Innlent

Grautfúl eftir að hafa tapað for­seta­kosningum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir.
Sindri Sindrason segir kvöldfréttir.

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni, sem varð sambýliskonu sinni að bana, mikil vonbrigði. Hún veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki hefði verið um heimilisofbeldi að ræða. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum fáum við að sjá brot úr Samtalinu með Heimi Má, þar sem Katrín Jakobsdóttir tjáir sig í fyrsta sinn eftir að hún tapaði forsetakosningum í sumar. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg eftir að Vinstri græn duttu út af þingi í Alþingiskosningunum í lok nóvember.

Við heimsækjum nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun, sem útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag.

Og við verðum í beinni útsendingu frá opnun nýrrar verslunar Kormáks og Skjaldar í sögufrægu húsi í miðborginni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 12. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×