Enski boltinn

Jón Daði aftur utan hóps og ó­lík­legt talið að hann verði á­fram hjá Wrexham

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jón Daði í leik með Wrexham.
Jón Daði í leik með Wrexham. Gary Oakley/Getty Images

Jón Daði Böðvarsson virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá enska félaginu Wrexham United ef marka má umfjöllun staðarmiðilsins þar í bæ. Hann var skilinn eftir utan hóps þriðja leikinn í röð í dag.

Jón Daði gekk til liðs við Wrexham þegar Jack Marriott meiddist í október. Hann hefur spilað þrjá deildarleiki fyrir félagið en aðeins byrjað einn þeirra inni á vellinum. Þar að auki hefur hann spilað tvo bikarleiki og lagt upp mark í öðrum þeirra.

Jón Daði Böðvarsson gerðist leikmaður Wrexham í Englandi í október. Wrexham

Jón Daði er sagður hafa staðið sig vel á æfingum, sýnt mikla snilli og skorað góð mörk, en ekki fengið mörg tækifæri til að sanna sig inni á vellinum.

Hann var skilinn eftir utan hóps, þriðja leikinn í röð, þegar Wrexham vann Burton 1-0 á útivelli í dag. 

Samningur Jóns Daða við Wrexham rennur út um áramótin og talið er ólíklegt að félagið muni framlengja, ef Jón Daði hefur yfir höfuð áhuga á því.

„Við fengum Jón Daða til okkar og hann hefur litið vel. Hann er að komast í leikform og þarf bara meiri spiltíma,“ sagði þjálfarinn Phil Parkinson í síðasta mánuði. Spiltímann sem hann talar um virðist Jón Dagur ekki ætla að fá hjá Wrexham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×