Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 07:30 Rio Ferdinand vann ófáa titlana á glæsilegum ferli sinum með Manchester United. Getty/Matthew Peters Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. United keypti Dan Ashworth frá Newcastle í sumar en hann náði bara að klára fimm mánuði á Old Trafford. Það er talað um að Sir Jim Ratcliffe hafi ekki verið ánægður með fjölda kaupa Ashworth á þessu hálfa ári og hafi hreinlega misst trúna á Ashworth. Ferdinand er goðsögn hjá Manchester United og menn hlusta þegar hann tala enda um tíma einn besti miðvörður heims. Ferdinand er furðu lostinn yfir óreiðunni sem virðist vera í gangi á bak við tjöldin á Old Trafford. Þessi þróun mála hjá hans gamla félagi fer líka augljóslega í taugarnar á Rio. „Glundroði er það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Ferdinand í hlaðvarpsþætti sínum Rio Presents. Hann segist vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart fjölmörgum leikmönnum sem hann telur að séu ekki nógu góðir til að spila með Manchester United. „Ég vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart skítaleikmönnunum sínum og þeir hafa verið gagnvart starfsfólkinu sem hefur misst vinnuna að undanförnu eftir að hafa verið þar til fjölda ára,“ sagði Ferdinand. „Ef að það eru enn þarna skítaleikmenn eða leikmenn sem eru ekki nógu góðir. Verið eins vægðarlausir gagnvart þeim. Losið ykkur við þá leikmenn strax,“ sagði Ferdinand. Hann nefnir einstaka leikmenn ekki á mark en það er búist við að nokkrir leikmenn yfirgefi félaigð í janúar eða í sumar. „Þeir tóku alla vega blóðuga ákvörðun í þetta skiptið,“ sagði Ferdinand eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Hann vill því hreinsa út á Old Trafford og er ekki sá eini. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
United keypti Dan Ashworth frá Newcastle í sumar en hann náði bara að klára fimm mánuði á Old Trafford. Það er talað um að Sir Jim Ratcliffe hafi ekki verið ánægður með fjölda kaupa Ashworth á þessu hálfa ári og hafi hreinlega misst trúna á Ashworth. Ferdinand er goðsögn hjá Manchester United og menn hlusta þegar hann tala enda um tíma einn besti miðvörður heims. Ferdinand er furðu lostinn yfir óreiðunni sem virðist vera í gangi á bak við tjöldin á Old Trafford. Þessi þróun mála hjá hans gamla félagi fer líka augljóslega í taugarnar á Rio. „Glundroði er það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Ferdinand í hlaðvarpsþætti sínum Rio Presents. Hann segist vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart fjölmörgum leikmönnum sem hann telur að séu ekki nógu góðir til að spila með Manchester United. „Ég vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart skítaleikmönnunum sínum og þeir hafa verið gagnvart starfsfólkinu sem hefur misst vinnuna að undanförnu eftir að hafa verið þar til fjölda ára,“ sagði Ferdinand. „Ef að það eru enn þarna skítaleikmenn eða leikmenn sem eru ekki nógu góðir. Verið eins vægðarlausir gagnvart þeim. Losið ykkur við þá leikmenn strax,“ sagði Ferdinand. Hann nefnir einstaka leikmenn ekki á mark en það er búist við að nokkrir leikmenn yfirgefi félaigð í janúar eða í sumar. „Þeir tóku alla vega blóðuga ákvörðun í þetta skiptið,“ sagði Ferdinand eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Hann vill því hreinsa út á Old Trafford og er ekki sá eini. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira