Innlent

Stærstu og um­deildustu sigrar ársins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Donald Trump, Kristján Loftsson og Halla Tómasdóttir unnu öll sigra á árinu, misstóra og misumdeilda.
Donald Trump, Kristján Loftsson og Halla Tómasdóttir unnu öll sigra á árinu, misstóra og misumdeilda. vísir/grafík

Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. 

Við byrjum á Bessastöðum, enda unnu fáir jafnafgerandi sigur og Halla Tómasdóttir, nýr forseti lýðveldisins. Þjóðin skilgreindi sig sem sigurvegara þegar óvinsæl ríkisstjórn sprakk og boðað var til kosninga. En hver vann svo kosningarnar sjálfar? Það fer auðvitað eftir því hvern þú spyrð. 

Kristján Loftsson fékk hvalveiðileyfi, Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og kötturinn Diego fannst heill á húfi. Gjörið svo vel, hér eru sigurvegarar ársins 2024. Og þeir eru allir, eins og Inga Sæland myndi segja, komnir til að sjá og sigra, Sigurjón digra

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp fréttaárið 2024 í desember. Raunir ársins sem er að líða verða til umfjöllunar í næsta annál, sem birtist hér á Vísi á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×