Fótbolti

Svein­dís Jane fékk að byrja í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir fékk níutíu mínútur hjá Wolfsburg í kvöld en náði ekki að skora.
Sveindís Jane Jónsdóttir fékk níutíu mínútur hjá Wolfsburg í kvöld en náði ekki að skora. Getty/Inaki Esnaola

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Wolfsburg tapaði þá með minnska mun á móti franska liðinu Lyon sem var búið að vinna riðilinn fyrir leikinn.

Daniëlle van de Donk skoraði eina mark leiksins á 81. mínútu.

Sveindís og félagar hennar tryggðu sig í átta liða úrslitin með 6-1 stórsigri á Roma í síðustu viku og leikurinn skipti þvi ekki máli.

Sveindís skoraði fernu í Meistaradeildinni í síðustu viku en var samt sett á bekkinn í deildarleiknum um síðustu helgi. Hún fékk aftur á móti að byrja leikinn í kvöld og spilaði allar níutíu mínúturnar.

Sveindís Jane átti tvö skot í kvöld, tólf heppnaðar sendingar og kom þrisvar við boltann í vítateig mótherjanna.

Roma vann 3-0 sigur á Galatasaray í hinum leik riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×