Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 11:31 Ryan Gravenberch þurfti að sinna viðtalsbeiðnum í Girona í gær. Getty/Andrew Powell Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur slegið í gegn með Liverpool á þessari leiktíð, eftir að hafa átt erfitt uppdráttar undir stjórn Jürgens Klopp síðasta vetur. Hann er mættur til Spánar í leik gegn Girona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Núna spila ég marga leiki í byrjunarliðinu, svo þetta er ólíkt því sem var. Þjálfarinn gaf mér sjálfstraust þegar ég þurfti á því að halda, og ég er ánægður með að geta sýnt aftur hvað ég kann,“ sagði Gravenberch við TNT Sports. Gravenberch gegndi ólíkum hlutverkum og var alls enginn lykilmaður í Liverpool síðasta vetur, á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Eftir að landi hans, Arne Slot, tók við Liverpool í sumar og félaginu mistókst að landa Martin Zubimendi, þá hefur Gravenberch hins vegar eignað sér stöðu aftasta miðjumanns með glæsibrag. Það hefur virkað vel fyrir Liverpool sem er efst í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Þurfti að fá runu af leikjum Í Meistaradeildinni er Liverpool með fullt hús stiga eftir fimm leiki og getur bætt sjötta sigrinum við í dag, en leikur liðsins við Girona hefst klukkan 17:45. Gravenberch er ekki í vafa um hvað valdi því hve vel hann hefur spilað það sem af er leiktíð: „Það er bara það að fá runu af leikjum. Maður þarf á því að halda. Stundum getur þetta verið mjög erfitt. Til dæmis ef maður er á bekknum, spilar svo vel næst en ert samt aftur á bekknum, kemur svo inn á í tíu mínútur og þær ganga kannski ekki eins og þú hefðir viljað. Svo ertu mættur aftur á bekkinn í næsta leik. Þetta er erfitt.“ "I'm happy I can show myself again"One of Liverpool's standout players this season Ryan Gravenberch on what's changed under Arne Slot ⭐️📺 Catch him in action tonight on @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/77G8JFEOy2— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 10, 2024 Gravenberch fékk mikið hrós eftir síðasta leik Liverpool í Meistaradeildinni, þegar liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á meisturum Real Madrid. Honum var þá líkt við Þjóðverjann Toni Kroos sem lagði skóna á hilluna í sumar, eftir að hafa verið lykilmaður hjá Real og unnið til dæmis Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með liðinu, og áður einu sinni með Bayern München. „Það er gaman að heyra þetta [samanburð við Kroos], auðvitað, því Toni Kroos er goðsögn í íþróttinni. Hann afrekaði margt svo að þetta er gaman að heyra. En horfi ég til annarra miðjumanna? Nei, í raun ekki. Ég horfi bara á sjálfan mig,“ sagði Gravenberch. „Það var gaman að vinna þau [Real Madrid og Leverkusen] því þetta eru virkilega góð lið, en við horfum bara á einn leik í einu og sjáum svo til. Auðvitað vilja menn vinna alla leiki svo markmið okkar er það fyrir hvern leik í deildinni. Það hefði mikla þýðingu ef okkur tækist að vinna alla leiki okkar í keppninni,“ sagði Gravenberch. Leikur Girona og Liverpool hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Fylgst verður með öllum sjö leikjunum sem hefjast klukkan 20 í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
„Núna spila ég marga leiki í byrjunarliðinu, svo þetta er ólíkt því sem var. Þjálfarinn gaf mér sjálfstraust þegar ég þurfti á því að halda, og ég er ánægður með að geta sýnt aftur hvað ég kann,“ sagði Gravenberch við TNT Sports. Gravenberch gegndi ólíkum hlutverkum og var alls enginn lykilmaður í Liverpool síðasta vetur, á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Eftir að landi hans, Arne Slot, tók við Liverpool í sumar og félaginu mistókst að landa Martin Zubimendi, þá hefur Gravenberch hins vegar eignað sér stöðu aftasta miðjumanns með glæsibrag. Það hefur virkað vel fyrir Liverpool sem er efst í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Þurfti að fá runu af leikjum Í Meistaradeildinni er Liverpool með fullt hús stiga eftir fimm leiki og getur bætt sjötta sigrinum við í dag, en leikur liðsins við Girona hefst klukkan 17:45. Gravenberch er ekki í vafa um hvað valdi því hve vel hann hefur spilað það sem af er leiktíð: „Það er bara það að fá runu af leikjum. Maður þarf á því að halda. Stundum getur þetta verið mjög erfitt. Til dæmis ef maður er á bekknum, spilar svo vel næst en ert samt aftur á bekknum, kemur svo inn á í tíu mínútur og þær ganga kannski ekki eins og þú hefðir viljað. Svo ertu mættur aftur á bekkinn í næsta leik. Þetta er erfitt.“ "I'm happy I can show myself again"One of Liverpool's standout players this season Ryan Gravenberch on what's changed under Arne Slot ⭐️📺 Catch him in action tonight on @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/77G8JFEOy2— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 10, 2024 Gravenberch fékk mikið hrós eftir síðasta leik Liverpool í Meistaradeildinni, þegar liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á meisturum Real Madrid. Honum var þá líkt við Þjóðverjann Toni Kroos sem lagði skóna á hilluna í sumar, eftir að hafa verið lykilmaður hjá Real og unnið til dæmis Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með liðinu, og áður einu sinni með Bayern München. „Það er gaman að heyra þetta [samanburð við Kroos], auðvitað, því Toni Kroos er goðsögn í íþróttinni. Hann afrekaði margt svo að þetta er gaman að heyra. En horfi ég til annarra miðjumanna? Nei, í raun ekki. Ég horfi bara á sjálfan mig,“ sagði Gravenberch. „Það var gaman að vinna þau [Real Madrid og Leverkusen] því þetta eru virkilega góð lið, en við horfum bara á einn leik í einu og sjáum svo til. Auðvitað vilja menn vinna alla leiki svo markmið okkar er það fyrir hvern leik í deildinni. Það hefði mikla þýðingu ef okkur tækist að vinna alla leiki okkar í keppninni,“ sagði Gravenberch. Leikur Girona og Liverpool hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Fylgst verður með öllum sjö leikjunum sem hefjast klukkan 20 í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira