Enski boltinn

Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en á­nægður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arne Slot á hliðarlínunni í Griona í kvöld. Hann var mjög ósáttur með sína menn.
Arne Slot á hliðarlínunni í Griona í kvöld. Hann var mjög ósáttur með sína menn. Getty/Pedro Salado

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með frammistöðu leikmanna sinna í kvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Girona í Meistaradeildinni. Liverpool hefur unnið sex fyrstu leiki sína og er eitt á toppnum.

„Ef þú spyrð mig um fyrstu sex leikina þá er ég ánægður með úrslitin. Ég er virkilega ánægður með fyrstu fimm leikina en ég er allt annað en ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Arne Slot.

„Hvað er ég ekki ánægður með? Það er margt,“ sagði Slot. Hann var mjög ósáttur með pressu sína manna.

„Ef þú ert alltaf að bíða í nokkrar sekúndur með að pressa þá þá búa þeir auðvitað til mikið af vandamálum fyrir þig,“ sagði Slot.

„Ég finn eiginlega til með þeim því þeir áttu skilið að fá miklu meira út úr þessum leik. Við náðum aldrei að stjórna þessum leik. Kannski var seinni hálfleikurinn aðeins betri ef ég reyni að vera jákvæður,“ sagði Slot.

Allison kom aftur inn í markið eftir langa fjarveru.

„Hann sýndi það aftur í dag af hverju ég hef sagt það svo oft að hann er okkar aðalmarkvörður. Það hefur ekkert með Caoimh [Kelleher] að gera því hann stóð sig vel,“ sagði Slot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×