„Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 10:30 Jón Halldór Eðvaldsson, eða Jonni, er skýr um það að vilja ekki setja takmarkandi reglur um fjölda erlendra leikmanna. Stöð 2 Sport Óhætt er að segja að Jón Halldór Eðvaldsson taki ekki undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á mikinn fjölda erlendra leikmanna í efstu deildum Íslands í körfubolta. Hann kveðst hundleiður á umræðu um þessi mál. Reglum um fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfubolta hefur oft verið breytt, til að mynda þannig að aðeins einn eða tveir erlendir leikmenn mættu vera á vellinum í hvoru liði. Í fyrravor var hins vegar ákveðið á ársþingi KKÍ að hafa engar hömlur á því hve margir leikmenn frá löndum innan EES væru inni á vellinum. Lýstu menn þá strax yfir áhyggjum af því að illa yrði farið með þetta frelsi. Gagnrýnendur á þetta fyrirkomulag óttast plássleysi fyrir íslenska leikmenn, og afleiðingar þess að „meðalleikmenn“ hrökklist í burtu. „Ég er orðinn svo leiður á þessu,“ sagði Jón Halldór þegar þetta umræðuefni bar á góma í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Skemmtilegasta íþróttasjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi er úrslitakeppnin í körfubolta. Undanfarin ár hefur aukist áhorf á leiki – stórir leikir í deildarkeppninni eru með marga áhorfendur. Fyrir mér, eins og ég hef talað um, á að vera með frjálst flæði af vinnuafli í íslenskum körfubolta. Ég veit ekki um hvað þetta snýst. Snýst þetta um að Siggi litli spili þrjár mínútur af því að pabbi hans heldur að hann sé svo góður?“ spurði Jón Halldór og Keflvíkingnum virtist mikið niðri fyrir. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Dauðþreyttur á umræðu um erlenda leikmenn „Ég vil bara hafa gaman“ „Ég hef engan áhuga á að mæta á körfuboltaleik og horfa á leikmenn sem geta eitthvað afskaplega takmarkað í körfubolta, bara af því að hann er uppalinn. Ég vil bara mæta á körfuboltaleik og hafa gaman, alveg eins og þegar ég mæti á NBA-leiki og í Evrópu. Ég vil bara hafa gaman, og til þess að það séu gæði í íslenskum körfubolta, með allri virðingu fyrir íslenskum leikmönnum… Við sjáum enn og aftur að þeir sem eru nógu góðir þeir spila. Hinir spila ekki, alveg sama hvað raular og tautar í þessu,“ sagði Jón Halldór. „Ég nenni ekki að hlusta á þetta fokking væl,“ bætti hann við ómyrkur í máli. Gengið of langt áður en jafnvægi næst? Lögfræðingurinn Sævar Sævarsson var öllu orðvarari og benti á að kannski væru félögin farin að ganga of langt í að sækja erlenda leikmenn. „Ég held að það sé hægt að ná fram meðalhófi í þessu. Sameina það besta frá báðum hliðum. Við þurfum að vera smá kapítalistar og leyfa þessu að vera úr hófi, til þess að þetta dragist aftur saman og verði í hófi. Þetta er alveg að springa örlítið of langt. Það er alveg hægt að tala fyrir því að sjö erlendir atvinnumenn í einu liði í okkar deild sé ekkert nauðsynlegt. Það er alveg nóg að einhver lið séu með þrjá og einhver með fjóra,“ sagði Sævar. Þá veltu menn fyrir sér hve dýrt það væri fyrir félögin að vera með erlenda leikmenn, og ekki síst að skrá slíka leikmenn á hverju ári hjá KKÍ en því fylgir um 200 þúsund króna gjald, jafnvel þó að leikmenn hafi spilað hér á landi síðustu ár. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Reglum um fjölda erlendra leikmanna í íslenskum körfubolta hefur oft verið breytt, til að mynda þannig að aðeins einn eða tveir erlendir leikmenn mættu vera á vellinum í hvoru liði. Í fyrravor var hins vegar ákveðið á ársþingi KKÍ að hafa engar hömlur á því hve margir leikmenn frá löndum innan EES væru inni á vellinum. Lýstu menn þá strax yfir áhyggjum af því að illa yrði farið með þetta frelsi. Gagnrýnendur á þetta fyrirkomulag óttast plássleysi fyrir íslenska leikmenn, og afleiðingar þess að „meðalleikmenn“ hrökklist í burtu. „Ég er orðinn svo leiður á þessu,“ sagði Jón Halldór þegar þetta umræðuefni bar á góma í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Skemmtilegasta íþróttasjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi er úrslitakeppnin í körfubolta. Undanfarin ár hefur aukist áhorf á leiki – stórir leikir í deildarkeppninni eru með marga áhorfendur. Fyrir mér, eins og ég hef talað um, á að vera með frjálst flæði af vinnuafli í íslenskum körfubolta. Ég veit ekki um hvað þetta snýst. Snýst þetta um að Siggi litli spili þrjár mínútur af því að pabbi hans heldur að hann sé svo góður?“ spurði Jón Halldór og Keflvíkingnum virtist mikið niðri fyrir. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Dauðþreyttur á umræðu um erlenda leikmenn „Ég vil bara hafa gaman“ „Ég hef engan áhuga á að mæta á körfuboltaleik og horfa á leikmenn sem geta eitthvað afskaplega takmarkað í körfubolta, bara af því að hann er uppalinn. Ég vil bara mæta á körfuboltaleik og hafa gaman, alveg eins og þegar ég mæti á NBA-leiki og í Evrópu. Ég vil bara hafa gaman, og til þess að það séu gæði í íslenskum körfubolta, með allri virðingu fyrir íslenskum leikmönnum… Við sjáum enn og aftur að þeir sem eru nógu góðir þeir spila. Hinir spila ekki, alveg sama hvað raular og tautar í þessu,“ sagði Jón Halldór. „Ég nenni ekki að hlusta á þetta fokking væl,“ bætti hann við ómyrkur í máli. Gengið of langt áður en jafnvægi næst? Lögfræðingurinn Sævar Sævarsson var öllu orðvarari og benti á að kannski væru félögin farin að ganga of langt í að sækja erlenda leikmenn. „Ég held að það sé hægt að ná fram meðalhófi í þessu. Sameina það besta frá báðum hliðum. Við þurfum að vera smá kapítalistar og leyfa þessu að vera úr hófi, til þess að þetta dragist aftur saman og verði í hófi. Þetta er alveg að springa örlítið of langt. Það er alveg hægt að tala fyrir því að sjö erlendir atvinnumenn í einu liði í okkar deild sé ekkert nauðsynlegt. Það er alveg nóg að einhver lið séu með þrjá og einhver með fjóra,“ sagði Sævar. Þá veltu menn fyrir sér hve dýrt það væri fyrir félögin að vera með erlenda leikmenn, og ekki síst að skrá slíka leikmenn á hverju ári hjá KKÍ en því fylgir um 200 þúsund króna gjald, jafnvel þó að leikmenn hafi spilað hér á landi síðustu ár. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira