Þetta er í sjötta sinn sem Salah fær þessi verðlaun en aðeins Sergio Agüero og Harry Kane hafa fengið þau oftar, eða sjö sinnum. Salah var einnig valinn besti leikmaðurinn í nóvember 2017, febrúar og mars 2018, október 2021 og október 2023.
Who else? 👑
— Premier League (@premierleague) December 13, 2024
Introducing your @EASPORTSFC Player of the Month, Mohamed Salah!#PLAwards | @LFC pic.twitter.com/K1fSNCaeUe
Salah skoraði í öllum þremur leikjum Liverpool í nóvember, alls fjögur mörk. Rauði herinn vann alla þrjá leikina í nóvember og Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var valinn stjóri mánaðarins.
🎶 La La La La La 🎶
— Premier League (@premierleague) December 13, 2024
Your @barclaysfooty Manager of the Month is Arne Slot!#PLAwards | @LFC
--
Three matches, three wins.
November = ✅ pic.twitter.com/KJaubAkrp1
Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Erling Haaland hjá Manchester City. Þeir hafa báðir skorað þrettán mörk. Salah hefur einnig gefið átta stoðsendingar og því komið með beinum hætti að 21 marki í fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool er með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á leik til góða. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham á Anfield á morgun.