Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. desember 2024 07:01 Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í kraftlyftingum og fasteignasali, segir tilveruna hafa gjörbreyst þegar hann varð pabbi. Í kjölfarið fór hann í mikla sjálfskoðun og velti því fyrir sér: Hvað er ég annað en kraftlyftingamaður? Júlían var valinn íþróttamaður ársins árið 2019. Vísir/Vilhelm „Ég borðaði í raun allt sem ég komst í. Sem var ekkert endilega auðvelt fyrir einstæða móður. Að vera með svona holdanaut á heimilinu,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í kraftlyftingum og fasteignasali. „Æfing mömmu fólst í að bera matarpokana, það var svona grínið á milli okkar,“ bætir Júlían við og brosir. Því á þessum tíma bjó hann með móður sinni á Rauðarárstíg, æfði kraftlyftingar þrjá til fimm daga í viku og þá í 3-4 klukkustundir í senn. Og borðaði að jafnaði á tveggja til þriggja klukkustunda fresti allan sólahringinn. Árið 2019 var Júlían valinn Íþróttamaður ársins, hafði þá þegar verið meðal tíu efstu til að hljóta þann titill: Lenti í sjöunda sæti árið 2016, í öðru sæti árið 2018 en hreppti titilinn 2019. Að slá heimsmet eða vera valinn Íþróttamaður ársins segir Júlían nánast ólýsanlega upplifun. Svo magnað er það. En það eru nú samt ekki íþróttirnar sem hafa breytt mestu fyrir Júlían. Tilveran mín gjörbreyttist við að verða pabbi. Maður hafði oft heyrt að það að eignast barn væri upplifun engu öðru líkt. Það var þó ekki fyrr en sonurinn fæddist sem ég skildi það í raun og upp úr því fór maður að hugsa hlutina öðruvísi.“ Árið 2019 bætti Júlían sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kílóum í réttstöðulyfti. Á heimsmeistaramótinu í Dubai þetta ár lyfti Júlían samanlagt 1.148 kílóum í bekkpressu, réttstöðulyftu og hnébeygju í Tékklandi það sumar, lyfti Júlían 1.115 kílóum. Alltaf stór og sterkur Júlían er fæddur í lok janúar árið 1993 og ólst eiginlega upp sem einbirni hjá móður sinni, því hálfsystkini hans eru það mikið eldri. Móðir hans, Petrína Rós Karlssdóttir, er frönsku kennari í MH enda kemur nafnið Júlían frá námsárunum hennar í Suður Frakklandi. „Þar kynntist hún nafninu,“ skýrir Júlían út og bætir við að nafnið sé orðið mun algengara í dag en það var þegar hann var að alast upp. Þá þurfti samþykki mannanafnanefndar og þótt uppruninn væri franskur, er ending nafnsins sú sama og á nöfnum eins og Natan, Jónatan og fleiri nöfnum sem enda á -an og teljast því fullgild. „Ég er alin upp í Norðurmýri í miðbæ Reykjavíkur og gekk í Austurbæjarskóla. Við bjuggum á Rauðarárstíg og það voru ófá skiptin sem maður vaknaði upp við það að búið var að brjóta rúður eða brjótast inn í apótekinu þarna á móti,“ segir Júlían þegar hann rifjar upp æskuárin. „Sárari var það þó þegar búið ver að stela hjólinu mínu.“ Júlían segir hverfið hafa verið nokkuð líflegt. Þar hafi verið ágætis hópur af strákum sem auðvitað upplifðu sín bernskubrek. Svona eins og gengur og gerist með gutta almennt. Hvernig unglingur varstu? „Ég held ég hafi verið mjög uppátækjasamur og stríðinn,“ svarar Júlían rólega. „Ég var mikið í körfubolta og átti góðan vinahóp í körfunni. Það var því í körfunni sem ég kynntist þessum hugsunarhætti íþróttanna fyrst.“ Júlían var alltaf mjög stór og sterkur og þótt körfuboltinn væri skemmtilegur, fór Júlían strax sem unglingur að máta sig við hvað og hver hann vildi sjálfur vera. Sem má segja leiddi hann í kraftlyftingarnar. „Ég held líka að maður heillist alltaf mikið af því sem maður er mjög góður í og það var strax ljóst að kraftlyftingarnar áttu vel við mig.“ Júlían ólst upp á Rauðarárstíg og segir það ekki hafa verið neitt auðvelt fyrir einstæða móður að fæða holdanaut eins og hann sjálfan; Því í kraftlyftingunum borðaði á 2-3 klukkustunda fresti allan sólahringinn, allt sem hann komst í. Allt gekk út á að æfa sem oftast og mest, í 3-4 klst í senn.Vísir/Vilhelm Gekk allt út á lyftingarnar Þegar Júlían var byrjaður fyrir alvöru í kraftlyftingunum, heltóku þær hann alveg. „Ég valdi bóknámsbraut í MH út af kraftlyftingunum. Því ég hugsaði með mér að það myndi falla betur að æfingunum að vera í einhverju bóklegu frekar en verklegu,“ segir Júlían hugsandi til baka. Júlían segist oft upplifa unga stráka sem eru á námskeiðum hjá honum í kraftlyftingum, hvernig ekkert annað kemst að. Eins og var hjá honum lengi vel. „Ég spyr kannski hvað er að frétta og þá svara þeir mér hvað þeir lyftu þungu í gær,“ nefnir hann sem dæmi og brosir. Að vera í íþróttum og síðar sem afreksmaður í íþróttum segir hann að líkja megi við hest sem er með blindublöðkur; ,,þú sérð bara eina vídd.“ Það skemmtilega er þó að Júlían getur sett þessa íþróttahugsun sem einkenndi kraftlyftingarnar við margt annað í lífinu hans í dag. Til dæmis það að vera í sjálfstæðum rekstri sem fasteignasali undir hatti REMAX. „Því kraftlyftingar eru einstaklingsíþrótt,“ útskýrir Júlían. Júlían viðurkennir þó að afreksíþróttir kalli oft á ákveðnar öfgar. Það er talað um að fólk stundi íþróttir til að efla heilsuna. En oft sagt að í afreksíþróttum fórnir þú heilsunni til að verða betri í íþróttinni.“ Eftir stúdentinn fór Júlían í sagnfræði í Háskóla Íslands. Nám sem hann valdi líka með tilliti til þess að geta æft sem oftast og mest. „En mér fannst samt gaman. Þarna var ég með Guðna Th. Jóhannsson fyrrum forseta sem kennara og Guðmund Hálfdánarsson.“ Júlían rakst á skemmtilegt tækifæri þegar hann var í sagnfræðinni. „Ég fór í skiptinám til Praag í Tékklandi. Sem ég sá strax fyrir mér að gæti gefið mér tvennt; annars vegar að prófa að búa í útlöndum og hins vegar að vera í sex mánaða æfingabúðum.“ Því já; í Praag gekk líka allt út á að æfa og keppa. Í mörg ár gekk allt út á kraflyftingar: Að æfa og keppa. Meira að segja ástin fannst í kraftlyftingunum því Ellen Ýr Jónsdóttir eiginkona Júlíans er líka stórt nafn í kraftlyftingarheiminum, með marga titla að baki líka. Júlían og Ellen byrjuðu saman árið 2017 og hvernig var fyrsta stefnumótið? Jú, auðvitað saman á æfingu. Fyrsta stefnumótið: Saman á æfingu Árið 2017 kynntist Júlían stóru ástinni sinni, Ellen Ýr Jónsdóttur. „Hún er kraftlyftingarkona. Mjög sterk. Og við hittumst í gyminu. Ég fylgdist með henni keppa og sá strax að þarna væri ung og efnileg kona.“ Enda Ellen stórt nafn í heimi kraftlyftinga líka; með marga titla á bakinu. En tók hún eftir þér? ,,Já,“ svarar Júlían þá og brosir, pínkulítið feimnislega. Kraftlyftingarnar voru nokkuð auðveld afsökun til að fara að spjalla saman. ,,Síðan bauð ég henni á æfingu með mér og fljótlega eftir það fóru hlutirnir að gerast.“ Já einmitt; Fyrsta deitið var æfing en ekki bíó! Júlían segir kraftlyftingar enn sem komið er, ekki bjóða upp á atvinnumennsku. Nema þá einna helst sem líkingu við einhvers konar hlutastarf. Þegar hann flosnaði upp úr náminu í háskólanum, starfaði hann á Listasafni Einars Jónssonar í fimm ár og á meðferðarheimilinu Stuðlum. Sem Júlían minnist með hlýju. „Jú jú, auðvitað tók þetta starf stundum andlega á. En það var mjög þroskandi að vinna þarna og margir skemmtilegir krakkar sem maður var yfirleitt að vinna með.“ Til viðbótar við æfingarnar keppti Júlían erlendis sem hérlendis. Til að setja lyftingarnar í samhengi má lesa eftirfarandi lýsingu RÚV um Júlían, þegar hann var valinn íþróttamaður ársins 2019. „Júlían vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum í +120 kílógramma flokki í Dúbaí í nóvember. Á sama móti bætti hann eigið heimsmet í réttstöðulyftu um hálft kíló þegar hann lyfti 405,5 kílóum. Júlían lyfti samanlagt 1.148 kílóum í bekkpressu, réttstöðulyftu og hnébeygju á mótinu í Dúbaí. Á Evrópumótinu í Pilsen í Tékklandi í sumar lyfti Júlían samtals 1.115 kílóum sem skilaði honum silfurverðlaunum í samanlögðu keppninni.“ Sjálfur var Júlían 180 kíló þegar þetta var. Það breyttist allt við að verða pabbi segir Júlían en hann og Ellen eignuðust soninn Berg J.K. árið 2020 og dótturina Kolfinnu Karlottu árið 2022. Í kjölfarið dreif Júlían sig aftur í háskólanám og kláraði löggilta fasteignasalann. Árið 2020 stofnuðu skötuhjúin líka verslunina sbd.is, sem nýverið fékk sitt eigið búðarrými í Hólmgarði 34C. Sjálfskoðun og ný tækifæri Júlían segir lífið hafa breyst hjá bæði honum og Ellen þegar sonurinn Bergur J. K. fæddist. Dóttirin Kolfinna Karlotta fæddist rúmu einu og hálfi ári síðar. „Þá fór ég að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera. Því allt í einu var maður farinn að bera ábyrgð á einhverjum öðrum. Mig langaði samt ekki til að fara í vinnu þar sem ég væri fastur í vinnunni í tólf klukkustundir á dag og sæi varla börnin mín. Mig langaði að finna starf sem gæfi mér þann sveigjanleika að ég gæti tekið þátt í daglegu lífi barnanna minna,“ segir Júlían. En meira taldist til. Ég fór í mjög mikla sjálfskoðun. Því svo lengi hafði ég skilgreint mig sem kraftlyftingarmann. Síðan kom Covid og ég gat ekki keppt né æft með öðrum. Og orðinn pabbi. Ég fór því að hugsa: Ef ég er ekki kraftlyftingarmaður, hvað á ég þá að vinna við? Hvað er ég annað en kraftlyftingamaður?“ Júlían segir naflaskoðunina hafa verið mikla og djúpa. Hann hafi lesið sér mikið til. „Ég var þá helst að lesa viðskiptabækur og fleira sem mér fannst vera uppbyggilegt efni.“ Úr varð að Júlían settist aftur á skólabekk og nú í löggilta fasteignasalanámið. Sem eru tvö ár plús hálfs árs samningur sem lærlingur. Starfið á vel við hann. „Það er fátt jafn skemmtilegt og að vera til dæmis með opið hús þar sem tuttugu manns mæta,“ segir Júlían með glampa í augunum. Þá stofnuðu þau hjónin vefverslunina sbd.is árið 2020 og nýverið opnuðu þau verslunina í Hólmgarði 34C í Reykjavík. Að sjálfsögðu selur SBD allt fyrir kraftlyftingarfólk og fólk sem vill verða sterkari, en merki SBD þekkja allir sem þekkja til kraftlyftinga yfir höfuð. „Við byrjuðum á því að selja bara í gegnum vefverslunina en erum núna búin að opna búð og væntingarnar eru auðvitað þær að fyrirtækið stækki smátt og smátt og auki við í vöruúrvali,“ segir Júlían og bætir við að stofnun SBD hafi líka verið liður í því að þau Ellen vildu vinna svolítið sjálfstætt. Í Covid æfði Júlían í kjallaranum heima hjá sér. „Það var reyndar með ólíkindum hvað ég náði að lyfta þungu í þessari litlu kompu.“ Júlían vildi ekki ráða sig í starf sem hann yrði bundinn í langa vinnudaga og gæti ekki tekið þátt í daglegu lífi barna sinna. Hann valdi því frekar að fara í eiginn rekstur, sem hann segir svo sem eiga mikinn samhljóm með þann hugsunarhátt sem fylgir einstaklingsíþróttum. Deila megi hins vegar um, hversu mikinn sveigjanleika fasteignasölustarfið gefur. En skemmtilegt er það þó.Vísir/Vilhelm Svo margt jákvætt Það skín af Júlían þægileg og góð nærvera. Enda segir hann fasteignasölustarfið eiga vel við sig og það sama eigi við um samskiptin sem felist í því að þjálfa. „Það er reyndar smá misskilningur í þessu með sveigjanleikann á vinnutímanum og að vera í sjálfstæðum rekstri því oft er það nú þannig að maður er einfaldlega alltaf að vinna,“ segir Júlían og brosir. Hann segir fréttir fjölmiðla staðfesta að mikill skortur er á húsnæði og byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir vikið er þessi bólumyndun í verði á nokkurra ára fresti.“ Að vera ungt fólk á fasteignamarkaði sé að sjálfsögðu erfitt. „En ég held reyndar að það hafi alltaf verið erfitt fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á markaðinn. Það var líka mjög erfitt fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu eign þegar óðaverðbólgan var,“ nefnir Júlían sem dæmi. Júlían segir það ólýsanlega og magnaða upplifun að ná heimsmeti. Sérstaklega eftir að hafa verið að keppa að því í mörg ár og meira að segja áratug eins og hann. Að vera valinn Íþróttamaður ársins er ekkert síður mögnuð upplifun. Því það er áfangi sem fólk nær án þess að hafa um kjörið sjálft að segja.Vísir/Vilhelm En hvernig ætli það sé að slá heimsmet. Er hægt að lýsa þeirri tilfinningu? „Nei það er eiginlega ólýsanleg tilfinning og alveg mögnuð,“ svarar Júlían og bætir við að í marga daga á eftir brosir maður einfaldlega allan hringinn. „Því það er nánast eins og óraunveruleg upplifun að keppast að einhverju í mörg ár og eins og í mínu tilfelli, í áratug og vera síðan allt í einu kominn þangað: Að ná markmiðinu!“ Enn glampar í augun en Júlían segir upplifunina líka magnaða að vera valinn Íþróttamaður ársins. Það sem er samt öðruvísi við þá upplifun er að þú getur ekki haft nein áhrif á það hvort þú verðir kjörinn Íþróttamaður ársins eða ekki. Á meðan heimsmet er eitthvað sem maður sjálfur er að keppast að í mörg ár eða áratug.“ Júlían keppti alltaf fyrir Glímufélagið Ármann og innan Kraft, kraftlyftingasambandi Íslands og ÍSÍ. Og enn í dag er hann auðvitað að lyfta. Og þjálfa. „Það er mjög gaman að þjálfa og aldursbilið er mjög breitt. Því á námskeiðunum hjá mér hefur verið fólk frá 15 ára til 69 ára,“ segir Júlían og brosir. Verandi orðinn pabbi, starfandi sem fasteignasali og í búðarrekstri með eiginkonunni, segist Júlían æfingarnar langt frá því að vera eins og þær voru. „Við Ellen áttum það til að vera á æfingum klukkustundum saman og langt fram á kvöld. Elda síðan kvöldmat klukkan tíu. Það segir sig sjálft að þetta er ekki í boði lengur,“ segir Júlían og brosir. Þá segist hann ekki búast við að keppa aftur. Að minnsta kosti ekki í þeim flokkum sem hann eitt sinn taldist til. Í dag er ég líka bara 120 kíló.“ En þó án efa sterkasti fasteignasali landsins…. Starfsframi Kraftlyftingar Íþróttamaður ársins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ „Hann sagði reyndar við mig: Veistu hvað Jói, þú ert fyrsti maðurinn til að segja Nei við sjónvarpi,“ segir Jóhann Felixson bakari og hlær. „Því allir vilja vera í sjónvarpi.“ 15. september 2024 08:02 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Mest lesið „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss og Krafts Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Æfing mömmu fólst í að bera matarpokana, það var svona grínið á milli okkar,“ bætir Júlían við og brosir. Því á þessum tíma bjó hann með móður sinni á Rauðarárstíg, æfði kraftlyftingar þrjá til fimm daga í viku og þá í 3-4 klukkustundir í senn. Og borðaði að jafnaði á tveggja til þriggja klukkustunda fresti allan sólahringinn. Árið 2019 var Júlían valinn Íþróttamaður ársins, hafði þá þegar verið meðal tíu efstu til að hljóta þann titill: Lenti í sjöunda sæti árið 2016, í öðru sæti árið 2018 en hreppti titilinn 2019. Að slá heimsmet eða vera valinn Íþróttamaður ársins segir Júlían nánast ólýsanlega upplifun. Svo magnað er það. En það eru nú samt ekki íþróttirnar sem hafa breytt mestu fyrir Júlían. Tilveran mín gjörbreyttist við að verða pabbi. Maður hafði oft heyrt að það að eignast barn væri upplifun engu öðru líkt. Það var þó ekki fyrr en sonurinn fæddist sem ég skildi það í raun og upp úr því fór maður að hugsa hlutina öðruvísi.“ Árið 2019 bætti Júlían sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kílóum í réttstöðulyfti. Á heimsmeistaramótinu í Dubai þetta ár lyfti Júlían samanlagt 1.148 kílóum í bekkpressu, réttstöðulyftu og hnébeygju í Tékklandi það sumar, lyfti Júlían 1.115 kílóum. Alltaf stór og sterkur Júlían er fæddur í lok janúar árið 1993 og ólst eiginlega upp sem einbirni hjá móður sinni, því hálfsystkini hans eru það mikið eldri. Móðir hans, Petrína Rós Karlssdóttir, er frönsku kennari í MH enda kemur nafnið Júlían frá námsárunum hennar í Suður Frakklandi. „Þar kynntist hún nafninu,“ skýrir Júlían út og bætir við að nafnið sé orðið mun algengara í dag en það var þegar hann var að alast upp. Þá þurfti samþykki mannanafnanefndar og þótt uppruninn væri franskur, er ending nafnsins sú sama og á nöfnum eins og Natan, Jónatan og fleiri nöfnum sem enda á -an og teljast því fullgild. „Ég er alin upp í Norðurmýri í miðbæ Reykjavíkur og gekk í Austurbæjarskóla. Við bjuggum á Rauðarárstíg og það voru ófá skiptin sem maður vaknaði upp við það að búið var að brjóta rúður eða brjótast inn í apótekinu þarna á móti,“ segir Júlían þegar hann rifjar upp æskuárin. „Sárari var það þó þegar búið ver að stela hjólinu mínu.“ Júlían segir hverfið hafa verið nokkuð líflegt. Þar hafi verið ágætis hópur af strákum sem auðvitað upplifðu sín bernskubrek. Svona eins og gengur og gerist með gutta almennt. Hvernig unglingur varstu? „Ég held ég hafi verið mjög uppátækjasamur og stríðinn,“ svarar Júlían rólega. „Ég var mikið í körfubolta og átti góðan vinahóp í körfunni. Það var því í körfunni sem ég kynntist þessum hugsunarhætti íþróttanna fyrst.“ Júlían var alltaf mjög stór og sterkur og þótt körfuboltinn væri skemmtilegur, fór Júlían strax sem unglingur að máta sig við hvað og hver hann vildi sjálfur vera. Sem má segja leiddi hann í kraftlyftingarnar. „Ég held líka að maður heillist alltaf mikið af því sem maður er mjög góður í og það var strax ljóst að kraftlyftingarnar áttu vel við mig.“ Júlían ólst upp á Rauðarárstíg og segir það ekki hafa verið neitt auðvelt fyrir einstæða móður að fæða holdanaut eins og hann sjálfan; Því í kraftlyftingunum borðaði á 2-3 klukkustunda fresti allan sólahringinn, allt sem hann komst í. Allt gekk út á að æfa sem oftast og mest, í 3-4 klst í senn.Vísir/Vilhelm Gekk allt út á lyftingarnar Þegar Júlían var byrjaður fyrir alvöru í kraftlyftingunum, heltóku þær hann alveg. „Ég valdi bóknámsbraut í MH út af kraftlyftingunum. Því ég hugsaði með mér að það myndi falla betur að æfingunum að vera í einhverju bóklegu frekar en verklegu,“ segir Júlían hugsandi til baka. Júlían segist oft upplifa unga stráka sem eru á námskeiðum hjá honum í kraftlyftingum, hvernig ekkert annað kemst að. Eins og var hjá honum lengi vel. „Ég spyr kannski hvað er að frétta og þá svara þeir mér hvað þeir lyftu þungu í gær,“ nefnir hann sem dæmi og brosir. Að vera í íþróttum og síðar sem afreksmaður í íþróttum segir hann að líkja megi við hest sem er með blindublöðkur; ,,þú sérð bara eina vídd.“ Það skemmtilega er þó að Júlían getur sett þessa íþróttahugsun sem einkenndi kraftlyftingarnar við margt annað í lífinu hans í dag. Til dæmis það að vera í sjálfstæðum rekstri sem fasteignasali undir hatti REMAX. „Því kraftlyftingar eru einstaklingsíþrótt,“ útskýrir Júlían. Júlían viðurkennir þó að afreksíþróttir kalli oft á ákveðnar öfgar. Það er talað um að fólk stundi íþróttir til að efla heilsuna. En oft sagt að í afreksíþróttum fórnir þú heilsunni til að verða betri í íþróttinni.“ Eftir stúdentinn fór Júlían í sagnfræði í Háskóla Íslands. Nám sem hann valdi líka með tilliti til þess að geta æft sem oftast og mest. „En mér fannst samt gaman. Þarna var ég með Guðna Th. Jóhannsson fyrrum forseta sem kennara og Guðmund Hálfdánarsson.“ Júlían rakst á skemmtilegt tækifæri þegar hann var í sagnfræðinni. „Ég fór í skiptinám til Praag í Tékklandi. Sem ég sá strax fyrir mér að gæti gefið mér tvennt; annars vegar að prófa að búa í útlöndum og hins vegar að vera í sex mánaða æfingabúðum.“ Því já; í Praag gekk líka allt út á að æfa og keppa. Í mörg ár gekk allt út á kraflyftingar: Að æfa og keppa. Meira að segja ástin fannst í kraftlyftingunum því Ellen Ýr Jónsdóttir eiginkona Júlíans er líka stórt nafn í kraftlyftingarheiminum, með marga titla að baki líka. Júlían og Ellen byrjuðu saman árið 2017 og hvernig var fyrsta stefnumótið? Jú, auðvitað saman á æfingu. Fyrsta stefnumótið: Saman á æfingu Árið 2017 kynntist Júlían stóru ástinni sinni, Ellen Ýr Jónsdóttur. „Hún er kraftlyftingarkona. Mjög sterk. Og við hittumst í gyminu. Ég fylgdist með henni keppa og sá strax að þarna væri ung og efnileg kona.“ Enda Ellen stórt nafn í heimi kraftlyftinga líka; með marga titla á bakinu. En tók hún eftir þér? ,,Já,“ svarar Júlían þá og brosir, pínkulítið feimnislega. Kraftlyftingarnar voru nokkuð auðveld afsökun til að fara að spjalla saman. ,,Síðan bauð ég henni á æfingu með mér og fljótlega eftir það fóru hlutirnir að gerast.“ Já einmitt; Fyrsta deitið var æfing en ekki bíó! Júlían segir kraftlyftingar enn sem komið er, ekki bjóða upp á atvinnumennsku. Nema þá einna helst sem líkingu við einhvers konar hlutastarf. Þegar hann flosnaði upp úr náminu í háskólanum, starfaði hann á Listasafni Einars Jónssonar í fimm ár og á meðferðarheimilinu Stuðlum. Sem Júlían minnist með hlýju. „Jú jú, auðvitað tók þetta starf stundum andlega á. En það var mjög þroskandi að vinna þarna og margir skemmtilegir krakkar sem maður var yfirleitt að vinna með.“ Til viðbótar við æfingarnar keppti Júlían erlendis sem hérlendis. Til að setja lyftingarnar í samhengi má lesa eftirfarandi lýsingu RÚV um Júlían, þegar hann var valinn íþróttamaður ársins 2019. „Júlían vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum í +120 kílógramma flokki í Dúbaí í nóvember. Á sama móti bætti hann eigið heimsmet í réttstöðulyftu um hálft kíló þegar hann lyfti 405,5 kílóum. Júlían lyfti samanlagt 1.148 kílóum í bekkpressu, réttstöðulyftu og hnébeygju á mótinu í Dúbaí. Á Evrópumótinu í Pilsen í Tékklandi í sumar lyfti Júlían samtals 1.115 kílóum sem skilaði honum silfurverðlaunum í samanlögðu keppninni.“ Sjálfur var Júlían 180 kíló þegar þetta var. Það breyttist allt við að verða pabbi segir Júlían en hann og Ellen eignuðust soninn Berg J.K. árið 2020 og dótturina Kolfinnu Karlottu árið 2022. Í kjölfarið dreif Júlían sig aftur í háskólanám og kláraði löggilta fasteignasalann. Árið 2020 stofnuðu skötuhjúin líka verslunina sbd.is, sem nýverið fékk sitt eigið búðarrými í Hólmgarði 34C. Sjálfskoðun og ný tækifæri Júlían segir lífið hafa breyst hjá bæði honum og Ellen þegar sonurinn Bergur J. K. fæddist. Dóttirin Kolfinna Karlotta fæddist rúmu einu og hálfi ári síðar. „Þá fór ég að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera. Því allt í einu var maður farinn að bera ábyrgð á einhverjum öðrum. Mig langaði samt ekki til að fara í vinnu þar sem ég væri fastur í vinnunni í tólf klukkustundir á dag og sæi varla börnin mín. Mig langaði að finna starf sem gæfi mér þann sveigjanleika að ég gæti tekið þátt í daglegu lífi barnanna minna,“ segir Júlían. En meira taldist til. Ég fór í mjög mikla sjálfskoðun. Því svo lengi hafði ég skilgreint mig sem kraftlyftingarmann. Síðan kom Covid og ég gat ekki keppt né æft með öðrum. Og orðinn pabbi. Ég fór því að hugsa: Ef ég er ekki kraftlyftingarmaður, hvað á ég þá að vinna við? Hvað er ég annað en kraftlyftingamaður?“ Júlían segir naflaskoðunina hafa verið mikla og djúpa. Hann hafi lesið sér mikið til. „Ég var þá helst að lesa viðskiptabækur og fleira sem mér fannst vera uppbyggilegt efni.“ Úr varð að Júlían settist aftur á skólabekk og nú í löggilta fasteignasalanámið. Sem eru tvö ár plús hálfs árs samningur sem lærlingur. Starfið á vel við hann. „Það er fátt jafn skemmtilegt og að vera til dæmis með opið hús þar sem tuttugu manns mæta,“ segir Júlían með glampa í augunum. Þá stofnuðu þau hjónin vefverslunina sbd.is árið 2020 og nýverið opnuðu þau verslunina í Hólmgarði 34C í Reykjavík. Að sjálfsögðu selur SBD allt fyrir kraftlyftingarfólk og fólk sem vill verða sterkari, en merki SBD þekkja allir sem þekkja til kraftlyftinga yfir höfuð. „Við byrjuðum á því að selja bara í gegnum vefverslunina en erum núna búin að opna búð og væntingarnar eru auðvitað þær að fyrirtækið stækki smátt og smátt og auki við í vöruúrvali,“ segir Júlían og bætir við að stofnun SBD hafi líka verið liður í því að þau Ellen vildu vinna svolítið sjálfstætt. Í Covid æfði Júlían í kjallaranum heima hjá sér. „Það var reyndar með ólíkindum hvað ég náði að lyfta þungu í þessari litlu kompu.“ Júlían vildi ekki ráða sig í starf sem hann yrði bundinn í langa vinnudaga og gæti ekki tekið þátt í daglegu lífi barna sinna. Hann valdi því frekar að fara í eiginn rekstur, sem hann segir svo sem eiga mikinn samhljóm með þann hugsunarhátt sem fylgir einstaklingsíþróttum. Deila megi hins vegar um, hversu mikinn sveigjanleika fasteignasölustarfið gefur. En skemmtilegt er það þó.Vísir/Vilhelm Svo margt jákvætt Það skín af Júlían þægileg og góð nærvera. Enda segir hann fasteignasölustarfið eiga vel við sig og það sama eigi við um samskiptin sem felist í því að þjálfa. „Það er reyndar smá misskilningur í þessu með sveigjanleikann á vinnutímanum og að vera í sjálfstæðum rekstri því oft er það nú þannig að maður er einfaldlega alltaf að vinna,“ segir Júlían og brosir. Hann segir fréttir fjölmiðla staðfesta að mikill skortur er á húsnæði og byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir vikið er þessi bólumyndun í verði á nokkurra ára fresti.“ Að vera ungt fólk á fasteignamarkaði sé að sjálfsögðu erfitt. „En ég held reyndar að það hafi alltaf verið erfitt fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á markaðinn. Það var líka mjög erfitt fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu eign þegar óðaverðbólgan var,“ nefnir Júlían sem dæmi. Júlían segir það ólýsanlega og magnaða upplifun að ná heimsmeti. Sérstaklega eftir að hafa verið að keppa að því í mörg ár og meira að segja áratug eins og hann. Að vera valinn Íþróttamaður ársins er ekkert síður mögnuð upplifun. Því það er áfangi sem fólk nær án þess að hafa um kjörið sjálft að segja.Vísir/Vilhelm En hvernig ætli það sé að slá heimsmet. Er hægt að lýsa þeirri tilfinningu? „Nei það er eiginlega ólýsanleg tilfinning og alveg mögnuð,“ svarar Júlían og bætir við að í marga daga á eftir brosir maður einfaldlega allan hringinn. „Því það er nánast eins og óraunveruleg upplifun að keppast að einhverju í mörg ár og eins og í mínu tilfelli, í áratug og vera síðan allt í einu kominn þangað: Að ná markmiðinu!“ Enn glampar í augun en Júlían segir upplifunina líka magnaða að vera valinn Íþróttamaður ársins. Það sem er samt öðruvísi við þá upplifun er að þú getur ekki haft nein áhrif á það hvort þú verðir kjörinn Íþróttamaður ársins eða ekki. Á meðan heimsmet er eitthvað sem maður sjálfur er að keppast að í mörg ár eða áratug.“ Júlían keppti alltaf fyrir Glímufélagið Ármann og innan Kraft, kraftlyftingasambandi Íslands og ÍSÍ. Og enn í dag er hann auðvitað að lyfta. Og þjálfa. „Það er mjög gaman að þjálfa og aldursbilið er mjög breitt. Því á námskeiðunum hjá mér hefur verið fólk frá 15 ára til 69 ára,“ segir Júlían og brosir. Verandi orðinn pabbi, starfandi sem fasteignasali og í búðarrekstri með eiginkonunni, segist Júlían æfingarnar langt frá því að vera eins og þær voru. „Við Ellen áttum það til að vera á æfingum klukkustundum saman og langt fram á kvöld. Elda síðan kvöldmat klukkan tíu. Það segir sig sjálft að þetta er ekki í boði lengur,“ segir Júlían og brosir. Þá segist hann ekki búast við að keppa aftur. Að minnsta kosti ekki í þeim flokkum sem hann eitt sinn taldist til. Í dag er ég líka bara 120 kíló.“ En þó án efa sterkasti fasteignasali landsins….
Starfsframi Kraftlyftingar Íþróttamaður ársins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ „Hann sagði reyndar við mig: Veistu hvað Jói, þú ert fyrsti maðurinn til að segja Nei við sjónvarpi,“ segir Jóhann Felixson bakari og hlær. „Því allir vilja vera í sjónvarpi.“ 15. september 2024 08:02 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Mest lesið „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss og Krafts Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01
„Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ „Hann sagði reyndar við mig: Veistu hvað Jói, þú ert fyrsti maðurinn til að segja Nei við sjónvarpi,“ segir Jóhann Felixson bakari og hlær. „Því allir vilja vera í sjónvarpi.“ 15. september 2024 08:02
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01