Um var að ræða seinni leikinn í einvígi AGF og Bröndby en Árósarliðið vann 1-0 sigur í fyrri leiknum.
Þeir lentu hins vegar í brekku strax í upphafi. Bröndby hafði mikla yfirburði og var komið í 2-0 forystu eftir hálftíma leik. Í síðari hálfleik bættu þeir við og var staðan orðin 4-0 á 77. mínútu en Mikael var tekinn af velli skömmu áður en fjórða markið var skorað.
Gestirnir frá Árósum náðu að laga stöðuna undir lokin og minnka muninn í 4-2 og gera leikinn spennandi. Þeir þurftu aðeins eitt mark í viðbót til að knýja fram framlengingu en tókst ekki. 4-2 urðu lokatölur leiksins og AGF því úr leik í bikarnum.
Sverrir og félagar í toppbaráttu
Í Grikklandi lék Sverrir Ingi Ingason allan leikinn fyrir Panathinaikos sem vann góðan 1-0 útisigur á liði Levadiakos. Sverrir Ingi og félagar eru í 4. sæti grísku deildarinnar með 29 stig en aðeins einu stigi á eftir Olympiakos. PAOK og AEK sem öll eru með 30 stig á toppnum.
Þá kom Kristan Nökkvi Hlynsson inn af bekknum á 85. mínútu hjá Ajax sem vann 3-0 sigur á Almere í hollensku úrvalsdeildinni. Ajax er í 2. sæti deildarinnar og er sex stigum á eftir toppliði PSV.