Fótbolti

Staða Bayern á toppnum styrktist

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jamal Musiala og Michael Olise fagna markinu sem kom Bayern 2-1 yfir.
Jamal Musiala og Michael Olise fagna markinu sem kom Bayern 2-1 yfir. Stefan Matzke - sampics/Getty Images

Staða Bayern München í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar styrktist enn frekar í dag. Bæjarar unnu Hedenheim 4-2 á meðan Eintracht Frankfurt, sem situr í öðru sæti og hafði unnið fjóra deildarleiki í röð, gerði 2-2 jafntefli við Augsburg.

Harry Kane er enn frá vegna meiðsla. Það voru þeir Dayot Upamecano, Leon Goretzka og Jamal Musiala sem sáu um markaskorunina fyrir Bayern.

Bayern komst yfir í fyrri hálfleik. Mathias Honsak jafnaði í 1-1 á 50. mínútu. Bayern skoraði þá tvö mörk áður en Niklas Dorsch minnkaði muninn í 3-2 á 85. mínútu fyrir Hedenheim Fjórða mark Bayern og sjötta mark leiksins var skorað í uppbótartíma.

Thomas Muller leysir framherjastöðuna í fjarveru Harry Kane.Alexander Hassenstein/Getty Images

Frankfurt missteig sig á heimavelli gegn Augsburg, sem situr í 13. sæti deildarinnar. Heimamenn tóku forystuna snemma í seinni hálfleik en lentu svo 2-1 undir. Þeim tókst hins vegar að bjarga stigi með því að jafna leikinn á 74. mínútu.

Frankfurt dróst því aðeins lengra aftur úr en liðið er í öðru sæti, sex stigum á eftir Bayern München.

Frankfurt er í öðru sæti og hafði unnið fjóra deildarleiki í röð fyrir þennan.Thomas Frey/picture alliance via Getty Images

Stigi fyrir neðan Frankfurt er svo Bayern Leverkusen, sem sló Bayern München út í bikarnum fyrr í vikunni og vann 2-1 gegn St. Pauli í dag.

Florian Wirtz og Jonathan Tah komu Leverkusen tveimur mörkum yfir snemma í fyrri hálfleik. Morgan Guilavogui minnkaði svo muninn fyrir St. Pauli á lokamínútum leiksins.

Lærisveinar Xabi Alonso hafa unnið þrjá deildarleiki í röð.Lars Baron/Getty Images

Tengdar fréttir

Kane kominn í jólafrí?

Bayern München verður án markahróksins Harry Kane annað kvöld í stórleiknum gegn meisturum Leverkusen í þýsku bikarkeppninni, og mögulega spilar Kane ekki meira á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×