Enski boltinn

„Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benóný Breki Andrésson skrifar undir samninginn við Stockport County.
Benóný Breki Andrésson skrifar undir samninginn við Stockport County. Stockport County

Stockport County tilkynnti í dag um að félagið hafi keypt íslenska framherjann Benóný Breka Andrésson frá KR en markakóngur Bestu deildarinnar skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við enska C-deildarfélagið.

Félagið sér upprísandi stjörnu í KR-ingnum sem skoraði í sumar fyrstur allra meira en tuttugu mörk á einu tímabili í efstu deild á Íslandi.

„Benóný er leikmaður sem við höfum mikla trú á í framtíðinni. Það kallar samt á þróunarstarf og mikið framlag frá öllum aðilum svo að við getum komið honum þangað sem við teljum að hann geti komist,“ sagði Simon Wilson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Stockport County, í viðtali á heimasíðu félagsins.

„Hann fær nú tækifæri hjá frábærum klúbbi, með frábæru starfsfólki, leikmönnum og aðstöðu. Hér hefur hann tækifæri til að búa til spennandi framtíð fyrir sig,“ sagði Wilson.

„Við megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur sem er að koma í nýtt land. Við verðum því að sýna honum þolinmæði en ef við höldum öll rétt á spilunum þá erum við sannfærð um að þetta skili okkur góðum árangri,“ sagði Wilson.


Tengdar fréttir

Benóný Breki orðinn leik­maður Stock­port

Enska C-deildar liðið Stockport County hefur keypt sóknarmanninn Benóny Breka Andrésson frá Bestu deildar liði KR. Þetta staðfestir enska félagið í tilkynningu. 

Sjáðu Benóný Breka bæta markametið

KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×