Fótbolti

Lil­le bjargaði stigi og hefur ekki tapað síðan í septem­ber

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hákon Arnar var í byrjunarliðinu í dag.
Hákon Arnar var í byrjunarliðinu í dag. Vísir/Getty

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem gerði 1-1 jafntefli gegn Marseille á útivelli í frönsku deildinni í dag. Lille er í 4. sæti Ligue 1-deildarinnar.

Hákon Arnar var að leika sinn fjórða leik eftir að hafa verið frá vegna meiðsla og hefur heldur betur átt góða endurkomu. Hann skoraði í deildarleik gegn Brest um síðustu helgi og tryggði Lille 3-2 sigur gegn Sturm Graz í Meistaradeildinni í vikunni.

Andstæðingar Lille í dag var lið Marseille sem var í 2. -3. sæti fyrir leikinn og með þremur stigum meira en Lille. Það voru heimamenn í Marseille sem tóku frumkvæðið í dag þegar Quentin Merlin skoraði á 17. mínútu og framherjinn Neil Maupey var afar nálægt því að tvöfalda forystuna í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skaut í innanverða stöngina á marki Lille eftir mistök í vörn gestanna.

Hákon Arnar var tekinn af velli á 81. mínútu og sjö mínútum síðar jafnaði Bafode Diakite metin fyrir Lille og tryggði gestunum mikilvægt stig. 

Eftir jafnteflið er Lille nú ósigrað í síðustu ellefu leikjum en liðið tapaði síðast gegn Sporting í Meistaradeildinni þann 17. september. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×