Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 08:00 Sveindís Jane Jónsdóttir glaðbeitt með boltann sem hún fékk til eignar í gærkvöld. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar. Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira