Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. desember 2024 06:55 Volodómír Selenskí ávarpaði þing Norðurlandaráðs í októbermánuði hér á landi. Vilhelm Málefni Úkraínu, þróun mála í Sýrlandi og samskipti við Bandaríkin voru efst á baugi á fjarfundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór í gær. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að ráðherrarnir hafi verið einhuga um mikilvægi þess að halda áfram dyggum stuðningi við Úkraínu í baráttu þeirra við innrásarher Rússa sem nú hafi staðið í meira en þúsund daga. Bent er á að Norðurlöndin hafi veitt Úkraínu stuðning á þessum tíma og að ríkur vilji sé hjá ríkjunum að honum verði framhaldið. Fall Assad í Sýrlandi síðastliðna helgi var einnig til umræðu á fundinum, og ráðherrarnir segjast fylgjast náið með hvernig mál þróast þar á næstu misserum og hvort staðan komi til með að hafa áhrif á gang mála á Gaza og víðar. Þá var áréttað mikilvægi þess að standa vörð um náið samstarf Norðurlandanna við Bandaríkin, nú þegar ný ríkisstjórn Donald Trumps er við það að taka við völdum. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna starfa náið saman undir formerkjum N5 en í dag var síðasti fundur þeirra á formennskuári Svíþjóðar. Finnland tekur við formennsku í norræna utanríkismálasamstarfinu á næsta ári. „María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóðapólitískra málefna, sótti fundinn fyrir hönd Íslands í fjarveru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra,“ segir að lokum í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Utanríkismál Úkraína Sýrland Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að ráðherrarnir hafi verið einhuga um mikilvægi þess að halda áfram dyggum stuðningi við Úkraínu í baráttu þeirra við innrásarher Rússa sem nú hafi staðið í meira en þúsund daga. Bent er á að Norðurlöndin hafi veitt Úkraínu stuðning á þessum tíma og að ríkur vilji sé hjá ríkjunum að honum verði framhaldið. Fall Assad í Sýrlandi síðastliðna helgi var einnig til umræðu á fundinum, og ráðherrarnir segjast fylgjast náið með hvernig mál þróast þar á næstu misserum og hvort staðan komi til með að hafa áhrif á gang mála á Gaza og víðar. Þá var áréttað mikilvægi þess að standa vörð um náið samstarf Norðurlandanna við Bandaríkin, nú þegar ný ríkisstjórn Donald Trumps er við það að taka við völdum. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna starfa náið saman undir formerkjum N5 en í dag var síðasti fundur þeirra á formennskuári Svíþjóðar. Finnland tekur við formennsku í norræna utanríkismálasamstarfinu á næsta ári. „María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóðapólitískra málefna, sótti fundinn fyrir hönd Íslands í fjarveru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra,“ segir að lokum í tilkynningu á vef ráðuneytisins.
Utanríkismál Úkraína Sýrland Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira