Innlent

Bíll valt í Garða­bæ

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Óvíst er hvort að maðurinn hafi verið fluttur á spítala.
Óvíst er hvort að maðurinn hafi verið fluttur á spítala. vísir/vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bílveltu við Hlíðsnesveg í Garðabæ um miðjan dag í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist ekki.

Þetta staðfestir Árni Sigurðsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Óvíst er hvernig slysið bar að en að auki er óvitað hvort að maðurinn hafi verið fluttur á spítala. Mbl.is greindi fyrst frá.

Árni tekur fram að maðurinn hafi lukkulega verið í bílbelti þegar að bifreiðin valt. 

„Það var bara kíkt á hann og hann var óslasaður. Svo þurftum við að græja bílinn. Við vitum ekki hve mikil ferð var á honum, menn geta misst bara stjórn og bíllinn rennur og lendir upp á kannti og þá bara rúllar hann niður. Það er oft það sem verður til þess að bílarnir rúlla yfir í eina veltu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×