Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 07:30 Íslenska landsliðið fékk meðal annars Cristiano Ronaldo í heimsókn í síðustu undankeppni, sem var fyrir EM 2024. Í dag ræðst hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM 2026. VÍSIR/VILHELM Í dag verður dregið í undanriðla fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Það verður fyrsta heila undankeppni nýs landsliðsþjálfara Íslands. Drátturinn hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og á Vísi. Drátturinn verður svolítið öðruvísi en vanalega því það er ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig liðin raðast í efsta styrkleikaflokki. Það á nefnilega enn eftir að klára síðustu leiktíð af Þjóðadeildinni, sem hefur áhrif á undankeppnina. Dregið verður í tólf riðla – sex með fjórum liðum og sex með fimm liðum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM en liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, ásamt fjórum sigurvegurum riðla úr Þjóðadeildinni (Ísland vann ekki sinn riðil). Gætu þurft að bíða fram í mars eftir toppliði Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða vegna Þjóðadeildarumspils við Kósovó í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli. Þá myndi Ísland hefja undankeppnina í júní, en annars í fjögurra liða riðli í september. Liðin sem komust í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar verða einmitt einnig upptekin í mars, og liðin fjögur sem komast þaðan í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í júní verða að vera í fjögurra liða riðlum í undankeppni HM. Þess vegna verða mótherjar Íslands úr efsta flokki mögulega titlaðir sem sigurlið úr einu af einvígunum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar (Holland - Spánn, Króatía - Frakkland, Danmörk - Portúgal, Ítalía - Þýskaland). Það myndi þá ekki ráðast alveg fyrr en eftir 8-liða úrslitin í mars hver besti mótherjinn í riðli Íslands yrði. Ísland má ekki mæta Færeyjum Í drættinum í dag gilda einnig ákveðnir skilmálar til að forðast að mikið sé um löng ferðalög innan sama riðils, og þá eru Ísland og Færeyjar titluð af UEFA sem „vetrarstaðir“, þar sem mesta hættan er talin á of miklu vetrarveðri til að spila fótbolta, og geta ekki dregist í sama riðil. Ísland mun mæta einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, utan fimmta flokks ef liðið verður í fjögurra liða riðli eins og líklegast er. Hér að neðan má sjá flokkana: Styrkleikaflokkarnir Styrkleikaflokkur 1 Sigurlið Frakkland-Króatía Sigurlið Spánn-Holland Sigurlið Portúgal-Danmörk Sigurlið Ítalía-Þýskaland Taplið Frakkland-Króatía Taplið Spánn-Holland Taplið Portúgal-Danmörk Taplið Ítalía-Þýskaland Belgía Austurríki England Sviss Styrkleikaflokkur 2 Úkraína Svíþjóð Tyrkland Wales Ungverjaland Serbía Pólland Rúmenía Grikkland Slóvakía Tékkland Noregur Styrkleikaflokkur 3 Skotland Slóvenía Írland Albanía Norður-Makedónía Georgía Finnland Ísland Norður-Írland Svartfjallaland Bosnía Ísrael Styrkleikaflokkur 4 Búlgaría Lúxemborg Hvíta-Rússland Kovósó Armenía Kasakstan Aserbaídsjan Eistland Kýpur Færeyjar Lettland Litháen Styrkleikaflokkur 5 Moldóva Malta Andorra Gíbraltar Liechtenstein San Marínó Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Drátturinn hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og á Vísi. Drátturinn verður svolítið öðruvísi en vanalega því það er ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig liðin raðast í efsta styrkleikaflokki. Það á nefnilega enn eftir að klára síðustu leiktíð af Þjóðadeildinni, sem hefur áhrif á undankeppnina. Dregið verður í tólf riðla – sex með fjórum liðum og sex með fimm liðum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM en liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, ásamt fjórum sigurvegurum riðla úr Þjóðadeildinni (Ísland vann ekki sinn riðil). Gætu þurft að bíða fram í mars eftir toppliði Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða vegna Þjóðadeildarumspils við Kósovó í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli. Þá myndi Ísland hefja undankeppnina í júní, en annars í fjögurra liða riðli í september. Liðin sem komust í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar verða einmitt einnig upptekin í mars, og liðin fjögur sem komast þaðan í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í júní verða að vera í fjögurra liða riðlum í undankeppni HM. Þess vegna verða mótherjar Íslands úr efsta flokki mögulega titlaðir sem sigurlið úr einu af einvígunum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar (Holland - Spánn, Króatía - Frakkland, Danmörk - Portúgal, Ítalía - Þýskaland). Það myndi þá ekki ráðast alveg fyrr en eftir 8-liða úrslitin í mars hver besti mótherjinn í riðli Íslands yrði. Ísland má ekki mæta Færeyjum Í drættinum í dag gilda einnig ákveðnir skilmálar til að forðast að mikið sé um löng ferðalög innan sama riðils, og þá eru Ísland og Færeyjar titluð af UEFA sem „vetrarstaðir“, þar sem mesta hættan er talin á of miklu vetrarveðri til að spila fótbolta, og geta ekki dregist í sama riðil. Ísland mun mæta einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, utan fimmta flokks ef liðið verður í fjögurra liða riðli eins og líklegast er. Hér að neðan má sjá flokkana: Styrkleikaflokkarnir Styrkleikaflokkur 1 Sigurlið Frakkland-Króatía Sigurlið Spánn-Holland Sigurlið Portúgal-Danmörk Sigurlið Ítalía-Þýskaland Taplið Frakkland-Króatía Taplið Spánn-Holland Taplið Portúgal-Danmörk Taplið Ítalía-Þýskaland Belgía Austurríki England Sviss Styrkleikaflokkur 2 Úkraína Svíþjóð Tyrkland Wales Ungverjaland Serbía Pólland Rúmenía Grikkland Slóvakía Tékkland Noregur Styrkleikaflokkur 3 Skotland Slóvenía Írland Albanía Norður-Makedónía Georgía Finnland Ísland Norður-Írland Svartfjallaland Bosnía Ísrael Styrkleikaflokkur 4 Búlgaría Lúxemborg Hvíta-Rússland Kovósó Armenía Kasakstan Aserbaídsjan Eistland Kýpur Færeyjar Lettland Litháen Styrkleikaflokkur 5 Moldóva Malta Andorra Gíbraltar Liechtenstein San Marínó
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn