Enski boltinn

Sparkað eftir skelfi­legt gengi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Martin í leiknum í dag sem reyndist hans síðasti sem stjóri Southampton.
Martin í leiknum í dag sem reyndist hans síðasti sem stjóri Southampton. Vísir/Getty

Southampton er búið að reka knattspyrnustjórann Russell Martin eftir skelfilegt gengi liðsins á tímabilinu til þessa. Southampton er eitt og yfirgefið á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Russell Martin tók við stjórn Southampton sumarið 2023 og stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni á fyrsta árinu sem stjóri liðsins. 

Þar hefur hins vegar gengið hræðilega. Southampton er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið einn af fyrstu sextán leikjum liðsins í deildinni. 

Í kvöld beið Southampton síðan afhroð gegn Tottenham á heimavelli þar sem liðið var 3-0 undir eftir stundarfjórðung og 5-0 undir í hálfleik. Eftir leik bauluðu stuðningsmenn liðsins á Martin og nú hafa forráðamenn félagsins ákveðið að segja upp samningi hans hjá félaginu.

„Ég skil pirringinn. Ég skil líka hvernig heimurinn í dag virkar og hvað hann snýst um,“ sagði Martin í viðtali eftir tapið í dag.

„Sem manneskja er þetta ekki svo sárt. En fyrir mig sem þjálfara er þetta afar sárt því maður leggur svo hart að sér á hverjum degi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×