Sport

Gerir stærsta íþróttasamning sögunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Juan Soto í leik við LA Dodgers á dögunum.
Juan Soto í leik við LA Dodgers á dögunum. Getty/ Sarah Stier/Getty Images

Hafnaboltamaðurinn Juan Soto er við það að skrifa undir stærsta íþróttasamning sögunnar. Soto mun gera fimmtán ára samning við New York Mets og fær fyrir vikið 765 milljónir dollara.

Það ku vera 106 milljarðar íslenskra króna. Soto er 26 ára og kemur frá Dóminíska Lýðveldinu. Hann kemur til Mets frá nágrönnunum í New York Yankees. Við undirskrift fær leikmaðurinn 75 milljónir dollara eða rúmlega tíu milljarða.

Fyrra metið átti hafnaboltaleikmaðurinn Shohei Ohtani sem skrifaði undir tíu ára samning við Los Angeles Dodgers á síðasta ári og er sá samningur metinn á 680 milljónir dollara.

Soto kemur til Mets á frjálsri sölu en hann komst í úrslitaseríuna um MLB titilinn gegn LA Dodgers fyrir ekki svo löngu en sú sería tapaðist 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×