Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2024 10:31 Alheimshreyfing Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Félagið hefur nú í heila öld aðstoðað fólk í neyð og aðstoðað íslenskt samfélag um land allt. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og hefur stutt mannúðaraðgerðir og þróunarsamvinnuverkefni með reglubundnum hætti víða um heim frá 1974 og eru dæmi um slíkan stuðning allt frá 1945. Í alþjóðlegu samstarfi okkar undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að stuðla að jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi. Ein af hverjum þremur Kynbundið ofbeldi, sérstaklega gegn konum og stúlkum, er allt of algengt um allan heim. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, eða nauðgun af hendi annars en maka. Á tíu mínútna fresti er kona eða stúlka drepin af maka sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi er algengt alls staðar og í öllum aðstæðum, en þær sýna einnig að þegar neyðarástand skapast eykst hættan á kynbundnu ofbeldi svo um munar. Þetta á bæði við á átakasvæðum og við náttúruhamfarir. Áhersla Rauða kross hreyfingarinnar í 16 daga átakinu í ár miðar að því að minna á þessa staðreynd og hvetja alla viðbragðsaðila – þar á meðal ríkisstjórnir - til að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, áður en því er beitt. Neyðarástand eykur kynbundið ofbeldi Ein tegund kynbundins ofbeldis sem vitað er að eykst í neyð er ofbeldi maka, oftast ofbeldi karla gegn konum. Missir, afkomuótti og óstöðugleiki ýta undir aukið heimilisofbeldi. Tíðni nauðgana eykst sömuleiðis. Þegar átök brjótast út er kynferðislegt ofbeldi því miður oft notað sem vopn, gegn öllum kynjum. Þegar fjölskyldur missa heimili sín er öryggi oft ábótavant, sérstaklega fyrir konur og stúlkur í nýjum búsetuúrræðum, þar sem þær þurfa oft að deila svefnstað og salernisaðstöðu með ókunnugum. Aukin fátækt veldur því að fjölskyldur verða líklegri til að gifta ungar dætur sínar og mansal og vændi eykst. „Ef það er fyrirsjáanlegt, er hægt að koma í veg fyrir það“ Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru starfrækt í flestöllum löndum í heiminum, eða í 191 landi. Öll landsfélög Rauða krossins starfa eftir sömu hugsjón og sömu grunngildum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn hefur sérhæft sig í um allan heim er neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Nú vinnum við að því með samstarfsfélögum okkar víða um heim að tryggja að öll þjónusta hreyfingarinnar fyrir fólk í neyð sé hönnuð til að draga úr hættu á kynbundnu ofbeldi. Ýmsum aðgerðum er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Flóttamannabúðir, móttökumiðstöðvar og önnur skýli fyrir fólk á vergangi, er hægt að hanna til að veita aukið öryggi, frekar en hið gangstæða. Til dæmis með því að hafa almenningssvæði og salerni upplýst og hafa lása á salernum og sturtum. Einnig með því að tryggja að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem veitaneyðarþjónustu hafi hlotið þjálfun um kynbundið ofbeldi, hvernig megi koma í veg fyrir það og hvernig eigi að bregðast við ef slík tilfelli koma upp. Það mikilvægasta er þó að hlusta á fólkið sem á að aðstoða, veita því tækifæri til að ákvarða hvaða aðstoð það kjósi og hvernig það vilji að sú aðstoð sé veitt. Gefa fólki tækifæri til að veita endurgjöf og bæta síðan aðstoðina samkvæmt því. Skjót viðbrögð, skjót endurreisn – fyrir öll Til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi er nauðsynlegt að aðhafast áður en ofbeldið á sér stað og sníða alla neyðaraðstoð út frá þessum áhættuþætti. Þess vegna biðlum við til stjórnvalda og allra viðbragðsaðila nær og fjær, að tryggja að neyðaraðstoð sé veitt með viðeigandi hætti, og að allt starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun. Endurreisn samfélaga snýst ekki einungis um að endurbyggja heimili, heldur einnig um að tryggja skjólstæðingum okkar örugga framtíð. Þetta á ekki bara við um neyðarviðbrögð, heldur alls kyns aðgerðir og þjónustu hér heima og erlendis. Það er nauðsynlegt að fjárfesta enn frekar í fyrirbyggjandi aðgerðum. Kynbundið ofbeldi er fyrirsjáanlegt - þess vegna getum við stöðvað það. Höfundur er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Alheimshreyfing Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Félagið hefur nú í heila öld aðstoðað fólk í neyð og aðstoðað íslenskt samfélag um land allt. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og hefur stutt mannúðaraðgerðir og þróunarsamvinnuverkefni með reglubundnum hætti víða um heim frá 1974 og eru dæmi um slíkan stuðning allt frá 1945. Í alþjóðlegu samstarfi okkar undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að stuðla að jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi. Ein af hverjum þremur Kynbundið ofbeldi, sérstaklega gegn konum og stúlkum, er allt of algengt um allan heim. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, eða nauðgun af hendi annars en maka. Á tíu mínútna fresti er kona eða stúlka drepin af maka sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi er algengt alls staðar og í öllum aðstæðum, en þær sýna einnig að þegar neyðarástand skapast eykst hættan á kynbundnu ofbeldi svo um munar. Þetta á bæði við á átakasvæðum og við náttúruhamfarir. Áhersla Rauða kross hreyfingarinnar í 16 daga átakinu í ár miðar að því að minna á þessa staðreynd og hvetja alla viðbragðsaðila – þar á meðal ríkisstjórnir - til að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, áður en því er beitt. Neyðarástand eykur kynbundið ofbeldi Ein tegund kynbundins ofbeldis sem vitað er að eykst í neyð er ofbeldi maka, oftast ofbeldi karla gegn konum. Missir, afkomuótti og óstöðugleiki ýta undir aukið heimilisofbeldi. Tíðni nauðgana eykst sömuleiðis. Þegar átök brjótast út er kynferðislegt ofbeldi því miður oft notað sem vopn, gegn öllum kynjum. Þegar fjölskyldur missa heimili sín er öryggi oft ábótavant, sérstaklega fyrir konur og stúlkur í nýjum búsetuúrræðum, þar sem þær þurfa oft að deila svefnstað og salernisaðstöðu með ókunnugum. Aukin fátækt veldur því að fjölskyldur verða líklegri til að gifta ungar dætur sínar og mansal og vændi eykst. „Ef það er fyrirsjáanlegt, er hægt að koma í veg fyrir það“ Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru starfrækt í flestöllum löndum í heiminum, eða í 191 landi. Öll landsfélög Rauða krossins starfa eftir sömu hugsjón og sömu grunngildum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn hefur sérhæft sig í um allan heim er neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Nú vinnum við að því með samstarfsfélögum okkar víða um heim að tryggja að öll þjónusta hreyfingarinnar fyrir fólk í neyð sé hönnuð til að draga úr hættu á kynbundnu ofbeldi. Ýmsum aðgerðum er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Flóttamannabúðir, móttökumiðstöðvar og önnur skýli fyrir fólk á vergangi, er hægt að hanna til að veita aukið öryggi, frekar en hið gangstæða. Til dæmis með því að hafa almenningssvæði og salerni upplýst og hafa lása á salernum og sturtum. Einnig með því að tryggja að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem veitaneyðarþjónustu hafi hlotið þjálfun um kynbundið ofbeldi, hvernig megi koma í veg fyrir það og hvernig eigi að bregðast við ef slík tilfelli koma upp. Það mikilvægasta er þó að hlusta á fólkið sem á að aðstoða, veita því tækifæri til að ákvarða hvaða aðstoð það kjósi og hvernig það vilji að sú aðstoð sé veitt. Gefa fólki tækifæri til að veita endurgjöf og bæta síðan aðstoðina samkvæmt því. Skjót viðbrögð, skjót endurreisn – fyrir öll Til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi er nauðsynlegt að aðhafast áður en ofbeldið á sér stað og sníða alla neyðaraðstoð út frá þessum áhættuþætti. Þess vegna biðlum við til stjórnvalda og allra viðbragðsaðila nær og fjær, að tryggja að neyðaraðstoð sé veitt með viðeigandi hætti, og að allt starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun. Endurreisn samfélaga snýst ekki einungis um að endurbyggja heimili, heldur einnig um að tryggja skjólstæðingum okkar örugga framtíð. Þetta á ekki bara við um neyðarviðbrögð, heldur alls kyns aðgerðir og þjónustu hér heima og erlendis. Það er nauðsynlegt að fjárfesta enn frekar í fyrirbyggjandi aðgerðum. Kynbundið ofbeldi er fyrirsjáanlegt - þess vegna getum við stöðvað það. Höfundur er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun