Innlent

Færri fá jóla­tré en vilja

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
IMG_9066

Jólatrjásala Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur hófst á mánudaginn og eru trén strax farin að rjúka út. 

Bergþór Jónsson, meðlimur flugbjörgunarsveitarinnar, segir í samtali við fréttastofu að vinsælust séu dönsk jólatré og stafafura meðal neytenda. Hann segir færri komast að en vilja.

„Við seldum um það bil þrjú þúsund tré í fyrra og þar af þúsund íslensk. Ef mig minnir rétt þá hefur þetta  síðustu þrjú árin klárast fyrir jól. 22. desember yfirleitt.“

Hann segir að það hafi aldrei brotist út slagsmál þó að fólk kunni að girnast sömu trén þegar það mætir á söluna hjá þeim. 

Um sé að ræða mikilvægan lið í fjáröflun fyrir björgunarsveitir landsins. 

„Þetta er einn af þremur aðal fjáröflunar póstum okkar með neyðarkallinum og flugeldum. Við erum með opið frá 12 til 22 alla virka daga og frá 10 til 22 um helgar fram að jólum .. eða eins og birgðir endast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×