Í þessum næst síðasta annál fréttastofu förum við yfir klúðursleg mál sem komu upp á árinu. Við förum yfir það hverjir stigu feilspor í pólitíkinni, sjáum vafasaman skóbúnað, umdeild bílakaup og skoðum hönnunar- og neytendaklúður ársins. Ekki má gleyma eina manni landsins sem nennti í Parísarhjólið við Miðbakka, við förum í einstaka útsýnisferð með honum.
Þetta eru þeir sem klúðruðu á árinu.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp fréttaárið 2024 í desember. Allt það skemmtilega sem gerðist bak við tjöldin á fréttastofunni verður til umfjöllunar í næsta annál, sem birtist hér á Vísi á síðasta degi ársins, 31. desember.