.

Barton sendi Jeremy Vine, sjónvarpsmanni á BBC, og fyrrverandi fótboltakonunni Lucy Ward skilaboðin.

Hinn 42 ára Barton þarf að mæta fyrir dóm en dagsetning liggur ekki enn fyrir.

Barton var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Bristol Rovers fyrir rúmu ári. Hann hefur einnig stýrt Fleetwood Town.

Barton er mjög virkur á samfélagsmiðlum þar sem hann lætur gamminn geysa. Honum virðist sérstaklega uppsigað við konur sem tjá sig um fótbolta í sjónvarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×