Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Haraldur Örn Haraldsson skrifar 17. desember 2024 20:51 Þóra Kristín Jónsdóttir og félagar í Haukum verða á toppnum yfir jólin. Vísir/Diego Haukakonur endurheimtu toppsæti Bónus deildar kvenna í körfubolta með þrettán stiga útisigri á Aþenu, 77-64, í Austurbergi í kvöld. Eftir góða byrjun Aþenu og jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Haukaliðið yfir nýliðana í þriðja leikhlutanum. Aþenuliðið kom sér aftur inn í leikinn með þriggja stiga skotsýningu í fjórða en Haukakonur sýndu styrk sinn í lokin og tryggðu sér nokkuð sannfærandi sigur. Liðin voru á sitthvorum enda töflunnar fyrir leik þar sem Aþena er meðal neðstu liða en Haukar jafnar í efsta sæti. Þessi lið mættust síðast í annarri umferð deildarinnar þar sem Haukar unnu 91-76 þegar Aþena heimsótti Hafnarfjörðinn. Aþena konur mættu grimmar til leiks í fyrsta leikhluta þar sem Dzana Crnac setti 6 af fyrstu 8 stigum þeirra. Hauka konur stóðu samt í þeim allan tíman og leikurinn mjög jafn út leikhlutan. Það var Lore Devos sem lét mest til sín taka í liði gestanna. Aþena var yfir 16-15 þegar flautað var fyrsta leikhlutan af. Það var í raun sama sagan í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á stigum og leikurinn jafn fram að loka mínútum seinni hálfleiksins. Þóra Kristín setti tvo þrista fyrir Hauka í leikhlutanum og sá seinni var einmitt loka karfa fyrri hálfleiksins. Staðan þá 28-34 Haukum í vil og það var jafnframt mesti munur sem hafði verið á liðunum í öllum fyrri hálfleiknum. Áhugavert var að Aþena var með betri skotnýtingu úr þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik (27%) en úr tveggja stiga skotum (25%). Haukar koma virkilega grimmar inn í seinni hálfleikinn og tóku gjörsamlega yfir leikinn. Eftir aðeins fimm mínútur í þriðja leikhluta voru Haukar búnar að skora þrettán stig gegn aðeins tveimur stigum hjá Aþenu. Heima liðið lagði hinsvegar ekki árar í bát strax og náður örlítið að laga stöðuna áður en leikhlutanum lauk en staðan var þá 39-53. Í fjórða leikhlutanum voru það þristarnir sem sögðu söguna. Á einum tímapunkti voru fimm körfur í röð sem voru þristar og fjórir þeirra komu frá Aþenu. Heima liðið var þá búið að minnka munninn í sex stig. Haukar tóku þá leikhlé þegar fjórar mínútur voru eftir og sú pása náði að laga hausinn nægilega mikið þannig að þær kláruðu leikinn nokkuð fagmannlega. Atvik leiksins Sólrún Inga setti sinn þriðja þrist þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og kom Haukum 10 stigum yfir. Sú karfa virtist klára eldmóðinn í Aþenu konum og höllin virtist sættast við tap þarna. Stjörnur og skúrkar Lore Devos setti 35 stig í kvöld og var lang stiga hæst allra, hún var virkilega hörð í baráttunni og átt í raun bara stórleik. Þóra Kristín skoraði 20 stig og þar voru fjórir þristar sem duttu hjá henni. Í Aþenu liðinu var Dzana Crnac stiga hæst með 21 stig en hún setti einnig fjóra þrista. Ajulu Obur Thata var aftur á móti furðu þögul. Hún var 1/9 í þriggja stiga skotum og 1/2 í tveggja stiga. Dómararnir Það var hiti í leiknum og mér fannst dómararnir leyfa leiknum að spilast frekar skemmtilega. Þeir voru samt ekki hræddir við að grípa inn í þegar þurfti, heilt yfir fín frammistaða. Stemning og umgjörð Það var virkilega fámennt í Unbroken höllinni í kvöld þar sem flestir ákváðu það líkast til frekar að ganga frá jólagjafa innkaupum í kvöld en að mæta. Þeir sem mættu létu samt heyra í sér og þá má einna helst hrósa ungri stuðningsmannasveit Aþenu. Emil Barja fer yfir málin með sínum konumVísir/Pawel Cieslikiewicz Emil Barja: Þær eru miklu betri í körfu en þetta Emil Barja þjálfari Hauka liðsins var ánægður með sigur síns liðs í kvöld þrátt fyrir að vera ekkert sérlega ánægður með spilamennsku liðsins. „Það var gott að vinna, það er allavega jákvæði punkturinn, en ég var ekki nógu ánægður með hvernig við komum inn í leikinn. Þetta var svolítið eins og ég var hræddur um fyrir leikinn. Við unnum síðasta leik nokkuð auðveldlega og við héldum að þetta myndi bara vera skítlétt, en um leið og við fengum hörku á okkur, urðum við bara frekar hræddar,” sagði Emil Barja. Emil kallaði eftir því fyrir leik að liðið hans myndi sýna betri sóknarleik í kvöld en hann fékk ekki beint það sem hann óskaði eftir. „Fyrir utan allt í lagi skotnýtingu, þá ýttu þær okkur úr öllu sem við ætluðum að gera. Það var ekki fyrr en í fyrri hálfleik sem við gátum aðeins farið að hlaupa eitthvað sem við vildum hlaupa. Annar bara ótrúlega stíft og ekki nógu gott,” sagði Emil. Haukaliðið kom gríðarlega grimmt inn í seinni hálfleikinn en og tók yfrir leikinn. Það var þó ekki vegna einhverra gríðarlegra breytinga hjá þjálfaranum. „Áherslan var bara að spila betri körfubolta. Þær eru miklu betri í körfu en þetta, ef einhver var að horfa í fyrsta skiptið. Við tókum bara smá keyrslu og fórum að spila okkar leik, við missum þetta aðeins aftur niður þegar þær fóru að hitta. En það var áherslubreytingin okkar, það var að spila betur,” sagði Emil. Aþenu liðið tókst að minnka muninn í sex stig þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Það var því líkur á að þær gætu komið til baka og stolið sigrinum, sem skapaði mögulega smá stress. „Það taka öll lið ‘run’, við vissum alveg að þær voru ekkert að fara gefast upp. Við náðum að stoppa það bara um leið og það gerðist, þannig það var í raun ekkert stress, en samt auðvitað smá stress. Við vorum yfir á móti Tindastól fyrir stuttu síðan og misstum niður svona forskot. Þannig bara gott að geta svarað þessu,” sagði Emil. Bónus-deild kvenna Aþena Haukar
Haukakonur endurheimtu toppsæti Bónus deildar kvenna í körfubolta með þrettán stiga útisigri á Aþenu, 77-64, í Austurbergi í kvöld. Eftir góða byrjun Aþenu og jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Haukaliðið yfir nýliðana í þriðja leikhlutanum. Aþenuliðið kom sér aftur inn í leikinn með þriggja stiga skotsýningu í fjórða en Haukakonur sýndu styrk sinn í lokin og tryggðu sér nokkuð sannfærandi sigur. Liðin voru á sitthvorum enda töflunnar fyrir leik þar sem Aþena er meðal neðstu liða en Haukar jafnar í efsta sæti. Þessi lið mættust síðast í annarri umferð deildarinnar þar sem Haukar unnu 91-76 þegar Aþena heimsótti Hafnarfjörðinn. Aþena konur mættu grimmar til leiks í fyrsta leikhluta þar sem Dzana Crnac setti 6 af fyrstu 8 stigum þeirra. Hauka konur stóðu samt í þeim allan tíman og leikurinn mjög jafn út leikhlutan. Það var Lore Devos sem lét mest til sín taka í liði gestanna. Aþena var yfir 16-15 þegar flautað var fyrsta leikhlutan af. Það var í raun sama sagan í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á stigum og leikurinn jafn fram að loka mínútum seinni hálfleiksins. Þóra Kristín setti tvo þrista fyrir Hauka í leikhlutanum og sá seinni var einmitt loka karfa fyrri hálfleiksins. Staðan þá 28-34 Haukum í vil og það var jafnframt mesti munur sem hafði verið á liðunum í öllum fyrri hálfleiknum. Áhugavert var að Aþena var með betri skotnýtingu úr þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik (27%) en úr tveggja stiga skotum (25%). Haukar koma virkilega grimmar inn í seinni hálfleikinn og tóku gjörsamlega yfir leikinn. Eftir aðeins fimm mínútur í þriðja leikhluta voru Haukar búnar að skora þrettán stig gegn aðeins tveimur stigum hjá Aþenu. Heima liðið lagði hinsvegar ekki árar í bát strax og náður örlítið að laga stöðuna áður en leikhlutanum lauk en staðan var þá 39-53. Í fjórða leikhlutanum voru það þristarnir sem sögðu söguna. Á einum tímapunkti voru fimm körfur í röð sem voru þristar og fjórir þeirra komu frá Aþenu. Heima liðið var þá búið að minnka munninn í sex stig. Haukar tóku þá leikhlé þegar fjórar mínútur voru eftir og sú pása náði að laga hausinn nægilega mikið þannig að þær kláruðu leikinn nokkuð fagmannlega. Atvik leiksins Sólrún Inga setti sinn þriðja þrist þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og kom Haukum 10 stigum yfir. Sú karfa virtist klára eldmóðinn í Aþenu konum og höllin virtist sættast við tap þarna. Stjörnur og skúrkar Lore Devos setti 35 stig í kvöld og var lang stiga hæst allra, hún var virkilega hörð í baráttunni og átt í raun bara stórleik. Þóra Kristín skoraði 20 stig og þar voru fjórir þristar sem duttu hjá henni. Í Aþenu liðinu var Dzana Crnac stiga hæst með 21 stig en hún setti einnig fjóra þrista. Ajulu Obur Thata var aftur á móti furðu þögul. Hún var 1/9 í þriggja stiga skotum og 1/2 í tveggja stiga. Dómararnir Það var hiti í leiknum og mér fannst dómararnir leyfa leiknum að spilast frekar skemmtilega. Þeir voru samt ekki hræddir við að grípa inn í þegar þurfti, heilt yfir fín frammistaða. Stemning og umgjörð Það var virkilega fámennt í Unbroken höllinni í kvöld þar sem flestir ákváðu það líkast til frekar að ganga frá jólagjafa innkaupum í kvöld en að mæta. Þeir sem mættu létu samt heyra í sér og þá má einna helst hrósa ungri stuðningsmannasveit Aþenu. Emil Barja fer yfir málin með sínum konumVísir/Pawel Cieslikiewicz Emil Barja: Þær eru miklu betri í körfu en þetta Emil Barja þjálfari Hauka liðsins var ánægður með sigur síns liðs í kvöld þrátt fyrir að vera ekkert sérlega ánægður með spilamennsku liðsins. „Það var gott að vinna, það er allavega jákvæði punkturinn, en ég var ekki nógu ánægður með hvernig við komum inn í leikinn. Þetta var svolítið eins og ég var hræddur um fyrir leikinn. Við unnum síðasta leik nokkuð auðveldlega og við héldum að þetta myndi bara vera skítlétt, en um leið og við fengum hörku á okkur, urðum við bara frekar hræddar,” sagði Emil Barja. Emil kallaði eftir því fyrir leik að liðið hans myndi sýna betri sóknarleik í kvöld en hann fékk ekki beint það sem hann óskaði eftir. „Fyrir utan allt í lagi skotnýtingu, þá ýttu þær okkur úr öllu sem við ætluðum að gera. Það var ekki fyrr en í fyrri hálfleik sem við gátum aðeins farið að hlaupa eitthvað sem við vildum hlaupa. Annar bara ótrúlega stíft og ekki nógu gott,” sagði Emil. Haukaliðið kom gríðarlega grimmt inn í seinni hálfleikinn en og tók yfrir leikinn. Það var þó ekki vegna einhverra gríðarlegra breytinga hjá þjálfaranum. „Áherslan var bara að spila betri körfubolta. Þær eru miklu betri í körfu en þetta, ef einhver var að horfa í fyrsta skiptið. Við tókum bara smá keyrslu og fórum að spila okkar leik, við missum þetta aðeins aftur niður þegar þær fóru að hitta. En það var áherslubreytingin okkar, það var að spila betur,” sagði Emil. Aþenu liðið tókst að minnka muninn í sex stig þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Það var því líkur á að þær gætu komið til baka og stolið sigrinum, sem skapaði mögulega smá stress. „Það taka öll lið ‘run’, við vissum alveg að þær voru ekkert að fara gefast upp. Við náðum að stoppa það bara um leið og það gerðist, þannig það var í raun ekkert stress, en samt auðvitað smá stress. Við vorum yfir á móti Tindastól fyrir stuttu síðan og misstum niður svona forskot. Þannig bara gott að geta svarað þessu,” sagði Emil.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti